Dagur - 12.02.1988, Side 3

Dagur - 12.02.1988, Side 3
Dagur 70 ára: Kveðja jrá blaðstjóm Framkvæmdir við nýbyggingu Dags eru langt komnar. Fyrir sjötíu árum hóf Dagur göngu sína. Petta kann að þykja stuttur tími en þegar litið er á sögu íslenskra ijöl- miðla kemur í ljós að Dagur er með þeim elstu. Upphaflega var stofnað til Dags af samvinnu- og framsókn- armönnum og fjallaði blaðið einkum um þjóðfélagsmál að þeirra tíma hætti. Smám saman breytti blaðið um svip og gerðist fréttamiðill í æ ríkari mæli. Umfram allt hefur blaðið lagt áherslu á að vera málsvari norð- lenskra byggða og hefur tekist vel upp á því sviði. Saga blaðsins er rak- in annars staðar í afmælisritinu og því óþarfi að gera það öllu frekar að umtalsefni - utan þeirra tímamóta sem urðu þegar Dagur var gerður að dagblaði í septembermánuði 1985. Þar með gat blaðið þjónað lesendum sínum mun betur en nokkru sinni fyrr. Auk þess má nefna að Dagur hefur sinnt vel kröfunni um norð- lenskar fréttir því blaðið hefur í þjón- ustu sinni blaðamenn á Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík. Nýlega var svo ráðinn blaðamaður með aðsetri í Reykjavík svo ljóst má vera að Dagur er nú betur í stakk búinn að miðla fróðleik og upplýsingum en nokkru sinni fyrr. Nú stendur Dagur í stórræðum. Á síðasta ári var ákveðið að hefja bygg- ingu nýs húss fyrir ritstjórn og skrif- stofur blaðsins og reisa um leið prentsal fyrir almenna prentun. Gert er ráð fyrir að nýja húsið verði tekið í notkun um mitt þetta ár. Þar með batnar til muna öll aðstaða fyrir starfsfólk og mun það skila sér í enn betra blaði. í þessu sambandi má minnast þess að í kveðjugrein sem birtist í Degi á sextíu ára afmæli blaðsins var þess m.a. getið að nú væri blaðið að fiytjast í nýtt húsnæði sem þá var við Tryggvabraut. Vöxtur blaðsins á þeim tíma sem liðinn er hefur verið slíkur að það hús, sem flestir töldu vel við vöxt, varð brátt of lítið og því var ákveðið að festa kaup á húsnæði við Strandgötu. Á stund- um getur verið erfitt að spá í framtíð- ina og á síðasta ári var ljóst að núverandi húsnæði dygði hvergi vax- andi fyrirtæki. Á þessum merku tímamótum í sögu Dags sendir blaðstjórn hugheil- ar kveðjur öllum starfsmönnum blaðsins, áskrifendum þess og við- skiptavinum. Dagur gegnir mikils- verðu hlutverki í norðlenskum byggðum - hann hefur stutt við bakið á mörgum þjóðþrifamálum og séð til þess að norðlenskar skoðanir hafa komist til skila. F.h. blaðstjórnar, Valur Arnþórsson formaður Dagur 70 ára 3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.