Börn og menning - 2019, Blaðsíða 10

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 10
Börn og menning10 Og hvernig eru þær myndskreyttar? Sú eina sem ég sé í fljótu bragði er bókin Jól með Láru, en myndirn- ar í henni eru sama marki brenndar og aðrar í þeim bókaflokki, þær eru í takt við fjölþjóðlegan iðnvarning ætlaðan börnum og skilja ekki meira eftir sig en ann- að í þeim geira. Ef okkur þykir æskilegt – eða jafnvel nauðsynlegt – að börn sjái spegilmynd daglegs lífs síns og umhverfis í bókunum sem þau fá í hendur, þyrftu kannski fleiri að taka sig til og sýna þennan hluta til- verunnar á skemmtilegan og vandaðan hátt, bæði í máli og myndum. Jólaundirbúningur og jólahald nútíma- barnsins er verðugt viðfangsefni. Kannski er það dálítið erfitt, því að það sem er næst okkur í tíma og rúmi getur verið viðkvæmt og vandmeðfarið. En börnin ættu að mínu mati að fá að sjá og lesa um nútíma jólahald í bók ekki síður en annað sem viðkemur lífi þeirra – og þá einmitt fjölbreytilegt jólahald, því að þessi tími hefur auðvitað ekki sömu þýðingu fyrir alla. Vonandi fáum við að sjá eitthvað slíkt í náinni framtíð. En þangað til – og auðvitað líka áfram um ókomna tíð, þrátt fyrir allar góðar viðbætur – munum við njóta þess að velta okkur svolítið upp úr nostalgíunni á þessum árstíma. Margir tengja ennþá eplalykt við jólin þótt við getum auðvitað gætt okkur á eplum allan ársins hring – og á sama hátt munum við áfram taka fram Jólin koma til að fletta á aðventunni. Einfaldar teikningar gömlu myndlýsinganna og jóla- kortanna sem bárust myndþyrstum börnum í hend- ur fyrir löngu hafa ennþá áhrif á okkur. Það er ekki fyrst og fremst vegna tæknilegrar færni myndhöfunda, heldur þeirrar einlægni og hlýju sem myndirnar bera með sér. Nándin og einfaldleikinn skapa ef til vill í huga okkar ákveðið mótvægi við hið ofhlaðna, háværa glimmerjólahald nútímans. Þarna sjáum við ímynd hinnar gleðiríku og friðsælu samveru eitt sérstakt kvöld í stað þeytingsins sem varir vikum saman. Eitt kyrrlátt, stjörnubjart kvöld þar sem tíminn stendur kyrr ofurlitla stund. Er það kannski það sem við þráum, þrátt fyrir allt? Höfundur er rithöfundur og myndhöfundur Mynd eftir Brian Pilkington úr Englajólum eftir Guðrúnu Helgadóttur.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.