Börn og menning - 2019, Page 14

Börn og menning - 2019, Page 14
Jólasveinar fyrr og nú Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Þegar jólahátíðin nálgast fara þekktar jólavættir eins og Grýla, jólasveinarnir og jóla kötturinn á stjá og gera vart við sig í mannheimum. Koma fyrstu jólasveinanna til byggða er vin- sælt fréttaefni í fjölmiðlum og Stekkjastaur, sem kemur þeirra fyrstur, ratar til dæmis ósjaldan í viðtöl til að auka tilhlökkun barnanna sem eiga þá von um eitthvað gott í skóinn. Bækur um jólasveinana og Grýlu eru gjarnan teknar fram á heimilum og í skólum og enn eru að koma út bækur með gömlum og nýjum sögum af þeim. Sum börn eru mjög spennt fyrir jólasveinunum en öðrum stendur stuggur af þeim og til er að fólk vilji helst að þeir séu bara til í sögum og ljóðum en sleppi því að líkamnast og sýna sig á aðventunni. Um það verður líklega seint nein sátt. „Segja vil ég sögu af sveinunum þeim“ Elsta og áhrifamesta barnabókin um þessar jólavættir er bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, frá árinu 1932. Hún hefur verið gefin út margsinnis síðan og er eflaust til á mörgum heimilum. Þar er meðal annars að finna kvæðið Jólasveinarnir sem æ síðan hefur ver- ið vinsælt í aðdraganda jólanna. Í kvæðinu segir frá þrettán nafngreindum sveinum sem koma til byggða einn og einn „en aldrei tveir og tveir“ (Jóhannes úr Kötlum 1983:10) og stela sér góðgerð- um á bóndabæjunum. Þótt þeir leggi af stað úr fjöllunum í langri halarófu er látið að því liggja að þeir komi á bæina í tiltekinni röð, Stekkjastaur fyrstur og Kertasníkir síð- astur á aðfangadag. Í kvæðinu leika sveinarnir lausum hala í sveitinni á meðan þeir dvelja í mannheimum og hafa líklega ekki verið aufúsugestir miðað við framferði þeirra eins og því er lýst í kvæðinu. Þeir sitja þó á strák sínum á sjálfa jólanóttina og njóta jólaljósanna. Á jóladag heldur Stekkjastaur aftur til fjalla og síðan koll af kolli þar til Kertasníkir snýr heim á þrettándanum. Í kvæðinu er látið að því liggja að þetta sé frásögn frá því í gamla daga: „Segja vil ég sögu / af sveinunum þeim, / sem brugðu sér hér forðum / á bæina heim“ (bls. 9). Þetta er áréttað í lokaerindinu: „Fyrir löngu á fjöllunum / er fennt í þeirra slóð. / – En minningarnar breytast / í myndir og ljóð“ (bls. 24). Jóhannes hefur líklega ekki séð það fyrir hvernig kvæðið varð upphaf að hefð sem hefur orðið jafn lífseig og raun ber vitni. Myndir Tryggva Magnússonar af sveinunum undir- strika að þeir voru ekkert lamb að leika sér við, enn eimdi eftir af tröllslegum uppruna þessara sona Grýlu. Í kvæðinu leika sveinarnir lausum hala í sveitinni á meðan þeir dvelja í mannheimum og hafa líklega ekki verið aufúsugestir miðað við framferði þeirra eins og því er lýst í kvæðinu.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.