Börn og menning - 2019, Page 15

Börn og menning - 2019, Page 15
15Jólasveinar fyrr og nú „Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð“ Jólasveinanna er fyrst getið í heimildum á sautjándu öld í Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi en hugmyndir um þá geta verið mun eldri. Í kvæði Stefáns kemur fjöldi þeirra ekki fram en þeir eru þar nefndir meðal barna Grýlu og Leppalúða sem öll eru brjóst- hörð, þver og þrá. Jólasveinarnir eru sagðir jötnar á hæð og skæðir börnum eins og fjölskyldan öll (Stefán Ólafsson 1885–1886). Hér er því um hreinræktaðar hræðsluvættir að ræða og því hlutverki gegndu jóla- sveinarnir næstu tvær aldirnar. Í Húsagatilskipun kon- ungs frá 1746 er foreldrum til dæmis bannað að hræða börn og skuli „sá heimskulegi vani, sem hér og þar skal hafa verið brúkanlegur í landinu, að hræða börn með jólasveinum eður vofum alldeilis vera afskaffaður“ (Til- skipan um hús-agann á Íslandi 1973:567). Þegar kemur fram á nítjándu öld hefur ímynd jóla- sveinanna mildast nokkuð, þeir eru þó enn stórkarlaleg- ir, hrekkjóttir og þjófóttir en hættir að borða börn. Tala jólasveinanna hefur verið nokkuð á reiki í heimildum en í handriti frá átjándu öld eru þeir sagðir þrettán. Þegar þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar kom út árið 1862 eru tvær tölur nefndar, níu og þrettán. Enn þekkjum við kvæðið Jólasveinar einn og átta og sömuleiðis þjóð- vísuna: „Upp á stól / stendur mín kanna, / níu nóttum fyrir jól / þá kem ég til manna.“ Samkvæmt heimildum virðist sem talan níu eigi uppruna sinn á Norðurlandi en talan þrettán úr Dalasýslu og fellur sú tala ágæt- lega að hinum þrettán dögum jólahátíðarinnar (Árni Björnsson 1993:341–343). Árið 1860 fékk Jón Árnason nöfn þrettán jólasveina frá séra Páli Jónssyni á Myrká í Eyjafirði en hann var ættaður úr Dalasýslu. Nöfnin eru kunnugleg: Stekkjar- staur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir (Árni Björnsson 1993:343). Jóhannes úr Kötlum ólst upp í Dalasýslu og því eðlilegt að hann hefði jólasvein- ana þrettán í sínu kvæði. Nöfnin eru að mestu hin sömu og hjá Páli Jónssyni en Skyrjarmur, Pottaskefill og Hurðaskellir koma í stað þeirra Skyrgáms, Potta- sleikis og Faldafeykis. Árni Björnsson (1993) telur lík- legt að Jóhannesi séu þessi nöfn töm úr æsku sinni. Eins og lesendur kannast við þá hafa nöfnin Skyrgámur, Pottasleikir og Hurðaskellir fest við þessa sveina en hin nöfnin vikið. Þess má geta að mun fleiri jólasveinanöfn eru til í heimildum og nokkur þeirra eru kvenkyns, til dæmis Flotsokka og Sledda, en litlum sögum fer hins vegar af þeim systrum jólasveinanna. Santa Claus og íslensku jólasveinarnir Íslensku jólasveinarnir hafa orðið fyrir erlendum áhrif- „ … í langri halarófu á leið niður í sveit.“

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.