Börn og menning - 2019, Qupperneq 19

Börn og menning - 2019, Qupperneq 19
19Krúttið gerir uppreisn við myrkravættina og gert þá óskaðlega, rétt eins og jólaköttinn sem fylgir Stúfi í borgina og er sísvangur af því að hann má ekki lengur éta börn. Sú táknmynd miskunnarlausrar fátæktar er reyndar orðin að upp- lýstri jólaskreytingu á jólamarkaði á Lækjartorgi og það líkar kettinum í sögunni ekki þótt hann fúlsi ekki við smákökum og kakói (og reyndar ekki heldur ruslaföt- um, ljósastaurum, kústum og fleira góðgæti). Stúfur er tilvalin söguhetja, því að hann er minnsti jólasveinninn og fremur skaðlaus og börn líta oft á hann sem einhvers konar jafningja sinn. Eva Rún set- ur hann líka að vissu leyti í hlutverk barns í sögunni, bræður hans kalla hann „krútt“ þótt honum sé líka lýst sem síðskeggjuðum og hvíthærðum karli, en öll hans framkoma minnir meira á uppátækjasaman en hjálp- fúsan krakka. Á ferðinni um miðborgina verða á vegi hans ýmis kunnugleg mótíf og persónur en einnig það sem nútímabörn þekkja og tengja jólunum: snjór, jólamarkaður með rauðklæddri lúðrasveit og epli, svo eitthvað sé nefnt. Höfundur vísar líka til gulra og sting- andi augna jólakattarins (Jóhannes úr Kötlum talar um glóandi glyrnur) og vandarins sem Grýla notaði til að strýkja syni sína áður fyrr. Kötturinn – og hjálpsemin – leggjast á eitt við að koma Stúfi í klípu en með aðstoð þingkonudótturinnar Lóu fer þó allt vel að lokum. Bækurnar í Ljósaseríu Bókabeitunnar – þessi er reyndar merkt Jólaljósaseríunni, sem er vel til fundið – eru ætlaðar börnum sem eru nýlega byrjuð að lesa og Stúfur hættir að vera jólasveinn þjónar þeim tilgangi vel. Umhverfið er notalega kunnuglegt og sagan fjörug og þótt sum orðin séu löng ættu ungir lesendur alveg að geta stautað sig í gegnum þau. Það er ekki heldur verið að slá neitt af eða einfalda orðaforðann of mikið, sem er vel. Hvernig eiga börn að læra ný orð ef þau fá aldrei að sjá ný orð? Blær Guðmundsdóttir myndskreytir söguna skemmti lega, fylgir textanum fremur vel eftir en bætir um leið við hann ýmsum smáatriðum sem gera söguna ljóslifandi. Af öðrum myndum ólöstuðum er uppá- haldsmyndin mín á bls. 51, þar sem jólakötturinn er skyndilega orðinn áttfættur og það af góðum og gildum ástæðum! Stúfur er tilvalin söguhetja, því að hann er minnsti jólasveinninn og fremur skaðlaus og börn líta oft á hann sem einhvers konar jafningja sinn. Höfundur er þýðandi og rithöfundur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.