Börn og menning - 2019, Page 39

Börn og menning - 2019, Page 39
39Heimsmynd okkar bý í tungumálinu Börn skrópa í skólanum til varnar framtíð sinni og hljóta lof hjá sumum og, ótrúlegt en satt, last hjá öðr- um. Flestir hinna fullorðnu kjósa hins vegar að sigla áfram skeytingarlausir í viðjum vanans, una börnunum þessa brölts án þess að taka skýra afstöðu með eða á móti. Hvers vegna? Getur það verið vegna þess að við erum ekki nógu læs á samtíð okkar og framtíð? Verkefni framtíðarinnar eru vissulega gríðarstór. Svo stór að orðaforði okkar flestra nær vart utan um þau eins og Andri Snær nefnir. Orð og hugtök eins og súrn- un sjávar, sjálfbærni og loftslagsmál hafa varla nokkra þýðingu fyrir okkur. Þau eru ofar okkar skilningi. Heimsmynd okkar býr í tungumálinu. Til að geta tekist á við verkefni framtíðarinnar verðum við að geta náð utan um stór orð og hugtök. Það þarf öfluga hugs- uði til að fanga svona stór orð. Og orðin búa í bók- unum – í barnabókunum fá ungir lesendur, hugsuðir framtíðarinnar, tækifæri til að stækka heimsmynd sína og verða læsir. Svo kastað sé fram sannri klisju er vald- eflandi að vera læs. Klisjan er nefnilega dagsönn. Að vera læs krefst þess að vera fær í að túlka fjölbreytt myndmál, hljóð, tákn, hreyfingar og ótalmargt fleira. Já, að vera læs er að geta túlkað umhverfið. Að geta fangað hin stóru orð. Þess vegna er svo mikilvægt – raunar bráðnauðsynlegt – að stórefla alla umræðu um bækurnar þar sem orðin búa. Einungis þannig veitum við börnunum okkar (og okkur sjálfum) tækifæri, bæði til að njóta allra þeirra lystisemda sem lífið býður upp á en ekki síst valdið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Sé okkur raun- veruleg alvara með því leggjum við ofuráherslu á lestur og samtal um bækur. Bækur á heiðurslista Íslandsdeildar IBBY fyrir árið 2020. Verkefni framtíðarinnar eru vissulega gríðarstór. Svo stór að orðaforði okkar flestra nær vart utan um þau eins og Andri Snær nefnir.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.