Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 28
Diljá Mist Einarsdóttir leynir á sér í eldhúsinu og bakar meira en margan myndi gruna. Henni finnst samveran við matar- borðið með sínu besta fólki, eiginmanninum og tveimur börnum vera dýrmætustu stundirnar. sjofn@frettabladid.is Diljá hefur gaman af því að baka og töfra fram góðar kræsingar með kaffinu fyrir fjölskyldu og vini. „Ég hef sérstaklega gaman af því að baka. Ég er mjög virk og orkumikil og ég róast heilmikið niður við að baka og elda,“ segir Diljá og finnst það góð leið fyrir hugleiðslu að bardúsa í eldhúsinu. Diljá er líka mikil selskapskona og finnst ekkert skemmtilegra en að fá fólkið sitt í mat og kaffi. „Heimilið okkar er mikil miðstöð fyrir hittinga hjá vinum og fjöl- skyldu og við erum ávallt tilbúin að taka á móti gestum.“ Boðin og matargerðin er breytileg eftir árstíðum, veðrum og vindum og hlutverkaskipting hjónanna eftir því. „Eins og hjá mörgum breytist matargerðin og baksturinn á sumrin en þá grillum við meira og þá færist ábyrgðin af eldamennskunni líka frá mér og yfir á eiginmanninn,“ segir Diljá og brosir sínu einlæga brosi. Matarboð einu sinni í viku hjá mömmu og pabba Stórfjölskylda Diljár heldur í þá hefð að hittast vikulega og borða saman sem er ein af uppáhalds gæðastundum Diljár. „Stórfjöl- skyldan, ég, eiginmaður minn og börnin, bræður mínir, afi minn og einnig ömmusystir hittist að minnsta kosti vikulega hjá mömmu og pabba. Þar er oftast lambakjöt á borðum, læri eða hryggur með sveppasósu, blóm- kálsgratíni, rifsberjasultu og Ora- fjölskyldunni, sem er rauðkál og baunir. Síðan kringum veiðitíma- bilið hjá eiginmanninum gerum við okkur gjarnan dagamun með villibráðarveislum sem eru hreint lostæti.“ Diljá segist vera mikill unglingur í sér þegar kemur að mat og í raun sé hún fremur matvönd. „Ég er mikill unglingur þegar kemur að mat og held mest upp á pítsur og pasta. En verandi alin upp við villi- bráð er hún líka í miklu uppáhaldi, sérstaklega rjúpa, önd og gæs.“ Svo er ég mikið fyrir alvöru kók, sykrað kók, þannig að ég er líka mikill unglingur þegar kemur að drykkjarvali.“ Trúnaðarupplýsingar úr eldhúsinu Ertu til í að koma á trúnó og ljóstra upp leyndarmáli sem þú átt í eld- húsinu? „Helstu trúnaðarupplýsingar Rósavöfflur ömmu Susie með baunasalati „Ég hef sérstaklega gaman af því að baka,“ segir Diljá Mist lögfræðingur, sem starfar í dag sem aðstoðarmaður utan- ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rósavöfflur ömmu Susie ásamt bauna- salatinu. Svona lítur rósettujárnið út sem Diljá notar við baksturinn. mínar úr eldhúsinu eru þær að ég get ekki giskað eða slumpað á neitt, ég verð að vera með allt uppáskrifað upp á gramm. Síðan get ég ekki smakkað sjálf til, þarf alltaf að fá einhvern annan í það.“ Djúpsteiktar vöfflur gerðar með rósettujárni Diljá á nokkra uppáhaldsrétti sem hafa fylgt fjölskyldunni í áranna rás og minningar tengdar þeim. Amma hennar, Susie, skipar stóran sess í hjarta hennar og minningar frá heimsóknum snúast margar um gæðastundirnar við kaffi- borðið þar sem hún bar fram ljúf- fengar kræsingar. „Það var alltaf gestkvæmt hjá Susie ömmu minni. Til þess að vera ávallt viðbúin að taka á móti gestum átti hún oftast til það sem hún kallaði rósavöfflur. Þetta eru einhvers konar djúp- steiktar vöfflur með þar til gerðu rósettujárni. Líkjast einna helst laufabrauði og geymast einstak- lega vel. Hún bar þær yfirleitt fram með majónesbaunasalati. Við höfum haldið í þessa hefð, en breytum stundum út af venjunni, berum þær til dæmis fram með rjóma og ávöxtum, ferskum aspas, hráskinku og piparrótarsósu og svo framvegis. Ég fékk matarklúbb- inn minn í mat á dögunum og bar þá fram rósavöfflur með ferskum aspas og hráskinku í forrétt sem vakti mikla kátínu matargesta.“ n Rósavöfflur ömmu Susie U.þ.b. 40 stk. 2 egg 2 msk. sykur smá salt 1 bolli mjólk 1 bolli hveiti (stundum aðeins meira). Byrjið á því að hræra létt saman egg, sykur og salt. Síðan er mjólk og hveiti bætt saman við, hrærið þar til blandan er kekkjalaus. Vöffl- urnar eru steiktar í olíu með þar til gerðum rósettujárnum. Baunasalat ömmu Susie ½ dós Ora gulrætur og grænar baunir ½ dós majónes (minnsta dósin) ½ dós sýrður rjómi kryddið til með chili explosion kryddi og smá pipar eftir smekk. 4 kynningarblað A L LT 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.