Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 31
29
2. tafla. Yfirlit yfir dagsetningar þegar líkur á haustfrosti eru meiri en 10%.
Staður 1961-70 1971-80 1981-90 1961-1990
Staðarhóll 5.sep 4.sep 19.ágú 27.ágú
Þingvellir-Heiðarbær lO.sep 13.sep 3.sep 13.sep
Reykjahlíð 7.sep 14.sep 19.sep 16.sep
Egilsstaðir 20.sep 9.sep 21.sep 21.sep
Eyrarbakki 29.sep 20.sep 20.sep 28.sep
Hæll 3.okt 20.sep l.okt 30.sep
Akureyri 30.sep 28.sep 28.sep 30.sep
Húsavík 28.sep 29.sep 30.sep 30.sep
Mánárbakki 30.sep 29.sep 30.sep 2.okt
Ljósafoss-írafoss 29.sep 9.okt l.okt 2.okt
Hólar 3.okt ll.okt 3.okt 7.okt
Stórhöfði 15.okt lO.okt 12.okt 15.okt
Orka til vaxtar
Valin var sú leið að reikna hitasummu til vaxtar í daggráðum byggðar á meðalhita
hverrar dagsetningar fyrir sig á tímabilinu 1961-1990. Miðað var við 5 °C sem grunn
þannig að t.d. dagsmeðalhiti uppá 7 telur 2 daggráður. Miðað var við tímabilið frá 1.
janúar fram til þess dags þegar líkur á haustfrosti telst vera meiri en 10%. Jafnframt
voru reiknaðar tölur á borð við ársmeðalhita, tetraterm (meðalhiti júní, júlí, ágúst og
september) og pentaterm (meðalhiti maí, júní, júlí, ágúst og september).
3. tafla. Yfirlit yfir ýmsar hitatölur sem taldar eru skipta máli fyrir tijávöxt.
Árs- Hámark Hitasumma- Meðalh.
Staður meðaltal Tetraterm Pentaterm (júní-sept.) vaxtar (feb.-mars)
Eyrarbakki 4,1 9,4 8,7 12,5 631 0,0
Akureyri 3,3 9,0 8,3 12,9 612 -1,4
Ljósafoss 3,8 9,2 8,6 12,3 607 -0,6
Hólar 4,5 9,1 8,4 11,4 605 0,9
Hæll 3,6 9,1 8,4 12,7 593 -0,7
Húsavík 3,4 8,8 8,1 11,9 588 -1,0
Egilsstaðir 3,0 8,7 7,9 13,0 547 -1,6
Stórhöfði 4,8 8,7 8,1 10,7 547 1,8
Þingvellir 2,9 8,5 7,9 12,4 490 -1,5
Reykjahlíð 1,5 8,1 7,2 11,9 484 -3,8
Staðarhóll 2,1 8,0 7,3 12,7 444 -2,7
Mánárbakki 2,8 7,7 6,9 10,9 434 -1,3
Vetrarhiti
Til að meta mestu frosthörkur var útbúið yfírlit fyrir lægsta hitastig hvers árs fyrir
allar veðurstöðvamar sem vom í skoðun (sjá 3. og 4. mynd).