Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 65
63
framleiðslu og (c) blár stuðningur, sem greiðist út á tilgreindar landstærðir eða
ákveðinn fjölda búfjár samfara framleiðslutakmörkunum.
Samkvæmt Cancun-tillögunum skulu öll þróuð lönd minnka markaðstruflandi
stuðning verulega umfram það sem náðist fram í Urugay-lotunni og þau ríki mest sem
mestan stuðning veita í þessum flokki. Síðan segir, að heildarstuðningur (AMS), sem
er samanlagður opinber stuðningur og verðstuðningur, en hann getur falist í
opinberum verðákvörðunum eða öðrum beinum verðstýrandi aðgerðum, skuli minnka
um tiltekið hlutfall (þó breytilegt innan ákveðinna marka). Engar tölur eru nefndar, en
miðað við þær tillögur sem fram voru komnar áður, má ætla að þessi niðurskurður
verði a.m.k. á bilinu 50-60%. Þessu til viðbótar er lagt til að hámark stuðnings við
einstakar greinar verði fryst miðað við þann stuðning sem viðkomandi grein naut á
tilteknu árabili, líklega árin 2000-2002. Þetta er nýtt ákvæði og mun, ef af verður,
koma í veg fyrir að unnt sé að taka upp stuðning á þessu formi við nýjar greinar eða
færa mikið milli greina. Hingað til hefur skuldbindingin miðast við landbúnaðinn í
heild.
Blár stuðningur skal að hámarki nema 5% af heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar
eins og hún var 2000-2002 og skal jafnframt skorinn niður um a.m.k. x% á ári í önnur
x ár. Hér ber svo við, að blái stuðningurinn er ekki síður settur undir öxina en sá guli.
Við höfum ekki notað þetta form, en niðurskurðurinn minnkar verulega möguleika
okkar til að færa stuðning í þessa átt, þótt hugsanlega verði þama nokkurt svigrúm.
Loks segir að skilyrði fyrir grænum stuðningi skuli endurskoðuð með það fyrir augum
að tryggja, að stuðningurinn hafi engin eða lágmarks markaðstmflandi áhrif eða áhrif
á framleiðslu. í sjálfu sér felst engin stefnubreyting í þessu, en e.t.v. verður tekið
fastar á því en hingað til, hvað menn skilgreina sem grænan stuðning.
B. Markaðsaðgangur
Mælt er fyrir um verulega aukinn markaðsaðgang en aðferðafræðin er breytileg.
a) Fyrir ákveðinn hluta af búvömm skal lækka tolla að meðaltali um x% en að
lágmarki um y%. Fyrir viðkvæmustu vömmar má beita samspili tollalækkana
og aukinna tollkvóta. Ekki er vel ljóst hvað hér er átt við eða hveijar
lækkunarkröfumar verða.
b) Svokallaðri svissneskri formúlu verði beitt á ákveðinn hluta búvara, en hún
felur það í sér að hærri tollar lækka hlutfallslega meira en lægstu tollar.
c) Ákveðinn hluti búvara skal vera tollfrjáls. í þessu sambandi er rétt að minna á
að búvömr em miklu víðtækari vömflokkur en þær vömr, sem við framleiðum
og viljum verja og fjölmargar em fluttar inn án tolla.
Til viðbótar framansögðu er mælt fyrir um þak á tolla, þannig að allir tollar yfir
tilgreindu hámarki skuli lækkaðir að því. Þótt hámarkið liggi ekki fyrir, em
vísbendingar um að ESB og Bandaríkin hafi rætt um tölur á bilinu 100 - 150%.
Samhliða þessu yrðu magntollar aflagðir, en það em tollar, sem lagðir em á sem
krónur á einingu en ekki % á innflutningsverð. Hér er þó gert ráð fyrir, að örfáir
vömflokkar (væntanlega að vali hvers ríkis) geti verið undanþegnir tollaþakinu
samkvæmt nánari skilyrðum. Loks er mælt fyrir um lækkun tolla á vömr, sem fluttar
era inn samkvæmt tollkvótum.