Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 155
153
2. tafla. Samhengi milli mældra gilda (X) og spágilda (Y) fyrir streymi næringarefna
gegnum meltingarveginn, leiðrétt fyrir kerfisbundnum mun milli tilrauna (Huhtanen,
Aðhvarfslíking R2 SEP1-1 n2) Spönn3)
Flœði um skeifugöm
Lífrænt efni Y=1,003X-0,015 0,99 4,6% 60 1,79-11,06
NDF Y=l,002X-0,004 0,99 4,4% 61 0,53-4,63
Frumuinnihald4) Y=l,006X-0,022 0,98 6,6% 60 1,19-6,55
Hráprótein alls Y=l,004X-0,008 0,99 5,3% 61 0,65-3,63
Örveruprótein Y=l,005X-0,006 0,98 6,3% 61 0,41-2,14
Útskilið í saur
Lífrænt efni Y=l,002X-0,005 0,99 3,6% 61 0,90-5,63
NDF Y=l,003X-0,005 0,99 4,9% 61 0,50-3,73
Frumuinnihald Y=l,008X-0,007 0,98 6,5% 61 0,40-2,00
Hráprótein Y=l,006X-0,004 0,98 8,0% 61 0,19-1,06
11 Staðalskekkja spágilda =
VŒ(Xi-Yiýln
X
3) Spönn fyrir mæld gildi (kg/dag), þ.e. lægsta-hæsta gildi
NDF
2) Fjöldi tilraunameðferða
4) Frumuinnihald= Lífr. efhi -
Eins og sjá má á 2. töflu er mjög gott samræmi milli spágilda Karólínu og mældra
gilda varðandi ýmsar lykilstærðir meltingar. Staðalskekkja spágilda (SEP=standard
error of prediction) er mælikvarði á það hve mismunur spágildis og mælds gildis er að
meðaltali mörg % af meðaltalsgildi þeirrar breytu sem um er að ræða hverju sinni.
SEP er því sambærilegur mælikvarði og CV (coefficient of variation). Ef SEP væri 0
þá væm spágildin alltaf nákvæmlega jöfn mældu gildunum, en það verður seint; ekki
bara vegna þess að líkanið spái ekki nógu nákvæmlega, heldur líka vegna þess að
alltaf er einhver skekkja í mældu gildunum. Gildin fyrir SEP í 2. töflu em á bilinu
3,6-8,0% sem er mjög ásættanlegt, í ljósi þessa. í tilraunum er oft talið eðlilegt að CV
sé nálægt 5%, en fyrst þegar það fer yfir 10% er það orðið óeðlilega hátt.
3. tafla. Samhengi milli spágilda (X) og mældra gilda (Y) fyrir framleiðslu mjólkur
og mjólkurefna, leiðrétt fyrir kerfisbundnum mun milli tilrauna (Huhtanen, 2004, óbirt
gögn).„
Aðhvarfslíking R2 SEP n Meðaltal
Mjólk, kg/dag Y=0.782X+5,8 0,98 4,3% 162 26,1
Orkuleiðr. mjólk, kg/d Y=0,791X+4,0 0,98 3,8% 162 27,1
Próteinmagn Y=0,844X+65 0,97 4,8% 162 852
Fitumagn Y=0,686X+52,6 0,97 5,0% 162 1123
Próteinhlutfall, g/kg Y=0,043X+31,3 0,81 2,7% 162 33,0
Fituhlutfall, g/kg Y=0,065X+39,5 0,88 4,5% 162 43,5
Rétt er að líta á 3. og 4. töflu í samhengi, þar sem þær lýsa sömu gögnum, en á ólfkan
hátt. Þegar leiðrétt er fyrir kerfisbundnum mun milli tilrauna (3. tafla) er samhengi
mældra gilda og spágilda ásættanlegt fyrir allar helstu framleiðslustærðir ef litið er á
fylgni (R2) og skekkju (SEP) en hallastuðull fyrir prótein- og fituhlutfall er þó
óeðlilega lágur, sem segir í þessu tilviki að líkanið spáir meiri breytileika í
efnahlutföllum mjólkurinnar en mæld gildi segja til um (hér eru spágildin á x-ás en
mældu gildin á y-ás, öfugt við það sem var í 2. töflu). Hallastuðullinn er í öllum
tilfellum mun lengra frá óskagildinu 1 heldur en í sambærilegu mati á lykilstærðum
meltingar (2. tafla). Án leiðréttingar fyrir kerfisbundnum mun milli tilrauna (4. tafla)
er samhengi mældra gilda og spágilda í góðu lagi fyrir mjólkurmagn, orkuleiðrétta