Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 34
32
aðstæður í hlíðum Aðaldals. Tilsvarandi dagsetning fyrir Þingvelli og Reykjahlíð er
13. og 16. september sem má túlka sem viðmið fyrir innsveitir landsins. Aðrar
veðurstöðvar raða sér í kringum mánaðarmótin september-október nema Hólar og
Stórhöfði sem eru í sérflokki um það hversu seint frystir á haustin. Með því að prófa
tijágróður fyrir haustfrostþoli 10. og 20. september mætti með einföldum hætti ná
meiri árangri við að velja réttan efnivið á ákveðin svæði og stórminnka hættuna á
alvarlegu haustkali í uppeldi og eftir gróðursetningu.
Orka til vaxtar
3. tafla gefur ágætt yfirlit yfir hitafar á vaxtartíma sem algengt er að miða við þegar
samband veðurfars og vaxtar er skoðað. í töflunni má sjá talsverðan mun á hitafari
veðurstöðvanna. T.d. kemur fram að Stórhöfði, sem er með hæstan ársmeðalhita, er
með lægstan hámarkshita á vaxtartímanum. Egilsstaðir og Stórhöfði reiknast með
sömu hitasummu til vaxtar en Egilsstaðir er með hæstan hámarkshita en Stórhöfði
með lægstan. Enginn einn dálkur segir alla söguna um hitafar til vaxtar en
hitasumman tekur þó bæði tillit til vor og sumarhita auk hættu á frosti að hausti.
Staðimir sem eru á láglendi og örlítið inn til landsins hafa hæsta hitasummu og
samræmist það vel almennum skoðunum um bestu og lökustu skógræktarskilyrði.
Vetrarhiti
Með vetrarhita er hér átt við mánuðina febrúar og mars. Sem mælikvarða á
loftslagsgerð má skoða hitamismun kaldasta og heitasta mánaðar. Það kemur ekki á
óvart að þessi hitamunur er mestur hjá veðurstöðinni í Reykjahlíð. Vetrarkuldi er
talinn jákvæður fyrir tijágróður til að hindra ótímabæra losun dvala að vetri með hættu
á vorkali. Samkvæmt því ættu Reykjahlíð og Staðarhóll að vera í sérflokki hvað
varðar litla hættu á vorkali en það samræmist ekki niðurstöðum þessarar skýrslu.
Almennt þola tré afar mikinn kulda yfir veturinn og kaldir vetur draga úr óæskilegum
bruna og orkutapi í trjánum. Vetrarkuldi hefur óbein áhrif á vöxt og þrif grenitrjáa
með því að draga úr vexti sitkalúsar. Hörð frost geta á vöxt sitkalúsar að vetrinum og
frost sem eru harðari en -13°C eru geta slegið verulega á stofnstærð lúsarinnar
(Guðmundur Halldórsson et al., 2001)). Með því að skoða söguleg gögn má gera sér
grein fyrir hvaða staðir eru vel varðir fyrir sitkalús vegna frosta. Ef miðað er við -
12°C sem lágmarksfrost til að hafa áhrif er Hólar og Stórhöfði í hættu flest ár. Ef
miðað væri við -15°C myndi Húsavík, Mánárbakki, Eyrarbakki, Hæll og Ljósafoss
bætast í þennan hóp og við það stækkar áhættusvæði lúsarinnar verulega. Með
svipuðum hætti mætti meta áhrif hlýnunar á áhættusvæði gagnvart lús og öðrum
skaðvöldum á tijám sem eru viðkvæmir fyrir vetrarkuldum t.d. ef lágmarkshiti vetrar
myndi hækka um 2-3°C.
Heimildír
Veðurstofa íslands 2003. Daggildi fyrir meðalhita, hámarkshita og lágmarkshita, tímabilið 1961 til
1990 fyrir Akureyri, Egilsstaði, Reykjahlíð, Staðarhóll, Húsavík, Mánárbakka, Þingvelli-Heiðarbæ,
Hæl, Ljósafoss-írafoss, Eyrarbakka, Hóla og Stórhöfða
Guðmundur Halldórsson, Maureen Docherty, Edda Sigurdís Oddsdóttir and Keith Day; (2001); The
performance of different populations ofthe green spruce aphid (Elatobium abietinum Walker) at
different temperatures: Icelandic Agricultural Sciences: 14:75-84
J