Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 274
272
Á vetuma em hinsvegar allar plöntur í dvala og vistkerfið tapar stöðugt kolefni. Þá er
jarðvegur hinsvegar að jafnaði frosinn og þá hægir mjög á niðurbroti og rotnun.
Nákvæmt mat á kolefnisbindingu skógarins fæst með stöðugum mælingum yfir heilt
ár.
Á fjómm graslendum svæðum á Fljótsdalshéraði var að jafnaði um 97% kolefnisforða
vistkerfisins í jarðvegi (Amór Snorrason o.fl. 2002). í lerkiskógum í nágrenninu
reyndist 70-90% kolefnisforðans vera neðanjarðar, eftir aldri skógarins (Amór
Snorrason o.fl. 2002). Það er því ljóst að nauðsynlegt er að íhuga vel hugsanleg áhrif
ræktunnar á kolefnisforða jarðvegs þegar kolefnisbinding nýskógræktar er áætluð.
Iðufylgnitæknin gefur tækifæri til að mæla kolefnisbindingu skógræktarsvæða með
beinum hætti. Aðeins ein slík mæling hefur áður farið fram á Islandi, það var yfir
asparskóginum í Gunnarsholti á Rangárvöllum (Bjarni D. Sigurðsson 2003). Það var
árið 1997, sjö ámm eftir gróðursetningu skógarins, en hann reyndist þá binda um 1 t
af kolefni á hektara á ári (Valentini 2000).
Rannsóknir sem þessar auka fræðilegan skilning okkar á ferlum náttúmnnar og gefa
einnig mikilvægt innlegg fyrir íslensk stjómvöld þegar þau þurfa að rökstyðja
útreikninga á kolefnisbindingu með skógrækt.
Þakkir
Héraðsskógum, Austurlandsskógum, Suðurlandsskógum, Vesturlandsskógum, Skjól-
skógum á Vestfjörðum, Norðurlandsskógum, Seðlabanka fslands, Bygginga og tækja-
kaupasjóði RANNÍS, og Tæknisjóði RANNÍS er þakkaður stuðningur við verkefnin.
Brynhildur þakkar NOS-N, NorFA og finnsku vísindaakademíunni fyrir fjárhagslegan
stuðning sem gerir henni kleift að nota þetta verkefni til doktorsgráðu við Háskólann í
Lundi.
Heimildir
Amór Snorrason, Bjami D. Sigurdsson, Gretar Guðbergsson, Kristín Svavarsdottir & Þorbergur H.
Jónsson. 2002. Carbon sequestration in forest plantations in Iceland. Icelandic Agricultural Sciences
15:79-91.
Ásrún Elmarsdóttir, Bjami .D. Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson, Ólafur K. Nielsen & Borgþór
Magnússon. 2003. Áhrif skógræktar á lífríkið. Ráðunautafundur 2003: 107-111.
Bjami D. Sigurðsson. 2003. Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti I. Einn mest rannsakaði skógur landsins.
Skógrœktarritið 2003(1): 67-73.
Grelle, A. & A. Lindroth. 1996. Eddy-correlation system for long-term monitoring of fluxes of heat,
water vapour and C02. Global Change Biology 2: 297-307.
Umhverfisráðuneytið 2003. Stefnumörkun Ríkisstómar íslands um ráðstafanir til að standa við
skuldbindingar loftslagssamningsins og Kyoto-bókunarinnar. Skýrsla. 7 bls.
Valentini, R., Matteucci G., Dolman A.J., Schulze E.-D., Rebmann C., Moors E.J., Granier A., Gross
P., Jensen N.O., Pilegaard K., Lindroth A., Grelle A., Bemhofer C., Griinwald T., Aubinet M.,
Ceulemans R., Kowalski A.S., Vesala T., Rannik U., Berbigier P., Loustau D., Jón Guðmundsson,
Halldór Þorgeirsson, Ibrom A., Morgenstem K., Clement R., Moncrieff J., Montagnani L., Minerbi S.
& Jarvis P.G. 2000. Respiration as the main determinant of carbon balance in European forests. Nature
404: 861-865.