Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 156
154
mjólk og próteinmagn, heldur lakara fyrir fitumagn, en afleitt fyrir prótein- og
fituhlutfall í mjólk.
Ef við hugleiðum svo aðeins muninn á því sem 3. tafla og 4. tafla segja okkur, þá er
það svo að með leiðréttingu fyrir kerfisbundnum mun milli tilrauna er verið að taka út
breytileika af völdum þátta í einstökum tilraunum sem ekki eru skýrðir með tölulegum
hætti, svo sem mismunandi tilraunaskipulagi, fóðrunaraðferðum (tíðni o.fl.),
mælingaaðferðir, mannlegum þætti í mælingum, kúakyni, loftslagi, óskilgreindum
þáttum í fóðri o.fl. Þegar þessi leiðrétting fyrir áhrifum einstakra tilrauna er ekki
viðhöfð, er afleiðingin sú að stuðlar aðhvarfslíkingarinnar (hallastuðull og
skurðpunktur) eru ekki rétt metnir, og þá gjaman þannig að þeir líta betur út
(hallastuðull nær 1 og skurðpunktur nær 0) heldur en þegar leiðrétt er fyrir áhrifum
tilrauna. Án leiðréttingarinnar er óútskýrður breytileiki einnig mun meiri en ella (St-
Pierre, 2001) . Þetta má hvorttveggja sjá við samanburð á 3. og 4. töflu. Með öðmm
orðum virðist rétt að taka meira mark á því sem 3. tafla sýnir, en samanburðurinn við
4. töflu sýnir hins vegar að það er ekki alveg sama hvemig svona prófanir em
framkvæmdar.
4. tafla. Samhengi milli spágilda (X) og mældra gilda (Y) fyrir framleiðslu mjólkur
og mjólkurefna, án leiðréttingar fyrir kerfisbundnum mun milli tilrauna (Huhtanen,
2004, óbirt gögn).
Aðhvarfslíking R2 SEP1) N25 Meðaltal
Mjólk, kg/dag Y=0,997X+0,6 0,91 7,9% 162 26,1
Orkuleiðr. mjólk, kg/d Y=0,958X-0,4 0,90 8,2% 162 27,1
Próteinmagn Y=0,947X-31,9 0,86 9,7% 162 852
Fitumagn Y=0,842X+93,6 0,73 13,9% 162 1123
Próteinhlutfall, g/kg Y=0,096X+29,4 0,17 5,6% 162 33,0
Fituhlutfall, g/kg Y=0,293X+29,4 0,07 12,5% 162 43,5
4. Möguleikar og takmarkanir líkansins - lokaorð
Af þeim prófunum sem hér hafa verið raktar og öðram sem ekki hafa verið tilgreindar
má ráða að hermilíkanið Karólína virðist geta metið með mjög ásættanlegri nákvæmni
allar helstu lykilstærðir meltingar. Sá hluti líkansins sem lýsir efnaskiptunum er enn
ekki jafn vel þróaður og meltingarhlutinn, en líkanið er þó fært um að meta
framleiðslu mjólkur, orkuleiðréttrar mjólkur, sem og prótein- og fitumagn með vel
viðunandi nákvæmni. Nokkuð er hins vegar enn í land með að efnahlutföll í mjólk
séu metin nægilega vel, en unnið er að úrbótum á því sviði. Framangreindar ályktanir
byggja á samanburði spágilda Karólínu við mæld gildi úr alls 162 tilraunameðferðum
úr fjölbreytilegum mjólkurframleiðslutilraunum á Norðurlöndunum, en ekki er hægt
að fullyrða um hvort þessar ályktanir um getu líkansins gilda við mjög ólíkar
aðstæður. Á næstu vikum verður unnið að frekari prófunum. Meðal annars munu
verða notuð nýleg íslensk gögn úr tilraun á Stóra-Armóti (Bragi L. Ólafsson o.fl.,
2002).
í þessu verkefni hefur verið unnið nokkuð náið með aðilum í leiðbeiningaþjónustunni
á Norðurlöndunum, sem hafa verið virkir í prófunum á líkaninu og komið með
ábendingar um ýmislegt sem betur mætti fara í þróun þess. Ekkert bendir til annars en
að markmið verkefnisins náist, þ.e. að Karólína geti nýst til að auka nákvæmni í
J