Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 154
152
samsvari 25 MJ af orku (Vermorel, 1978) sem er viss einföldun því að hvert kg
fituvefs inniheldur 39,3 MJ/kg og hvert kg af vöðva-og bandvefs inniheldur 23,6
MJ/kg. Því er ekki rétt að taka of hátíðlega þungabreytinguna sem slíka, en meira um
vert er að líta á orkujafnvægið, sem reiknast út ffá orkutapi/viðbót (MJ/d) úr vöðva-
og bandvef annars vegar og fituvef hins vegar. Einnig er hægt að líta einangrað á
jafnvægi fituvefs eða vöðva-og bandvefs.
Lítil takmörk eru fyrir því hvað hægt er að láta líkanið framleiða af niðurstöðum. Auk
þess sem áður var getið er m.a. hægt að fá fram niðurstöður um meltanleika ýmissa
næringarefna í vömb eða alls í meltingarveginum, varmaframleiðslu kýrinnar og
nýtingu orku á ýmsum stigum (brúttóorka, meltanleg orka, breytiorka, nettóorka).
3. Prófunarniðurstöður
Þegar hermilíkön eru prófuð, eru nokkrar aðferðir einkum notaðar:
Greining á “hegðun” líkansins (behavioural analysis): Þá er skoðað hvort líkanið
kemur með niðurstöður sem eru í samræmi við það sem almennt mætti búast við út frá
þeim gögnum eða forsendum sem gefnar eru. T.d. mundi maður ætla að aukið magn
fóðurs (át) að óbreyttri samsetningu þess ætti að leiða til þess að Karólína
“framleiddi” meiri mjólk. Ef það gerist ekki er eitthvað að. Svona prófanir fara
yfirleitt fram á fyrstu stigum í þróun hermilíkana.
Næmnisathuganir (sensitivity analysis), eru einnig mjög mikilvægar, ekki síst við
frumþróun líkana. Með þeim er skoðað hversu mikil áhrif tölugildi ákveðinna
drifbreyta hafa á niðurstöður. Sem dæmi um mikilvæga drifbreytu í Karólínu skv.
slíkum næmnisathugunum er niðurbrotsstuðull fyrir NDF (kdNDp), gildi hans hefur
mikil áhrif á meltanleika, orkunýtingu og þar með framleiðsluspá líkansins. Það er í
góðu samræmi við það sem niðurstöður tilrauna sýna.
Samanburður á spágildum líkans við mœld gildi úr tilraunum. Slíkar prófanir eru
algerlega nauðsynlegar til að skera úr um hvort líkanið gefur niðurstöður sem eru í
samræmi við það sem vænta má í raunveruleikanum, og þá til að bæta úr því sem ekki
virðist virka rétt. Þungi á slíkar prófanir eykst eftir því sem líður á þróun líkansins.
Mikið hefur verið unnið að slíkum prófunum á Karólínu undanfarin misseri. Hér á
eftir verða rakin dæmi um niðurstöðumar.
í 2. töflu em niðurstöður úr samanburði mældra gilda og spágilda fyrir ýmsar
lykilstærðir varðandi meltingu, annars vegar vambarmeltingu (flæði efna um
skeifugöm er mælikvarði á það) og hins vegar heildarmeltingu (efni í saur em
mælikvarði á það). í 3. töflu er hliðstæður samanburður mældra gilda og spágilda
fyrir mikilvægustu framleiðslustærðir, þ.e. mjólkurmagn, magn orkuleiðréttrar
mjólkur, fitu- og próteinmagn og fitu- og próteinprósentu. í báðum tilfellum (2. og 3.
tafla) er byggir samanburðurinn á aðhvarfsgreiningu milli mældra gilda og spágilda
þar sem auk þess er leiðrétt fyrir kerfisbundnum mun á milli tilrauna (St-Pierre, 2001).
í 4. töflu er samskonar greining og í 3. töflu, nema hvað ekki er leiðrétt fyrir
kerfisbundnum mun á milli tilrauna.
J