Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 51
49
Kjötafurðir
Arið 1983 var árleg neysla kindakjöts 45,3 kg/mann en árið 2003 var neyslan komin
niður í 21,9 kg/mann. Neyslan innanlands hafði því minnkað um 23,4 kg/mann eða
um 51,5% á 21 ári. Á sama tímabili hefur alifuglakjöt farið úr 4,3 kg/mann í 18,8 kg
eða aukist um 14,5 kg/mann eða 437% og svínakjöt úr 3,8 kg/mann í 20,6 kg sem er
aukning um 16,8 kg/mann eða 542%. Neysla á nautgripakjöti hefur aukist úr 8,8
kg/mann í 12,5 kg/mann eða um 42%, en sú aukning var nær eingöngu á tímabilinu
1983 til 1987. Síðan þá hefur neyslan verið nær stöðug. Neysla á hrossakjöti hefur
dregist saman á tímabilinu úr 3,2 kg/mann í 1,7 kg/mann eða um 46,9 %.
Heildarkjötneyslan var 65,3 kg árið 1983. Hún minnkaði síðan í nokkur ár en frá árinu
1994 þegar hún var 58,7 kg/mann hefur hún aukist jafnt og þétt og var komin í 75,4
kg/mann árið 2003 (Hagstofa íslands 2004).
Árið 1983 var kindakjöt 69% af allri kjötneyslu landsmanna en það var komið niður í
29% árið 2003. Á sama tíma hafði alifuglakjöt aukist úr 7% í 25%, svínakjöt úr 6% í
27% og nautakjöt Úrl3%íl7%af allri kjötneyslu landsmanna.
Heildameyslan á kindakjöti var 10.730 tonn árið 1983 en var komin í 6.348 tonn árið
2003 og hafði því minnkað um 40,8 %. Neysla á alifuglakjöti jókst á sama tímabili úr
1.025 tonnum í 5.454 tonn og á svínakjöti úr 890 tonnum í 5.971 tonn.
Útflutningur á kindakjöti er nokkuð breytilegur milli ára og erfitt að sjá þróunina en
árið 2002 vom flutt út 1.518 tonn (Bændablaðið 2003). Til Færeyja fór 28,2% af
kjötinu, til Noregs 21,2%, Danmerkur 17,2%, Ítalíu 8,7% og Bandaríkjanna 3,6%.
Viðbrögð við breyttum neysluvenjum
Mjólkurafurðir
Mjólkuriðnaðurinn hefur bmgðist við minnkandi mjólkumeyslu með aukinni
vömþróun. Framboð hefur aukist á nýjum ostategundum og vömþróun á skyri skilaði
miklum árangri á ámnum 1999 til 2001. Fjöldi nýrra mjólkurvara hefur verið
markaðssettur og er markfæði (e. functional food) þar á meðal. Þessar vömr vega ekki
þungt þegar magnið er skoðað en því meira þegar litið er á verðmætið.
Neysla innlendra mjólkurvara mun líklega ekki aukast og gott er ef tekst að halda í
horfinu. Mjólkuriðnaðinum hefur tekist vel að bregðast við breytingum og hefur getað
flutt inn nýjungar, sem byggjast á erlendum rannsóknum og vömþróun.
Grænmeti
Ganga má út frá því að neysla grænmetis muni aukast á næstu ámm en spumingin er
hver hlutur innlendu framleiðslunnar verður. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins
hefur framboð innflutts grænmetis aukist hraðar en framboð innlendu framleiðslunnar.
Tollvemdin hefur minnkað og innlendir framleiðendur þurfa að búa sig undir aukna
samkeppni á grandvelli verðs og gæða. Framleiðendur hafa styrkt stöðu sína með því
að sérmerkja íslenska grænmetið.
Vemlegur heilsufarslegur ávinningur getur orðið af aukinni neyslu grænmetis og
ávaxta. Þekkt er að rífleg neysla þessara matvæla dregur úr hættu á hjarta- og
æðasjúkdómum og vissum krabbameinum. Með hverju árinu sem líður bætast við