Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 171
169
lifandi (skjólbelti og önnur tijárækt til skjóls). Því fyrr sem baggar komast af túni á
geymslustað sinn þeim mun líklegra er að heyið í þeim verkist og geymist vel. Óþarfi
er að láta plasthjúpaða bagga, jafnvel þótt snotrir séu, spilla ræktarlegum túnum og
fallegri bæjarmynd. Grétar Einarsson (2003) hefur fjallað um förgun og endurvinnslu
baggaplasts. Áminning um vandaða hirðu lausaplasts og notaðra umbúða ætti að vera
óþörf hér.
Verktaka við heyskap
Nýting fjárfestingar í vélum og tækjum ræður miklu um framleiðslukostnað heysins.
Verktaka og nágrannasamvinna eru leiðir til þess að bæta nýtinguna (Gunnar
Sigurðsson 2003 og Ásmundur Lámsson 2003). Vélagengi margra búa em vannýtt og
þar em dráttarvélar ekki undanskildar (Bjami Guðmundsson 2004). Hluti af því sem
verða ætti eftir til kaupgreiðslna ofl. fer þá til greiðslu á (föstum) kostnaði við
vélahald. Aukinn áhugi virðist vera á samnýtingu heyvinnu- og dráttarvéla á ýmsu
formi. Hún er ekki gallalaus, en kostur sem ber að kanna rækilega þegar ráðslagað er
um endumýjun og kaup véla (Ulvlund & Breen 1995, Bjami Guðmundsson og Eiríkur
Blöndal 2003).
Um nýtingu
Verkun heys og geymsla ræðst af nýtingu fjölmargra þátta: nýtingu vinnuafls og tíma,
nýtingu heys af velli og úr geymslu, nýtingu mikilvægra afl- og vinnuvéla ofl. Til
einföldunar getum við gefið okkur að nýtingartölumar liggi á bilinu 0,6-1,0.
Heildamiðurstaða heyskaparferilsins ræðst að segja má af margfeldi allra
nýtingartalnanna:
Tll • T|2 ■ r|3 • ....... • T|n = Tlaiis
Eigi að ná hámarksárangri mega nýtingartölur lykilþátta ekki víkja að ráði frá 1,0.
Máli skiptir til dæmis hvort 95% af heyinu nýtist úr geymslu til fóðmnar eða aðeins
75%; einnig hvort 97% af vinnslubreidd sláttuvélarinnar nýtast eða aðeins 85%. Það
vegur líka þungt í kostnaði hvort 30% af ársafkastagetu rúllubindivélar nýtast eða heil
60%. Skoða má dæmi úr danskri rannsókn á votheysöflun (Maegaard 2003), þar sem
dregin em fram áhrif nýtingar vinnuafls og véla (effektivitet) á fóðurkostnaðinn;
heyjað var með múgsaxara (ak-saxara):
kostnaður, 24,00 d.aurar/FE
kostnaður, 32,13 d.aurar/FE
kostnaður, 40,17 d.aurar/FE
100% nýting
75% nýting
60% nýting
Áhrif stjómunar vega þungt en ekki má gleyma ytri aðstæðum svo sem tíðarfari,
sprettu, túnstærð, flutningsvegalengdum ofl. í þriðja lagi getur munurinn legið í
ýmsum jyrri ákvörðunum sem búa verður við um lengri eða skemmri tíma, svo sem
um skipulag túna og flutningsleiða, um byggingar, um kaup einstakra véla ofl. Þá er
ýmist notið eða goldið stefnumarkandi áætlanagerðar í búrekstrinum (Lund 1999).
Framundan
í grannlöndunum okkar (í Evrópubandalaginu) em nú boðaðar umfangsmiklar
breytingar á framleiðslutengdum stuðningi, m.a. við mjólkur- og kjötframleiðslu. Einn
meginþátturinn í að mæta þeim umskiptum er að hvatt verður til fjölbreyttari nýtingar
ræktunarlands, bæði hvað snertir ræktun fóðurtegunda og meðferð landsins, og
stuðningurinn færist að hluta yfir á fóður- og jarðrækt (Mikkelsen 2004). Með einum