Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 355
353
Kynbætur á hvítsmára (Trifolium repens L.)
Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Þórdís Anna Kristjánsdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), Keldnaholti, 112 Reykjavík
Samantekt
Kynbótamenn á íslandi og í Noregi hafa tekið saman höndum um að þróa yrki af
hvítsmára fyrir norðlægar aðstæður. Slík yrki þurfa að hafa hvort tveggja, vetrarþol og
gefa viðunandi uppskeru. Tilraunir ganga út á að víxla saman norðlægum stofnum frá
Noregi sem hafa mikið vetrarþol og stofnum af suðlægum uppruna sem gefa mikla
uppskeru. Víxlunum var plantað í tilraunaland með vallarsveifgrasi (Poa pratensis L.)
bæði á íslandi og í Noregi. Sumarið eftir voru mældir ýmsir vaxtareiginleikar
plöntunnar sem tengjast uppskerugetu. Einnig var sýnum af smærum safnað þrisvar að
hausti til þess að fylgjast með framleiðslu á ómettuðum fitusýrum og forðapróteini til
þess að meta vetrarþol plöntunnar. Mælingar á vaxtarformi plantnanna sýndu ekkert
marktækt samband á milli lifunar og þeirra vaxtareiginleika sem ákvarða uppskeru,
eins og t.d. blaðstærðar. Nokkrar víxlanir sem lifðu vel búa yfir eiginleikum suðlægra
og norðlægra stofna, þær sameina eiginleika eins og hægan vöxt á sáðári, stór blöð og
þunnar smærur.
Inngangur
Belgjurtir hafa ekki verið nýttar í íslenskum landbúnaði að neinu marki til þessa. Þær
eru ekki auðveldar í ræktun og reynsla erlendis sýnir að uppskera þeirra getur verið
mjög breytileg eftir aðstæðum. En fyrst og fremst hefur skortur á vetrarþolnum
yrkjum á markaði hamlað notkun á hvítsmára hérlendis. I von um að geta sameinað
frostþol og góða uppskeru hefur norskum stofnum með mikið vetrarþol verið víxlað
við stofna af suðlægum uppruna sem gefa mikla uppskeru. Greint er frá
hvítsmárastofnunum sem notaðir voru í víxlanimar í grein sem birtist í Annals of
Botany (Helgadóttir et al., 2001). Þar er foreldrunum lýst m.t.t. uppskem,
vaxtareiginleika, vaxtarhraða og blaðframleiðslu. Þessar mælingar benda til þess að
hægt sé að auka uppskemna án þess að fóma vetrarþolinu. Auk þess hafa rannsóknir
sýnt að norsku stofnamir framleiddu meira af ómettuðum fitusýmm við lágt hitastig
heldur en suðlægu stofnamir (Dalmannsdóttir et al., 2001). Þetta þýðir að norsku
stofnamir era lífeðlisfræðilega betur úr garði gerðir til þess að þola vetrarálagið.
Kynbótaverkefnið er samvinna á milli Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og
Graminor í Noregi. Víxlununum var plantað í tilraunaland í báðum þessum löndum en
hér kynnum við aðeins fyrstu niðurstöður úr íslensku tilrauninni á Korpu við
Reykjavík.
Aðferð
Víxlað var saman þremur norskum stofnum, HoKv9238 (62°55’N), Norstar
(HoKv9262) (62°50’N) og Snowy (HoKv9275) (61°20’) annars vegar og hins vegar
úrvali af stofnunum AberHerald (47°17’N), AberCrest (47°23’N) og Undrom
(63°10’N) sem höfðu lifað í einn til þijá vetur í tilraunalandi á Korpu (Helgadóttir et
al, 2001). Stofnamir AberHerald og AberCrest hafa „suðlæga” eiginleika sem þýðir
að þeir hafa stór og þykk blöð, langa blaðstilka, þykkar smæmr og gefa mikla
uppskem. Norsku stofnamir hafa hins vegar lítil blöð, þunnar smæmr, öra framleiðslu
á nýjum blöðum en gefa litla uppskem. Undrom gefur meðaluppskeru, hefur