Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 324
322
Köfnunarefnisj öfnuður sauðfj árbúskapar
1 11 2
Jón Guðmundsson , Þóroddur Sveinsson , Einar Grétarsson og Bjöm Barkarson .
' Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins, Keldnaholti Reykjavík Landgrœðsla
ríkisins, Gunnarsholti, Rangárvöllum.
Inngangur:
Köfnunarefnisjöfnuður getur gefið mikilvægar upplýsingar um umhverfisleg áhrif
einingar. Einingin getur verið bú, tún, vatnasvið o.fl. eftir því hvert viðfangsefnið er.
Jöfnuðurinn segir til um hvort viðkomandi eining er að gefa frá sér N eða taka það til
sín, slíkt getur skipt verulegu máli. Vistkerfi, sem köfnunarefni er stöðugt dregið út úr,
munu fyrr eða síðar rýma nema þeim sé með einhverjum hætti bætt það N. Ofauðgun
N í vistkerfum vatna getur einnig leitt til velþekktra vandamála. Losun N í
andrúmsloftið t.d. sem N20, NH3 hefur margvísleg áhrif á umhverfið. Notkun á
köfnunarefnisáburði er ein mikilvægasta aðgerðin sem beitt er til að auka afrakstur af
landi. Kostnaður við kaup á áburði skiptir máli í búrekstrinum og því mikilvægt að
hann nýtist vel. Jöfnuðurinn er því mikilvæg vísitala bæði efnahagsleg og
umhverfisleg.
Gerð var einföld samantekt á köfnunarefnisjöfnuði sauðfjárbúskapar með það fyrir
augum að greina helstu stærðir og gefa vísbendingar um vandamál í umhverfinu.
Litið er á inn- og útstreymi köfnunarefnis (N) á nokkmm völdum sauðfjárbúum og
gerð er tilraun til að meta skiptingu N taps á milli ræktunar og búfjárhalds. Einnig er
metið köfnunarefnisnám úr sumarhögum með afurðum sauðfjár. Niðurstöðumar em
síðan yfirfærðar á heilt vatnasvið.
Forsendur:
í hveiju kg af lifandi fé em um 26,1 g N (Sibbesen 1990). Hver vetrarfóðrað kind
gefur að meðaltali (Samkvæmt búreikningum valinna hreinna sauðfjárbúa á
norðurlandi 2003) af sér um 23 kg fall, sem svarar til 46 kg af lifandi fé. Afurðir eftir
hverja vetrarfóðraða kind innihalda því 1,2 kg_N. Við þetta bætast 0,2 kg N vegna
ullar.
Innstreymi N á búin er með tilbúnum áburði, kjamfóðri og beit af afrétti og öðra
óábomu landi. N ákoma og niturbindingu á ábomu landi leggja einnig eitthvað til.
Ekki er gerð nein tilraun til að meta það magn hér.
Samkvæmt ofangreindum búreikningum em að meðaltali keypt 30 kg af tilbúnum
áburði (20% N), eða 6 kg N á hverja vetrarfóðraða kind. Kjamfóðurkaup vom
meðaltali 7 kg (3,2% N) eða 0,2 kg N á hverja vetrarfóðraða kind.
Þyngdaraukning á hverja vetrarfóðraða kind í sumarhögum er á tilraunabúinu að Hesti
í Borgarfirði 33,4 kg, sem svarar til 0,87 kg_N.
Afurðir á meðalsauðfjárbúi era reiknaðar út frá upplýsingum úr búreikningum frá
Hagþjónustu landbúnaðarins. Fyrir vatnasvið Miðfjarðarár og allt landið er miðað við
að afurðir séu eins og á meðalbúi, áburður og kjamfóður eins og á völdum
sauðfjárbúum og þyngdaraukning í óábomum sumarhögum eins og á tilraunabúinu að
Hesti.