Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 147
145
Niðurbrotsstuðullinn KdNDF reiknast fyrir allt fóðrið sem vegið meðaltal af
niðurbrotsstuðlum ólíkra fóðurtegunda sem kýrin innbyrðir á hverjum tíma, en er auk
þess leiðréttur með stuðli, sem er háður hlutfallinu milli auðgeijanlegra kolvetna
(sterkja+sykrur) og NDF í fóðrinu á hverjum tíma. Þetta þýðir að niðurbrotshraði
NDF lækkar eftir því sem hlutfall auðgerjanlegra kolvetna í fóðrinu er hærra. Hátt
kjamfóðurhlutfall þýðir því í flestum tilfellum hægara niðurbrot á NDF. Ástæðan er
sú að hröð gerjun þýðir lækkað sýmstig í vömbinni sem aftur hefur neikvæð áhrif á
virkni þeirra örvera sem mikilvirkastar em í geijun á NDF. Þetta er gríðarlega
mikilvægt atriði í líkaninu, en fullyrða má að ein af helstu takmörkunum núverandi
fóðurmatskerfa er að þau gera ekki ráð fyrir neinum slíkum víxlverkunum fóðurefna.
Ekki er óalgengt að KdNDF sé á bilinu 0,03 -0,08 klsf1 í gróffóðri, háð þáttum eins og
grastegundum og sláttutíma (Bragi L. Ólafsson, 1997). Kdsterkja er gjaman á bilinu
0,10-0,30 klst"1, og er reiknaður sem vegið meðaltal slíkra hraðastuðla fyrir þær
fóðurtegundir sem kýrin étur á hverjum tíma. Þar sem niðurbrot sykra er almennt
mjög hratt er ekki gert upp á milli fóðurtegunda í því sambandi og því er almennt
reiknað með að Kdsykrur sé 0,50 klst1
Flæðihraða fóðurefnanna út úr vömbinni er lýst með sérstökum stuðlum, Kp (KpNDp,
Kpsterkja o.s.frv.). í öllum tilfellum fara gildi þessara Kp-stuðla hækkandi eftir því sem
kýrin innbyrðir meira NDF í fóðri í hlutfalli við líkamsþyngd. Almennt má búast við
að át kýrinnar á NDF sé jákvætt tengt gæðum þess, þ.e. meltanleika þess og
niðurbrotshraða. Vatnsleysanlegar sykmr, sterkja og NDF úr kjamfóðri hafa í
líkaninu jafnháa Kp-stuðla, en NDF í gróffóðri hefur lægri stuðul.
Ferlamir tveir sem getið var um að ofan, þ.e. niðurbrot fóðurefnanna í vömbinni
annars vegar og flæði þess út úr vömbinni hins vegar, em ævinlega í samkeppni hvor
við annan, og ákvarða sameiginlega meltanleika fóðurefnanna í vömbinni.
Eftirfarandi formúla gildir almennt:
Kd
Vambarmeltanleiki= -----------
Kd + Kp
Tökum sem dæmi að ef KdMOF væri 0,07 og KpND[.- væri 0,05; þá yrði
vambarmeltanleiki NDF = 0,07/0,12 = 58%; talnaglöggir lesendur sjá að ef við
lækkum KdNDF og/eða hækkum KpNDp þá minnkar meltanleikinn; en hann hækkar ef
við hækkum KdNDF og/eða lækkum KpNDF. Til þess að fá sem hæstan meltanleika
þyrfti KdNDF að vera sem hæstur og KpNDF sem lægstur. En í raunveraleikanum (og í
líkaninu) þá helst þetta í hendur, eftir því sem fóðrið brotnar hraðar niður (Kd f) þá
flæðir það líka hraðar út (Kpj) sem eðlilegt er því að til þess að komast út um opið
sem er á milli kepps og laka þurfa fóðuragnimar að smækka niður fyrir ákveðin mörk.
Rétt er einnig að hafa það í huga að gagnvart því að hámarka framleiðslu kýrinnar
skiptir það meginmáli að sem mest magn fóðurefna sé melt á tímaeiningu en sú stærð
er margfeldi áts og meltanleika, sem em neikvætt tengdar stærðir eins og vonandi má
skilja af umfjölluninni hér að framan. Hins vegar má að jafnaði búast við því að aukið
át vegi meira en minnkaður meltanleiki.
Gerjun - myndun fitusýra
Vambarörveramar bijóta fóðurefnin niður í einsykmr, ekki síst glúkósa. Örvemmar
gerja svo einsykrumar til þess að ná sér í orku (á formi ATP) sér til viðhalds og
vaxtar. Við gerjunina myndast einnig stuttkeðja fitusýmr (edikssýra, própíonsýra,
smjörsýra) ásamt gastegundunum metani og koldíoxíði, en allt em þetta aukaafurðir
frá sjónarhóli örveranna. Það vill hins vegar svo vel til að stuttkeðja fitusýmmar