Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 108
106
Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) hefur um nokkurra ára skeið unnið að
rannsóknum á nýtingu belgjurta til landgræðslu (Berglind Orradóttir o.fl. 2000, Jón
Guðmundsson 2001) og er nú með tilraunaræktun á umfeðmingi (Vicia cracca) og
giljaflækju (V. sepium) til fræræktar í Gunnarsholti. Gott samstarf hefur verið við Rala
um þessa frærækt og nýtingu fræsins, en árið 2003 setti Landgræðslan upp stóra
tilraun til að prófa nýtingu þessara tegunda ásamt baunagrasi (Lathyrus japonicus),
gulvíði (Salix phylicifolia), loðvíði (S. lanata) og birki við mismunandi aðstæður á
uppgræðslusvæðum.
Framboð á fræi af innlendum tegundum hefur verið takmarkað, en er vonandi að
aukast. í stað þess að framleiða eingöngu fræ af melgresi, beringspunti og
alaskalúpínu, mun Landgræðslan að auki leggja áherslu á að framleiða fræ af
innlendum tegundum í meira mæli en nú er gert. Ef áðumefndar tilraunir á nýtingu
umfeðmings og giljaflækju takast vel verður kappkostað við að stækka fræræktarreiti
þessara tegunda í Gunnarsholti. Ýmsar aðrar tegundir em áhugaverðar og hafa
prófanir verið gerðar á vallhumli (Achillea millefolium), vallhæru (Luzula multiflora),
blávingli (Festuca vivipara), gulmöðm (Galium verum), holtasóley (Dryas
octopetala) og ljónslappa (Alchemilla alpina). Prófanir á þessum tegundum em á
byrjunarstigi, en þekking annarra nýtist vel, t.d. um frærækt vallhumals í skýrslu um
ræktun fræs af innlendum tegundum í Kanada (Burton og Burton 2003).
Lokaorð
Landgræðsla ríkisins hefur haft áhuga á notkun innlendra tegunda frá upphafi. Með
breyttum áherslum í landgræðslustarfinu og ekki síst aðild íslands að samningi um
vemdun líffræðilegs fjölbreytileika frá 1994, mun Landgræðslan leggja enn meiri
áherslu á frærækt af innlendum tegundum. Vinna þarf markvisst að því að auka
fjölbreytileika landgræðsluflómnnar - bæði með rannsóknum á framvindu og
lykiltegundum og eins á fræframleiðslu þeirra eða aðra fjölgunarmöguleika. Innlendar
tegundir s.s. blómplöntur, grös og mnnar eiga fullt erindi í landgræðsluflóruna þar
sem oftast er verið að stefna að slíkum gróðri í uppgræðslu um land allt.
Heimildir
Aradóttir, Á.L., 1991. Population biology and stand development of birch (Betula pubescens Ehrh.) on
disturbed sites in Iceland. Ph.D. Dissertation, Texas A&M University, College Station, Texas.
Auður Ottesen (ritstj), 1997. Nýgræðingar í flórunni. Ráðstefna Félags garðyrkjumanna 21. og 22.
febrúar 1997. Félag garðyrkjumanna, Reykjavík.
Ása L. Aradóttir, 1998. Ástand og uppbygging vistkerfa, bls. 83-94, í: Úlfur Bjömsson & Andrés
Amalds, ritstj. Græðum Island. Landgræðslan 1995-1997. Árbók VI. Landgræðsla ríkisins.
Ása L. Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir, Sigurður H. Magnússon, Jón Guðmundsson, Aðalsteinn
Sigurgeirsson & Andrés Amalds, 1999. Notkun innlendra víðitegunda til uppgræðslu og landbóta.
Áfangaskýrsla 1997-1998. Fjölrit Landgræðslunnar nr. 1. Landgræðsla ríkisins.
Ása L. Aradóttir og Guðmundur Halldórsson, 2004. Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum.
Fræðaþing landbúnaðarins 2004.
Berglind Orradóttir, Áslaug Helgadóttir & Jón Guðmundsson, 2000. Val á innlendum og erlendum
belgjurtategundum til landgræðslu. Búvísindi 13:27-41.
Bradshaw, A., 1997. Restoration of mined lands - using natural processes. Ecological Engineering
8:255-269.
Burton, C.M & Burton, P.J., 2003. A manual for growing and using seed from herbaceous plants native
to the northem interior of British Columbia. Symbios Research & Restoration, Smithers, B.C.