Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 361
359
Uppgræðsla Hólasands
Stefán Skaftason og Andrés Amalds
Landgrœðsla ríkisins,Gunnarsholti,Rangárþingi ytra
Hólasandur er eyðimörk norðan Mývatns um 14.000 ha að stærð. Sandurinn
takmarkast af Sandvatni að sunnan og gróðurlendi vestan Þeistareykja að norðan.
Mestur hluti hans liggur í 300-400 m hæð y.s. Þama var áður vel gróið land, sem
breyttist í auðn á síðustu þremur öldum. Landgræðslan hefur unnið að stöðvun
jarðvegseyðingar á sandinum síðan 1960. Að fmmkvæði Húsgull-samtakanna á
Húsavík og með öflugu framlagi Hagkaups og síðan Umhverfissjóðs verslunarinnar,
nú Pokasjóðs, hófst stórvirk uppgræðsla sandsins árið 1993.
Uppgræðsla Hólasands er gott dæmi um hvemig fjölþætt þekking sem aflað er með
samþættingu rannsókna og reynslu nýtist í landgræðslustarfinu.
Myndun Hólasands
Við landnám hefur sú eyðimörk sem nú heitir Hólasandur verið gróskumikið land,
vaxið birki og víði og með fjölbreyttu lífríki. Þar hefur m.a. verið nægur skógur til
kolagerðar, sem ráða má t.d. af kolagröfum sem fundist hafa á þessu svæði
(Sigurbjöm Sörenssen).
Ólíkt flestum öðmm uppblásturssvæðum í Mývatnssveit er Hólasandur ekki í
augljósum tengslum við meginsandleiðir að sunnan, þar sem svæðið er skermað af
Mývatni og Sandvatni. Líklegt er að eyðing þessa vistkerfis, og þar með myndun
Hólasands, hafi hafist í upphafi 18. aldar við breytingar á vatnsstöðu Mývatns og
Sandvatns í Mývatnseldum 1724-1729. Þá hafi mikið fok verið úr þurrum fjömm, sem
barst með sunnanvindum til norðurs. Gróðurinn drapst undan áfokinu, jarðvegur
rofnaði og losaði um sífellt meira fokefni. Áfoksgeirinn óx stöðugt í vítahring
gróðureyðingar og uppblásturs. Vísbendingar um þetta má m.a. ráða af því að 1712,
þegar Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín er tekin fyrir Þingeyjarsýslur, er
sandfok til mikils skaða á jörðinni Vindbelg sem er milli Mývatns og
Sandvatns.(Jarðabók bls. 241) Miðhálendisgeirinn er þá að koma niður að Mývatni að
sunnan, en að öðm leiti er virðist jarðvegseyðing ekki vera að eyða gróðri í byggð í
austanverðri Mývatnssveit á þessum tíma.
Miklu skiptir að rannsaka betur lífríkis- og myndunarsögu Hólasands, sem annarra
svæða þar sem unnið er að því að endurreisa virkni vistkerfa. Miklar upplýsingar um
eyðingarsöguna má t.d. fá út úr öskulagarannsóknum.
Markmið
Markmiðið með uppgræðslu Hólasands em m.a;
1. að stöðva jarðvegseyðingu í jöðmm sandsins og hindra stækkun auðnarinnar.
2. að skapa sjálfbæra gróðurframvindu og að sandurinn verði aftur gróskumikið
land, vaxið m.a. birki, víði og lyngi.
3. efla lífríki svæðisins, og m.a. bæta búsvæði fyrir rjúpu og annað fuglalíf sem
einkennir hinar þingeysku heiðar. Endurreisn þetta mikils gróðurlendis mun
einnig bæta vatnsmiðlun, m.a. í Laxá, því gróður og jarðvegur virka eins og
svampur sem dregur úr sveiflum í vatnsrennsli.