Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 79
77
Athuganir á afrennslismagni og efnaútskolun af túnum á Hvanneyri
Bjöm Þorsteinsson1, Guðmundur Hrafn Jóhannesson2 og Þorsteinn Guðmundsson1
1 Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
2Ontario Ministry of Agriculture and Food, Kanada
Reglulegar mælingar voru gerðar frá maí 2001 til júní 2002 á afrennslismagni og styrk
efna í afrennslisvatni af túnum á Hvanneyri í Borgarfirði. Einnig var veðurgagna aflað
frá sama svæði. Efnagreiningar vora gerðar á eftirtöldum þáttum í afrennslisvatni:
heildarstyrk köfnunarefnis (N), fosfórs (P), kalís (K), kalsíums (Ca), magnesíums
(Mg), natríums (Na) og brennisteins (S). Einnig var mælt magn ólífræns
köfnunarefnis (NH4-N+NO3-N) og fosfórs (PO4-P). Niðurstöður sýndu að útskolun
allra næringarefnanna er innan þeirra marka sem við mátti búast miðað við forða í
jarðvegsgerð athugunarsvæðisins.
Inngangur
Forsendum og framkvæmd þessarar athugunar hefur áður að nokkru verið gerð skil á
vettvangi Ráðunautafundar (Guðmundur Hrafn Jóhannesson og Bjöm Þorsteinsson,
2002). Vísað er til þeirrar greinar til nánari útskýringa á bakgrunni og skipulagi
athugunar. í áratugi hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir með áburð í jarðrækt á
íslandi en mun færri með t.d. búfjáráburð, eða heildarmagn og losun steinefna í
íslenskum jarðvegi. Einn þeirra þátta sem gögn vantar um í næringarefnabúskap í
íslenskri jarðrækt er útskolun næringarefna af ræktarlandi (Þorsteinn Guðmundsson
1998, Hólmgeir Bjömsson 2001) Sú rannsókn sem hér er kynnt er viðleitni til að bæta
þar nokkuð úr.
Efni og aðferðir
Aðferðum við efnagreiningar er lýst annarstaðar í þessu riti (Amgrímur Thorlacius,
Baldur Vigfússon, 2004). Rennslismælingar vom gerðar með sírita tengdum
þrýstinema í ræsinu sem safnar útrennslinu frá túnunum (ISO standards 1983). Til
viðmiðunar var einnig byggð V-laga rennslisstífla til að kvarða rennslismælingar.
Heildarstærð athugunarsvæðis var 64,3 ha af túnum í blandaðri notkun, að mestu í
grasrækt, en einnig byggakrar, skjólbelti, beitt svæði o.s.frv. Áburðargjöf á túnin á
Hvanneyri er að jafnaði 110 kg N, 24 kg P og 45 kg K. Þau stykki sem fá búfjáráburð
(15-20 t ha"1) fá tilbúinn áburð að auki 9 kg N, 15 kg P og 25 kg K. Þannig háttar til
að allt afrennsli þessa svæðis sameinast í einum læk, þar sem sýnasöfnun og
rennslismælingar fóm fram. Safnað var sýnum á um tveggja til þriggja daga fresti á
tímabilinu frá maí 2001- júní 2002. Eitt sýni var sett beint á flösku sem var fryst, en
annað sýni var tekið til mælinga á pH og leiðni strax að lokinni sýnatöku. Vatnshiti
var mældur við hverja sýnatöku. Veðurgögn fengust frá Veðurstofu íslands sem rekur
sjálfvirka veðurstöð á Hvanneyri.
Niðurstöður og umræður
Veðurgögn og rennslv. í 1. töflu má sjá meðaltöl veðurmælinga og rennslismælinga,
meðalfrávik, hæstu og lægstu gildi fyrir athugunartímabilið. Gögn um rennsli og
úrkomu allra mælidaga em færð inn á 1. mynd.