Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 208
206
Á næstu árum má vænta þess að niðurstöður fari að birtast um fé þar sem tveir
eða fleiri mismunandi erfðavísar fyrir ofurfijósemi hafa verið sameinaðir í sama
einstaklingi. Slíkar kindur eru enn sárafáar en Davis taldi þær litlu vísbendingar, sem
væri komnar, benda til að um samleggjandi áhrif erfðavísanna væri að ræða.
Þessir erfðavísar, sem hér hefur verið lýst, hafa gefið tilefni til rannsókna sem
leitast við að skýra hin lífeðlisfræðilegu áhrif genanna. McNatty frá Nýja-Sjálandi,
sem lengi hefur verið í fararbroddi slíkra rannsókna, lýsti því sem þar hefur komið
fram á síðustu ámm. Mjög margt er enn óljóst, en flest bendir samt til að um sé að
ræða mjög flókið samspil, sem stýri þroska eggfrumunnar og hve næm hún sé fyrir
hormónaáhrifum þeim, sem stjóma vexti hennar. Mikill áhugi er í læknisfræði- og
lyfjafræðirannsóknum til að nota þetta fé til rannsókna til að öðlast aukinn skilning á
þeim þáttum, sem stjóma vexti og þroska eggfrumunnar og þá um leið fijósemi.
Bandaríkjamaðurinn Notter greindi frá niðurstöðum úr úrvali fyrir burði áa
utan hefðbundins burðartíma, sem fram fór við tilraunastöð Virginia háskólans á
síðustu tveimur áratugum í blendingsfé þar (Dorset x Rambouillet x Finnskt fé).
Greinileg svöran vegna úrvalsins kom fram. Hann taldi að greinilega hefði komið í
ljós að svömn kæmi ekki skýrt fram fyrr en við annan burð og í framhaldi hans. Leit
að erfðavísum, sem geti skýrt erfðabreytileika í þessum þætti, hefur ekki enn skilað
neinum marktækum niðurstöðum.
Til gamans má geta um rannsókn frá Nýja-Sjálandi þar sem gerð hefur verið
leit að merkigenum, sem hafa áhrif á erfðir á fjölda spena hjá sauðfé. Um er að ræða
erfðahóp sem myndaður var við blöndun á Merinó x Romney fé. Vísbendingar um
merkigen fundust á litningum 6 og 7. Áhugi á þessu tengist að sjálfsögðu möguleikum
á að mynda stofn af ofurfijósömu fé sem hefði fjóra mjólkandi spena.
c. Mjólkurframleiðsla
Nokkur erindi fjölluðu um eiginleika hjá mjólkurfé í Miðjarðarhafslöndunum.
Nokkuð nákvæmlega var lýst feikilega umfangsmiklu verkefni, sem í gangi er til að
leita erfðavísa fyrir mjólkurmagn og efnaþætti mjólkur hjá þekktustu kynjunum í
Frakklandi og á Ítalíu. Einnig er þar verið að skoða eiginleika sem tengjast júgur- og
spenagerð hjá ánum. Kynntar vom fyrstu niðurstöður úr þessum rannsóknum.
d. Kjötframleiðsla
Erindi, sem tengdust kjötframleiðslueiginleikum, vom fá. Mjög gott yfirlit um stöðu
þekkingar í sambandi við rannsóknir á Callipyge geninu í Dorset fénu í
Bandaríkjunum var flutt þama. Áhrif þessa erfðavísis í einstaklingum sem tjá genið er
stóraukinn vöðvavöxtur, sem oft mælist á bilinu 25-40% en er mismunandi eftir
vöðvaflokkum. Þessi aukna vöðvasöfnun er ekki kominn fram í lömbum við fæðingu,
þannig að burðarerfiðleikar em ekki tengdir eiginleikanum. Vaxtarhraði og
fóðumýting er töluvert betri hjá þessum einstaklingum en öðmm og fitusöfnun mun
minni. Einnig kemur fram minni ullarvöxtur. Neikvæður þáttur, sem tengist þessum
eiginleika, er hins vegar að kjöt af þessum lömbum er seigara en af öðmm. Það er
samt háð skrokkhlutun, er áberandi fyrir hryggvöðva en kemur hins vegar ekki fram í
læmm. Erfðavísirinn fyrir þessum eiginleika er staðsettur á litningi 18 og var gerð
grein fyrir þeim rannsóknum, sem hafa verið og em í gangi, til að skýra
lífeðlisfræðileg áhrif þessa erfðavísis. Erfðir á þessum eiginleika em mjög sérstakar
og em nefndar “polar overdominance” og lýsa sér í sem stystu máli þannig að
eiginleikinn birtist aðeins í arfblendunum einstaklingum sem hafa erft
stökkbreytinguna frá föður sínum. Gen, sem valda auknum vöðvavexti hjá sauðfé, em