Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 90
88
1. tafla. Yfirlit yfir tilraunameðferðir á Geitasandi. Frekari upplýsingar um sáðmagn, stofna,
áburðarmagn og áburðargerðir er að finna í ritgerð Garðars Þorfinnssonar (2001).
Meðferð Lýsing Meðhöndlunartími
1: Viðmiðun Ómeðhöndlaðir viðmiðunarreitir.
2: Áburður Uppgræðsla með áburðargjöf1), án sáninga. Áb. 2000, 2001, 2003.
3: Grös og áburður Sáning túnvinguls (Festuca rubra) og vallarsveifgrass (Poa pratensis) af stofnum sem mikið hafa verið notaðir í uppgræðslu. Áburðargjöf við sáningu og a.m.k. tvisvar eftir það. Sáning nóv. 1999 Áb. við sáningu, 2001 og 2003.
4: Melgresi og áburður Sáning melgresis (Leymus arenarius) og áburðargjöf. Sáning nóv. 1999 Áb. við sáningu, 2001 og 2003.
5: Lúpína Sáning lúpínu. Maí 2000.
6: Grös og áburður, birki- og víðieyjar Sáning túnvinguls og vallarsveifgrass af stofnum sem ekki eru taldir eins langlífir þeir sem notaðir voru í (3), auk rýgresis (Lolium multiflorum). Einnig voru gróðursettar í hvem reit fjórar þyrpingar (eyjar) af birki (Betula pubescens) tvær þyrpingar með stiklingum af gulvíði (Salix phylicifolia) og loðvíði (S. lanata). Sáning nóv. 1999 Áb. við sáningu, 2001 og 2003. Birki og víðistiklingar gróðursett 2002, víðistiklingum bætt inn 2003.
7: Grös (sk) og áburður, birki- og víðieyjar Sama og (3), auk birki og víðieyja eins og í (6). Sama og (6).
8: Innlendar belgjurtir Birki- og víðieyjar eins og í (6) og (7). Auk þess voru torfur með innlendum belgjurtunum smára (Trifolium repens), baunagrasi (Lathyrus japonicus) og umfeðmingi (Vicia cracca) gróðursettar í og við eyjamar. Birki, víðir og belgjurtir gróðursett 2002, víði bætt inn 2003.
9: Grös og áburður, birki og greni Sama og (3); birki og sitkagreni gróðursett í plógrásir og borið á samtímis (sjá Amór Snorrason 2004). Sama og (3). Birki og greni gróðursett 2001 og 2002.
10: Lúpína, birki og greni Sama og (5); birki og sitkagreni gróðursett í plógrásir og borið á samtímis (sjá Amór Snorrason 2004).. Sama og (5). Birki og greni gróðursett 2001 og 2002.
Aburður var í öllum tilfellum tilbúinn áburður með nitri og fosfór.
Á árinu 2002 var safnað dýrum af yfirborði í fallgildrur í öllum reitum á Geitasandi. í
miðju hvers reits var komið fyrir 2 fallgildrum af hefðbundinni gerð með um það bil
10 metra millibili. í gildrumar var sett sápublandað glycerol. Gildrur vom settar niður
24. apríl og síðan tæmdar með um það bil tveggja vikna millibili fram til 11. október,
þegar söfnun var hætt. Alls var safnað 527 sýnum og er búið að flokka og telja
stökkmor og mítla í þeim öllum. Stökkmor var greint til ætta en mítlamir til yfirætta.
Búið er að tegundagreina bjöllur, köngulær og langfætlur í 389 sýnum eða 74% sýna.
Einhliða t-próf Dunnett var notað til að kanna hvort tegundafjöldi háplantna í
meðferðareitum væri marktækt hærri en í viðmiðunarreitum. Stikalaus fylgnistuðull
(Spearmans rs) var reiknaður til að sjá hvort fylgni væri á milli heildarþekju gróðurs
og veiði smádýra í gildmr. Tölfræðipróf vom gerð í forritinu SPSS®, útgáfu 11.5.
i