Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
„Verkinu er nær lokið. Næsta skref er að afskrá vélina og
senda hana í endurvinnslu,“ segir Hörður Már Harðarson, yfir-
flugvirki Icelandair. Flugvirkjar Icelandair hafa unnið hörðum
höndum að því síðustu vikur að rífa niður Surtsey, eina af Bo-
eing 757-vélum félagsins sem teknar hafa verið úr notkun. „Það
hafa farið um 2.400 vinnutímar í þetta verk og 11-12 flug-
virkjar hafa komið að því síðustu tvo mánuði. Það er auðvitað
ánægjulegt að geta haldið öflugu fólki í vinnu á þessum erfiðu
tímum,“ segir hann. Framhluti Surtseyjar fer á Flugsafnið á
Akureyri en restin af skrokknum í endurvinnslu. „Á annað þús-
und íhlutir hafa verið teknir úr vélinni. Þeir fara annaðhvort
inn í okkar varahlutakerfi þar sem þeir eru vottaðir eða þeir
fara á viðurkennd verkstæði til viðgerðar og endurvottunar.“
Morgunblaðið greindi frá því á síðasta ári að Icelandair hefði
sent tvær 757-vélar úr landi til niðurrifs en aðrar tvær yrðu
teknar niður í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Hörður
kveðst búast við því að þau áform standi enda hafi niðurrifið
hér gengið vel.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Surtsey fær sinn sess á Flugsafni Íslands á Akureyri
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bókaforlög á Íslandi fengu alls rúm-
ar 398 milljónir króna í endur-
greiðslur frá íslenska ríkinu á síð-
asta ári í samræmi við lög sem sett
voru til að styðja við íslenska bókaút-
gáfu.
Lögin tóku gildi í ársbyrjun og ár-
ið 2020 var því fyrsta heila árið í
starfsemi nýs sjóðs til stuðnings
bókaútgáfu sem stofnaður var vegna
þessa. Á síðasta ári voru afgreiddar
922 umsóknir og heildarkostnaður
við þær sem taldist endurgreiðslu-
hæfur var 1.593 milljónir króna.
Endurgreiðslan nemur fjórðungi
kostnaðar, alls 398 milljónum. Hafa
ber í huga að margar þessara um-
sókna geta tekið til ársins 2019 enda
hafa útgefendur níu mánuði frá út-
gáfudegi til að sækja um endur-
greiðslu.
Ef kostnaðarliðir í umsóknum
bókaforlaga eru skoðaðir kemur í
ljós að prentun er 26,8% kostnaðar,
höfundarlaun 17,9%, auglýsingar
11,6% og ritstjórn og þýðingar bæði
9,1 en hönnun 9%.
Forlagið langstærsta útgáfan
Forlagið er langstærsta bókafor-
lag landsins og tekur til sín 116 millj-
ónir af endurgreiðslunum í fyrra.
Forlagið átti 134 verk sem nutu end-
urgreiðslu á síðasta ári. Næst-
stærsta forlagið er Bjartur/Veröld
sem fær rúmar 42 milljónir fyrir 41
verk. Þriðja stærsta er Storyside
sem tilheyrir Storytel-samsteyp-
unni. Alls fær það fyrirtæki endur-
greiddan kostnað vegna 271 titils.
Aðeins er um framleiðslu hljóðbóka
að ræða og hver og einn titill ber
mun minni kostnað en þegar um
prentaðar bækur er að ræða.
Ellefu milljónir í
stórvirki Páls Baldvins
Endurgreiddur kostnaður hleyp-
ur á hundruðum þúsunda við flestar
bækur. Einstaka bækur skríða yfir
tvær milljónir króna. Tvær bækur
Forlagsins skera sig þó úr. Annars
vegar er það bók Andra Snæs
Magnasonar, Um tímann og vatnið,
en endurgreiðsla vegna hennar nam
rétt tæpum fimm milljónum króna.
Langhæsta endurgreiðslan féll þó til
vegna stórvirkis Páls Baldvins Bald-
vinssonar um síldarárin. Nam hún
tæpum ellefu milljónum króna.
Bókaforlögin fengu 400 milljónir
Forlagið fékk 116 milljónir í endurgreiðslu frá ríkinu Bækur Andra Snæs og Páls Baldvins dýrastar
Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku
Endurgreiðsla kostnaðar árið 2020
Heimild:
Rannís
Útgefandi Endurgreiðsla, m.kr.
Forlagið ehf. 115,8
Bjartur og Veröld ehf. 42,3
Storyside AB 33,2
Útgefandi Endurgreiðsla, m.kr.
Sögur útgáfa ehf. 22,4
BF-útgáfa ehf. 16,2
Ugla útgáfa ehf. 15,2
Bókabeitan ehf. 14,1
Edda-útgáfa ehf. 12,4
Sunnan 4 ehf. 10,8
Benedikt bókaútgáfa ehf. 10,0
Ásútgáfan ehf. 9,0
N29 ehf. 7,9
Angústúra ehf. 7,8
Útgáfuhúsið Verðandi ehf. 7,5
Óðinsauga útgáfa ehf. 6,2
Bókaútgáfan Hólar ehf. 5,1
Aðrir útgefendur 62,4
Alls
398
m.kr.