Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali Sími 824 4031 kristin@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug jarðflekarnir á þessum slóðum að fjarlægjast hvor annan um einn sentimetra á ári. Á síðustu miss- erum hafa staðbundnar hreyfingar á nokkrum stöðum á Reykjanes- skaganum hins vegar numið allt að 16 sentimetrum. „Núna erum við að upplifa óró- leikatímabil, því jarðskjálftavirkni er meiri og kvika flæðir inn, segir Kristín Jónsdóttir. Atburðarásina á Reykjanesskaganum síðasta árið telur hún þó eðlilegt að setja í stórt samhengi og draga ályktanir. Gera verði ráð fyrir að spenna sé að safn- ast í jörðu á svæðinu milli Kleifar- vatns og Bláfjalla, sem losni ekki nema í stórum skjálfta. Megi þar nefna tvo stóra skjálfta, 6,3 og 6 sem urðu árin 1929 og 1968 og áttu upptök sín nærri Brennisteins- fjöllum, austan Kleifarvatns. Styrk- ur skjálfta í Brennisteinsfjöllum tel- ur Kristín að geti orðið allt að 6,5, sem er sambærilegt því sem gerðist í Suðurlandsskjálftum árið 2000 og 2008. Órói og landið hreyfist hratt  Hræringar á Reykjanesskaga  Tugir þúsunda jarðskálfta síðasta árið  Óvissustig gildir áfram í Grindavík  Jarðflekarnir á álfuskilum nú færast hraðar og kvika flæðir  Spenna safnast í fjöllum Þróun skjálftavirkni á Reykjanesskaga Tími og upptök skjálfta sl. 12 mánuði Heimild: Veðurstofa Íslands Mánuðir síðan skjálfti varð 12 10 8 6 4 2 0 Rífl ega 21 þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta árið (frá 26. janúar 2020 til 26. janúar 2021) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Álfuskil Jarðflekarnir á Reykjanesskaga fjarlægjast hvor annan um einn senti- metra á ári. Undanfarið hafa jarðhreyfingar á svæðinu numið allt að 16 sm. Ljósmynd/Óskar Sævarsson Jarðskjálfti Við Djúpavatn þar sem upptök skjálftans 20. okóber voru. Stór- grýti féll úr brekkunum og fyllur hrundu í sjó fram úr Krýsuvíkurbergi. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á Reykjanesskaganum er nú meiri óróleiki en við höfum áður séð,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Rétt ár er nú liðið síðan yf- irstandandi skeið jarðhræringa í Grindavík hófst og þó engar stór- ar hreyfingar hafi komið fram undanfarið, er land á þessum slóðum talsvert kvikara en áður. Jarðvísindamenn og aðrir fylgjast því grannt með framvindunni. Alls hafa frá 26. janúar í fyrra mælst 22.000 jarð- skjálftar á svæðinu, flestir vægir eða undir 3 að styrk. Virkni mest frá Reykjanestá að Kleifarvatni Virknin er að mestu frá Reykja- nestá að Kleifarvatni og þótt breytileiki sé milli vikna er heild- armyndin sú að skjálftavirkni á svæðinu hefur ekki mælst ákafari frá því stafrænar jarðmælingar hóf- ust árið 1991. Þegar aukinnar virkni varð vart í fyrra var kvika farin að safnast í jörðu rétt vestan við fjallið Þor- björn við Grindavík. Land þar reis um tvo sentimetra á rúmum fimm sólarhringum og því var lýst yfir óvissustigi almannavarna sem enn er í gildi. Jörð við Grindavík átti svo í tvígang eftir þetta eftir að rísa; fyrst á vordögum og aftur í júlí Að undanförnu hefur þessi at- burðarás síðan endurtekið sig við Krýsuvík, sem er um 25 kílómetra austan við Grindavík. Er þá einnig skemmst að minnast jarðskjálfta 20. október í fyrra sem átti upptök sín ekki langt frá Djúpavatni, nærri Krýsuvík, og mældist 5,6 að styrk. Virkni meiri og kvika flæðir Um Reykjanesskagann liggja skil jarðfleka Evrasíu- og Ameríku. Plötuskilin, sem eru greinileg með- al annars í gjánni upp af Sandvík á vestanverðu Reykjanesi þar sem svonefnd heimsálfubrú er, afmark- ast af gosbeltum, gjám og gígum sem liggja frá Reykjanesi og eftir skaganum að Hengli. Þar tvístrast skilin í Suðurlandsbrotabeltið og vestra gosbeltið sem gengur frá Hengli að Langjökli. Að jafnaði eru Kristín Jónsdóttir „Reykjanes- skaginn er í stöðugri vöktun,“ segir Björn Oddsson, fagstjóri hjá almanna- varnadeild ríkislög- reglustjóra. „Meðan virkni í jörð við Grinda- vík og á nærliggjandi slóðum þar er umfram það sem var, áð- ur en hræringar þar hófust í jan- úar í fyrra, höldum við okkur við að óvissustig sé í gildi, það er lægsta stig almannavarna. Því munum við væntanlega halda meðan jarðhræringar eru yfir meðallagi og þar til jafnvægi er komið í bakgrunnsgildi. Þetta er í sífelldu endurmati. Slíkt var gert til dæmis rétt fyrir áramót þegar mælingar á skjálftum á Tjörnesbrotabeltinu sýndu að smám saman hefði uppsafn- aður fjöldi þeirra á hverri viku lækkað og því ástæða til að af- lýsa óvissustigi. Það merkir þó ekki að hættan sé að baki, en kafla með hækkandi virkni var lokið,“ segir Björn. REYKJANESSKAGINN Björn Oddsson Stöðug vakt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.