Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 39

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Fyrsti alþjóðlegi samningurinn á sviði persónuverndar er 40 ára í dag – Evrópu- ráðssamningurinn um vernd einstaklinga vegna vélrænnar vinnslu persónu- upplýsinga. Ísland hefur verið aðili hans frá upphafi. Í dag fagna áhugamenn um persónuvernd því alþjóðlegum per- sónuverndardegi og hérlendis fögn- um við einnig 20 ára starfsafmæli Persónuverndar! Margt hefur gerst á þessum tíma og nú er staðan sú að verðmætustu fyrirtæki heims eru gagnafyrirtæki sem byggja rekstur sinn alfarið á upplýsingum sem geta verið per- sónugreinanlegar. Flestir opinberir aðilar, sveitarfélög og aðrir eru einnig að efla stafræna þjónustu sína og hér undir eru oft og tíðum persónuupplýsingar, sumar hverjar mjög viðkvæmar, og eiga því ekki erindi við alla. Af hverju þurfum við vernd á þessu sviði? Fyrir liggur að allt sem við gerum á samfélagsmiðlum er skráð og not- að til þess að greina okkur, til dæmis hver við erum og hvernig má hafa áhrif á okkur og ákvarðanir okkar. Hið sama getur átt við um leit- arsögu okkar og annað sem við ger- um á netinu. Við þetta bætast sí- tengdu snjalltækin sem kortleggja enn frekar okkar athafnir. Und- anfarið hefur verið gert átak í að kenna algrímum tækjanna íslensku. Á sama tíma og því ber að fagna er ljóst að tækin munu þannig eiga auðveldara með að skilja okkur, hvort sem við leyfum þeim að fylgj- ast með samtölum okkar í vinnu, í skólum eða á heimilum. Það eru því tvær hliðar á þessum teningi, a.m.k. hvað persónuverndarsjónarmið varðar. Nettengd snjalltæki eru eins mis- jöfn og þau eru mörg, hvort sem um er að ræða ísskápa, öryggiskerfi, ljósaperur eða ígræðanleg lækningatæki. Raðnúmer þeirra geta talist persónuupplýsingar og þau þar með fallið undir persónu- verndarlög. Hér geta verið undir bæði almennar persónuupplýsingar, t.d. netfang og símanúmer, og við- kvæmar persónuupplýsingar, eins og um heilsufar og kynhneigð. Af nettengdum tækjum getur stafað mikil ógn, því hægt er að brjótast inn í þau – og jafnvel nota þau til að lama innviði samfélaga. Hver er staðan í Kína? Þar ber fyrst að nefna hina kín- versku félagslegu stigagjöf. Þar er ekki hægt að hreyfa sig án þess að það sé skráð. Samskipti við stjórn- völd og greiðslur fara fram í gegnum smáforrit – öpp. Á alþjóðlegri ráð- stefnu í Reykjavík fyrir nokkru var af erlendum fyrirlesurum lögð áhersla á ágæti þessa fyrirkomulags og því haldið fram að drifkraftur fyrirtækja þar og hvernig þau vinna, m.a. persónuupplýsingar, væri eitt- hvað sem íslensk fyrirtæki gætu lært af. Þetta fær mann til að staldra aðeins við. Dæmi var tekið um að háskólaprófessor með skráð 600 félagsleg stig þyrfti t.d. ekki að leggja fram tryggingu til að leigja íbúð. Viðkomandi virtist einungis sjá kosti við þessa ráðstöfun. Sagt var: Ef þú ert ekki glæpa- maður, þá hefur þú ekkert að fela. Frið- helgi einkalífs og per- sónuvernd eru ekki til staðar og þeir litnir hornauga sem deila ekki lífinu með öðrum – og í raun látnir gjalda fyrir það. Svokölluð súperforrit Kínverjar hafa alla- jafna ekki aðgang að tæknirisum hins vestræna heims á borð við Go- ogle, Facebook, Booking, Whatsapp og fleirum. Útbúnar hafa verið sér- lausnir fyrir Kínverja, sem stjórn- völd nýta til að fá sem besta mynd af þátttöku þeirra í samfélaginu. Eru þeim síðan gefin stig í samræmi við mat stjórnvalda á hegðun þeirra. Alipay og WeChat eru dæmi um slík forrit, svokölluð súperforrit. Yfirlýst markmið Alipay er ekki að verða fimmta stærsta fyrirtæki í heimi, heldur fimmta stærsta hagkerfi heimsins. WeChat er í senn skila- boðakerfi, samfélagsmiðill og greiðsluforrit og árið 2018 var það með yfir einn milljarð notenda. Full- yrt hefur verið að sameiginleg árs- velta þessara tveggja fyrirtækja sé á við verga þjóðarframleiðslu í Sviss. Hvað með Ísland? Hérlendis eigum við því láni að fagna að réttur til friðhelgi einkalífs er stjórnarskrárvarinn og hér gilda persónuverndarlög – og ljóst er að borgarinn þarf ekki að sætta sig við hvaða inngrip sem er, hvort sem er af hálfu stjórnvalda né einkaaðila. Það þarf samt að hafa það hugfast að stærð og vald ákveðinna erlendra tæknirisa jafnast orðið á við hag- kerfi heilla þjóða og slíkir aðilar vinna okkar persónuupplýsingar. Þó okkur þyki mögulega kínversk dæmi þar um sláandi, þá þurfum við að líta okkur nær og velta fyrir okkur hvort vinnsla samfélagsmiðlarisa vest- anhafs á okkar persónuupplýsingum sé svo mjög frábrugðin því sem as- ískir kollegar þeirra gera. Hugsunin með persónuvernd- arlögum er að fagna tækniþróun, en jafnframt að styðja við hana þannig að okkar stjórnarskrárvörðu rétt- indi séu virt. Vanda þarf til verka og ekki fara af stað með vinnslu upplýs- inga fyrr en búið er að tryggja inn- byggða og sjálfgefna persónuvernd. Spurningin fer að verða áleitin: Hvernig heimi viljum við lifa í? Vilj- um við að tæknin fylgi okkur hvert fótspor, frá morgni til kvölds og nóttina líka? Viljum við að tækni- menn, rétt eins og læknar, undirriti eið um að vinna persónuupplýsingar með hliðsjón af siðferði og virðingu fyrir grunngildum og mannlegri reisn? Tæknin verður að þjóna mann- kyninu – ekki vinna gegn okkur. Hvernig heimi viljum við lifa í? Eftir Helgu Þórisdóttur Helga Þórisdóttir » Í dag fagna áhuga- menn um persónu- vernd alþjóðlegum persónuverndardegi og hérlendis fögnum við einnig 20 ára starfsafmæli Persónu- verndar! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Þegar ég, maðurinn sem stendur á fimm- tugu, byrjaði að fylgjast með stjórnmálum heill- aði Sjálfstæðisflokk- urinn mig. Hann var flokkur sem var hug- rakkur og óhræddur við breytingar sem færðu okkur fjölbreytni, val- frelsi og hagsæld. Það Sovét-Ísland sem ég ólst upp í var ekki heillandi. Ein út- varpsstöð, flokksblöð, verðlagsstýring matvöru, lítið vöruúrval, bíómyndir tóku ár eða tvö að berast til landsins, popptónlist heyrðist varla í útvarpi. Allir litu eins út, hugsuðu eins, höguðu sér eins. Ísland var hvítt, litlaust, leið- inlegt og alls ekki hýrt í neinum skiln- ingi þess orðs. Það breyttist margt á níunda ára- tugnum. Raddir fóru að heyrast fyrir frjálsu útvarpi, lögleiðingu bjórsins, auknu viðskiptafrelsi, breytingum á skattkerfi og einkavæðingu ríkisfyr- irtækja. Sjálfstæðisflokkurinn var flokkur þeirra sem vildu að íslenskt samfélag yrði í líkingu við önnur vest- ræn þjóðfélög. Þar mátti helst finna það fólk sem trúði að við gætum staðið á eigin fótum og verið óhrædd við nýja hluti og hugmyndir. Það var Sjálfstæðisflokkurinn, í samstarfi við aðra flokka, sem fyrst á níunda áratugnum undir forystu Þorsteins Pálssonar og svo enn frek- ar á tíunda áratugnum undir forystu Davíðs Oddssonar innleiddi breyt- ingar. Ísland breyttist úr því að vera lokað og smátt í að verða opið og stórhuga. Við opnuðum markaði, seldum aflóga ríkisfyrirtæki, leyfð- um bjór sem bjó til nýja kaffihúsa- og matarmenningu, komum á hluta- bréfamarkaði, afnámum gjaldeyr- ishöft, bjuggum til séreignar- sparnað, settum upplýsingalög, innleiddum mikilvægar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra og gerðum umfangsmestu breytingar á stjórnarskrá sem gerð- ar hafa verið með nýj- um mannréttindakafla. Framfarir á Íslandi urðu til þess að við fór- um að líkjast þeim ríkj- um sem við berum okk- ur saman við. Þingmenn og aðrir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins voru óhræddir, grasrót- in fagnaði breytingum og forystan leiddi flokk- inn og þjóðina til nýrra tíma. Í takt við tímann En hvað höfum við gert síðastliðin fimmtán ár? Jú, afleiðingar hrunsins og þeir hlekkir sem lagðir voru á ís- lenskt efnahagslíf og samfélag af vinstristjórn Samfylkingarinnar og VG vógu þungt á verkefnalistanum. Krónueignir kröfuhafa og gjaldeyr- ishöft voru yfirgnæfandi viðfangs- efni þar sem við öll áttum allt undir. Það er erfitt að áfellast forystu flokksins fyrir að vera upptekin af þessum mikilvægu verkefnum og öðrum til að laga ríkisreksturinn. En kannski höfum við hin ekki verið nógu vakandi. Afleiðingin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú á sér það yfirbragð að hann vilji ekki að íslenskt samfélag breytist í takt við tímann eða umheiminn. Það hefur alltaf skipt mig máli sem sjálfstæðismann að vita að Sjálfstæð- isflokkurinn er akkeri í íslenskri póli- tík. Að hann hefur styrk til að standa í fæturna á erfiðum stundum, gegn lýð- skrumi og upphlaupum og með gildum sem við höfum lagt til grundvallar í tæp hundrað ár. En það skiptir mig líka máli að flokkurinn minn þróist og horfi fram á veginn. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að skilgreina sig sem flokk sem er á móti breytingum á efna- hagslífinu, sjávarútvegnum, landbún- aðarkerfinu, orkumálum, stjórnar- skránni og samfélaginu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dagrenningu. Aðrir stjórnmálaflokkar taka sér þá forystu- hlutverk og færa sínar hugmyndir og sitt stjórnlyndi í lög og reglur. Verum óhrædd við framtíðina Stjórnmál eru samkeppni, viðskipti þjóða eru samkeppni, samfélagið allt á í einhvers konar samkeppni. Allt er á fleygiferð. Löndin í kringum okkur eru á fleygiferð, þau munu sigra okkur í samkeppni þjóðanna um fólk, hugvit, framkvæmdagleði, vöxt og velferð ef við fylgjum ekki með. Við þurfum að vera í sterkum og nánum tengslum við nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar, tilbúin til að þróast og vera sveigjanleg í viðskiptum, án þess að gangast undir erlent yfirvald. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi íslenskt samfélag á tuttugustu öldinni frá ör- birgð til auðlegðar. Ef við sjálfstæðis- fólk höfum trú á Íslandi á tuttugustu og fyrstu öldinni þá þurfum við að vera óhrædd. Óhrædd við að taka forystu í að leiða Ísland til að vera frjálsara, opnara og betra. Óhrædd við að gera breytingar á landbúnaði svo hann lík- ist öðrum vestrænum löndum, færa mennta- og heilbrigðiskerfin nær því sem gerist annars staðar á Norður- löndum, haga orkumálum eins og Norðmenn og Danir, horfa til nýrra leiða í samgöngum, taka erlendri fjár- festingu opnum örmum, jafna atkvæð- isrétt, einfalda rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja með afnámi regluverks og vera óhrædd við að taka forystu í lofts- lagsmálum með raunverulegum lausn- um. Og óhrædd við að velta öllum steinum úr vegi sem óvart lentu í sól- inni í dagrenningu. Hvenær hætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera flokkur breytinga? Eftir Friðjón R. Friðjónsson » Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú á sér það yf- irbragð að hann vilji ekki að íslenskt samfélag breytist í takt við tímann eða umheiminn. Friðjón R. Friðjónsson Höfundur er framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar. fridjon@kom.is Allt um sjávarútveg 7 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Þakkaðu fyrir daginn að kvöldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.