Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Valin undirföt, náttföt, náttkjólar, sloppar og sundföt á 50% afslætti og hluti af úrvalinu einnig aðgengilegt í vefverslun www.selena.is Útsalan í fullum gangi Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is 50% afsláttur af öllum útsölu- vörum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Toyota er opið fyrir samstarfi við stjórnvöld um allan heim þegar kemur að innleiðingu vetnis sem orkugjafa. En við teljum að frum- kvæðið þurfi að koma frá þeim sem vilja samstarf við okkur.“ Þetta seg- ir Freddy Bergsma, yfirmaður vetn- ismála hjá Toyota í Evrópu, í samtali við Morgunblaðið þegar hann er spurður út í hvort sú tækni sem fyrirtækið hefur hannað á þessu sviði gæti nýst í tilraunaskyni hér á landi. „Við getum ekki varið óhemju orku í að sannfæra stjórnvöld eða aðra um ágæti þessarar tækni. En við erum opin fyrir samstarfi þar sem það getur orðið til þess að ryðja þessari tækni braut,“ segir Bergsma til útskýringar. Toyota hefur á síðustu árum fjár- fest gríðarlega í þróun vetnis- tækninnar og forsvarsmenn fyrir- tækisins fullyrða að samhliða mikilli rafvæðingu samgangna muni vetnið leika lykilhlutverk í orkuskiptum heimsins. Í mörgum tilvikum henti það sem orkugjafi betur en hreinar rafhlöður. Það eigi t.d. við þar sem verið er að knýja áfram þyngri far- artæki á borð við flutningabíla og strætisvagna en þá sé það einnig ótvíræður kostur þegar kemur að minni farartækjum eins og fólks- bílum hversu stuttan tíma það taki, í samanburði við rafbíla, að hlaða orku á vetnisbíla. Í grunninn er vetnistæknin þó leið til að framleiða rafmagn. Vetninu er veitt inn á efna- hverfil sem blandar það súrefni. Við það losnar orka úr læðingi og eini út- blásturinn er vatn. Því er vetni í raun ein skilvirkasta þekkta leiðin sem þekkt er til þess að geyma raf- magn. Samhliða því sem Toyota hef- ur tekið forystu á sviði vetnis- tækninnar hefur fyrirtækið efnt til margþætts samstarfs um innleið- ingu hennar. Það hefur fyrirtækið m.a. gert í Kína þar sem ætlunin er að byggja upp samfélög hreinnar orku. Þá notast H2.City Gold- strætisvagnar hins portúgalska CaetanoBus SA við vetnistækni Toyota. Hafa vagnar frá fyrirtækinu nú þegar verið teknir í notkun, m.a. í Barcelona. Vetnisvagnar voru í notkun hér á landi í upphafi aldarinnar en þeir voru teknir úr rekstri að tilrauna- tímabili loknu. Bergsma segir að nú sé komin miklu betri reynsla á tæknina og framþróun hafi verið mikil á síðustu árum. Þegar blaða- maður bendir honum á þá undarlegu staðreynd að nýta þurfi olíu til þess að kynda upp farþegarými raf- magnsstrætisvagna á götum Reykjavíkur, segir Bergsma að það sé dæmi um það hversu heppileg vetnistæknin getur reynst. „Í vetnisvögnum er hitinn sem myndast við efnahvörfin í efna- hverflinum notaður til þess að hita innanrýmið. Þannig nýtist orkan sem vetnið er nýtt til að búa til á fleiri vegu en einn.“ Ný kynslóð af Mirai Fyrir tveimur árum komu fyrstu Toyota Mirai-bílarnir til Íslands en það eru fyrstu fólksbílarnir sem fyrirtækið framleiðir sem ganga fyr- ir vetni. Útbreiðsla þeirra hefur þó ekki orðið mikil enda framleiðslan á þeim mjög takmörkuð og verðið til- tölulega hátt. Á liðnu ári kynnti Toyota hins vegar til sögunnar næstu kynslóð Mirai sem er afar laglegur bíll sem vakið hefur talsverða eftirtekt. Fram hefur komið að verð á slíkum bíl er frá 64 þúsund evrum í Þýska- landi, eða ríflega 10 milljónir króna. Páll Þorsteinsson hjá Toyota segir ekki liggja fyrir hvenær fyrstu bíl- arnir af þessari kynslóð verða fluttir til landsins né heldur hvert verðið á þeim verði. Bergsma segir aðspurður að verð- ið standi ekki í fólki og eftirspurnin eftir bílnum sé mikil. Hins vegar megi gera ráð fyrir að kostnaður við framleiðslu vetnisbíla muni fara lækkandi á komandi árum og að það muni endurspeglast í verði þeirra. Spurður hvort vetnistæknin muni ryðja sér til rúms í vinsælum undir- tegundum á borð við LandCruiser, segir Bergsma að Toyota upplýsi ekki um það. Hins vegar megi lesa í fyrri sögu. Þannig hafi hybrid-tæknin fyrst verið kynnt í hinum nýja Prius á sínum tíma en síðan verið staðfærð á önnur módel frá fyrirtækinu. – Það er því margs spennandi að vænta, ef sagan hefur eitthvert forspárgildi. Toyota opið fyrir vetnissamstarfi  Japanski bílaframleiðandinn er leiðandi í margháttuðu samstarfi um vetnisvæðingu víða um heim  Nýi Mirai kostar um 10 milljónir í Þýskalandi  Ekki ljóst hvenær hann verður í boði hér á landi Morgunblaðið/Stefán Einar Glæsikerra Ný kynslóð Mirai var m.a. kynnt á sýningu í Amsterdam í upphafi síðasta árs og hlaut mikla athygli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.