Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 24

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 24
gjaldslaust fyrir hljómleikana, flytur sjálfur burtu alla bílana í 2-3 daga og skilar öllu pússuðu og fínu og upp- hituðu.“ Mikil vinna var við undir- búning tónleikanna, t.d. þurfti að safna saman meira en 2.000 stólum víða um bæinn. Blaðamaður Morgunblaðsins var með fjörlega lýsingu í blaðinu dag- inn eftir tónleikana, jafnvel þótt þeim hafi ekki lokið fyrr en klukkan rúmlega ellefu um kvöldið. Engin mynd fylgdi af tónleikunum og ekki er að sjá að blöðin hafi birt myndir frá þeim. „Þegar klukkan fór að ganga níu í gærkvöldi sást að umferðin á göt- unum beindist mjög vestur í bæinn, enda var komin blindös við skála- dyrnar löngu áður en hljómleikarnir áttu að byrja. Svo mikil voru þrengslin, að sumum, sem lentu í mesta troðningnum, þótti nóg um, og vildu að þeir hefðu aldrei þar komið.“ En allt fór vel að lokum og reyndist bifreiðaskálinn hið myndar- legasta samkomuhús og mátulega stór fyrir áheyrendur, kór og hljóm- sveit. Eftir hljómleikana var hóf haldið á Hótel Borg. Voru margar og fjör- ugar ræður haldnar og ferfalt húrra hrópað fyrir Páli og Steindóri, að sögn Morgunblaðsins. Margt fyrir- manna var á tónleikunum, m.a. rík- isstjórinn, ráðherrar, þingmenn, biskupar, prestar og skólastjórar. Ó.Þ., sem titlaður var söngdómari Vísis, skrifaði um tónleikana í blaðið daginn eftir og sagði m.a. að þeir væru vafalaust þeir merkilegustu og glæsilegustu sem Tónlistarfélagið hefði haldið. Ó.Þ. bætir við að þetta hafi verið fjölmennasti en jafnframt prúðasti hópur Íslendinga sem hafi komið saman á innanhússskemmtun hérlendis. E.Th. (Emil Thoroddsen) skrifar um tónleikana í Morgunblaðið og er jákvæður í dómum sínum um hljóm- sveit og söngvara. „Enda þótt fáar aðfinnslur hafi verið gerðar hjer, skal það tekið fram að útfærslan var engan veginn annmarkalaus, en gall- arnir munu ekki taldir hjer, og það þegar af þeirri ástæðu, að hljómleik- urinn stóð á talsvert hærra stigi, en við er að búast hjer og við eigum að venjast,“ sagði Emil meðal annars. Fyrsti „tónleikasalurinn“ rifinn  Verkstæði bílastöðvar Steindórs við Ánanaust víkur fyrir fjölbýlishúsum  Fyrstu stóru tónleikar Íslandssögunnar fóru þar fram árið 1939  Yfir tvö þúsund manns hlýddu á Sköpunina eftir Haydn Morgunblaðið/Eggert Heyrir sögunni til Stórvirkar vinnuvélar hafa undanfarna daga unnið að því að brjóta niður húsið, sem var vettvangur menningarviðburðar árið 1939. Bílastöðin Hluti bílaflota Steindórs fyrir framan verkstæðishús hans. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarna daga hefur verið unnið að niðurrifi lágrar byggingar við Ánanaust í vesturbænum, gegnt JL- húsinu. Hún þurfti að víkja fyrir nýj- um fjölbýlishúsum. Steindór Ein- arsson, sem kallaður var bílakóngur Íslands, reisti húsið sem verkstæði og bílageymslu. Síðar var verslunar- rekstur í húsínu. m.a. verslanir Byko og Víðis. En þetta hús á sess í sögunni. Þar voru nefnilega haldnir fyrstu stór- tónleikarnir á Íslandi mánudaginn 18. desember 1939. Hljómsveit, kór og einsöngvarar fluttu kórverkið Sköpunina eftir austurríska tón- skáldið Franz Jo- seph Haydn und- ir stjórn Páls Ísólfssonar. Hér verður þessi merki menning- aratburður rifj- aður upp. Eins og nærri má geta var mikil eftirvænting í bænum á aðventunni 1939 enda fram undan „merkasti tónlistarviðburður á Íslandi“ eins og Morgunblaðið orðaði það í frásögn 12. desember. Þetta væri í fyrsta sinn sem „ora- toríum“ væri fært upp hér á landi í heild sinni. Í kórnum voru um 70 manns auk einsöngvara en 35 manns í hljómsveitinni. Ekkert hús í bæn- um rúmaði svona stóran hóp. Páll Ísólfsson tónskáld átti hug- myndina að því að ráðast í að æfa og flytja þetta mikla verk. Fréttamaður Morgunblaðsins brá sér á æfingu hjá Páli í sal útvarpsins. Þar stóð Páll fyrir framan hóp manna, nokkuð á annað hundrað, „og var sýnilega mjög æstur því svit- inn rann í straumum eftir andliti hans“, lýsir blaðamaður. Hópurinn endurtók sama kaflann aftur og aft- ur og þá gekk betur, bætir hann við. Þegar Páll gaf sér augnablikstíma til að þurrka af sér svitann notaði blaðamaður tækifærið til að forvitn- ast um þetta djarfa fyrirtæki hans. „Hafið þjer heyrt um nýjasta konsertsalinn okkar, bifreiðaskála Steindórs við Seljaveg, í okkar hópi kallað „Forum Steindórs“,“ spyr Páll blaðamann. Páll segir að þeir hjá Tónlistarfélaginu hafi um nokk- urn tíma vitað um þetta ágæta hús en ekki haft kjark til þess að fara fram á það við Steindór Einarsson að hann flytti um hávetur 40-50 bíla svo þeir gætu haldið þarna eina hljómleika. „En nú kvíðum við engu lengur, Steindór tók okkur opnum örmum og býður okkur húsið endur- Páll Ísólfsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 NÝ SENDING AF FLOTTUM HERRASKÓM Krevon Verð: 11.995.- St. 41 - 47,5 / 2 litir Viewport Verð: 14.995.- St. 41- 47,5 / 2 litir Relaxed Fit: Volero Verð: 14.995.- St. 41 - 47,5 / 2 litir Molton Gavero Verð: 17.995.- Stærðir 41 - 47,5 withMemory Foam withMemory Foam withMemory Foam SKECHERS SMÁRALIND - KRINGLAN En hver var Steindór Einarsson, sem kallaður var Steindór bíla- kóngur á sínni tíð? Í greininni „Úr landnámssögu bílanna“ í ritinu Samtíðinni árið 1938 segir Sig- urður Skúlason sögu hans. Steindór, fæddur 1888, dáinn 1966, var með þeim fyrstu sem tóku bílstjórapróf hérlendis og var skírteini hans númer 13. Hann stofnaði bílastöðina árið 1914 á heimili sínu í Ráðagerði, þar sem nú er Sólvallagata, en flutti starf- semina 1916 í mjög ófullkomið hús- næði undir stiga á Hótel Íslandi við Aðalstræti. Hótelið brann 1944. Steindór byrjaði með einn bíl, fjögurra farþega Ford, en smám saman fjölgaði bílunum. Hann flutti stöð sína á lóð á horni Hafnar- strætis og Veltusunds 1919 og var hún þar í síðan, eða þar til starf- seminni var hætt. Nú er þarna Ing- ólfstorg, Hlöllabátar og ísbúð. Þegar Sigurður ritar grein sína árið 1938 á Steindór samtals 72 bíla, þar af 30 stóra vagna (18 og 22 manna) til áætlunar- ferða og 42 minni leigubíla. „Mun Steindór Einarsson vera sá einstakl- ingur sem á flesta bíla um allan heim, því erlendis eiga hluta- félög yfirleitt allar meiri háttar bíla- stöðvar,“ segir Sigurður. Megi með fullkomnum rökum kalla hann bíla- kóng Íslands. Bifreiðastöð Stein- dórs var ein af fyrstu leigubíla- stöðvum til að taka upp leigu- bílagjald samkvæmt gjaldmælingu og fyrst til að nota talstöðvar í leigubílaakstri. Stöðin var auglýst til sölu 1982. Bílaverkstæði sitt við Sólvallagötu reisti Steindór upp úr 1930. Húsið var 1.483 fermetrar. Kona hans var Ásrún Sigurðardóttir og eignuðust þau fimm börn. „Var sá einstaklingur sem átti flesta bíla um allan heim“ STEINDÓR EINARSSON, BÍLAKÓNGUR ÍSLANDS Steindór Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.