Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Faxafeni 14, 108 Reykjavík - Sími 551 6646
Ákveðið hefur verið hvaða mynd-
listarmenn eða myndlistartvíeyki
eru tilnefnd til Íslensku myndlistar-
verðlaunanna sem Myndlistarmaður
ársins. Það eru þau Haraldur Jóns-
son, Margrét H. Blöndal, Libia
Castro og Ólafur Ólafsson, og Selma
Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún
Sigurðardóttir.
Þá eru þrír myndlistarmenn til-
nefndir til Hvatningarverðlauna árs-
ins, þau Andreas Brunner, Guðlaug
Mía Eyþórsdóttir og Una Björg
Magnúsdóttir.
Verðlaunin verða afhent 25. febr-
úar næstkomandi og þá verður einn-
ig, í fyrsta skipti, veitt sérstök
heiðursviðurkenning og viðurkenn-
ing vegna myndlistarútgáfu á liðnu
ári.
Myndlistarráð stendur nú í fjórða
skipti að úthlutun Íslensku mynd-
listarverðlaunanna en markmiðið er
að heiðra íslenska myndlistarmenn,
eða myndlistarmenn sem búsettir
eru á Íslandi, og vekja athygli á því
sem vel er gert, jafnframt því að
hvetja til nýrrar listsköpunar.
Verðlaunin Myndlistarmaður árs-
ins eru veitt myndlistarmanni sem
þykir hafa skarað fram úr með ný-
legum verkum og sýningu á Íslandi
á síðastliðnu myndlistarári. Hvatn-
ingarverðlaun verða veitt starfandi
myndlistarmanni sem nýlega hefur
komið fram á sjónarsviðið og vakið
athygli með verkum sínum. Almenn-
ingur, myndlistarmenn og fræði-
menn á sviði myndlistar tilnefna til
verðlaunanna og myndlistarráði
barst að þessu sinni 171 innsend til-
nefning. Við val á verðlaunahöfum
hefur dómnefnd í huga að verk
myndlistarmanna skari fram úr og
að viðkomandi séu fulltrúar þess
sem best er gert á sviði íslenskrar
samtímamyndlistar.
Hin nýja Heiðursviðurkenning
fellur í skaut starfandi myndlistar-
manns fyrir heildarframlag hans til
íslenskrar myndlistar. Viðurkenning
fyrir útgefið efni, hvort heldur sem
er í prentuðu eða stafrænu formi, er
veitt stofnun, einstaklingi eða fyrir-
tæki sem staðið hefur að framlagi
sem talið er hafa mikilvægt gildi fyr-
ir kynningu og rannsóknir á ís-
lenskri myndlist. Myndlistarráð tek-
ur ákvörðun um hverjir hljóta
viðurkenningar, en í ráðinu situr
fulltrúi frá mennta- og menning-
arráðuneyti, Listasafni Íslands og
Listfræðafélagi Íslands ásamt
fulltrúum Sambands íslenskra
myndlistarmanna.
Ólíkar sýningar tilnefndar
Haraldur Jónsson er tilnefndur
fyrir sýninguna Ljósavél í galleríinu
BERG Contemporary en sýningin
stendur enn yfir. Í umsögn val-
nefndar segir: „Haraldur Jónsson (f.
1961) á að baki langan listferil sem
spannar þrjá áratugi og marga
miðla en nýverið var haldin yfir-
gripsmikil yfirlitssýning á Kjarvals-
stöðum hvar horft var yfir farin veg.
Í sýningunni Ljósavél birtast ný
verk þar sem helstu höfundar-
einkenni listamannsins kjarnast á
óvæntan hátt, í senn sem úrvinnsla
ferilsins og uppbrot nýrra hug-
mynda.“
Margrét H. Blöndal (f. 1970) er
tilnefnd fyrir sýninguna Loftleikur í
i8 Gallerí. Sýningin er sögð „áhuga-
verð birtingarmynd listsköpunar
Margrétar sem hefur verið að vaxa
og dafna í þrjá áratugi í list sinni,
ætíð í fullu samræmi við það sem á
undan er farið. Ósýnilegur litríkur
þráður gengur í gegnum öll hennar
verk, allar hennar sýningar. Að
þessu sinni tókst hún á við nokkuð
hefðbundið sýningarrými, hvíta
kassann, með áhugaverðum árangri
en rýmið er ætíð hluti af verkum
hennar.“
Libia Castro (f. 1970) og Ólafur
Ólafsson (f. 1973) eru tilnefnd fyrir
verkið Í leit að töfrum – Tillaga að
nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ís-
land, í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi og á götum úti við
Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3.
okt. síðastliðinn í samstarfi við tón-
listar- og myndlistarhátíðina Cycle
og Listahátíð í Reykjavík. Í umsögn
segir að þessi stóri myndlistar-
viðburður sem þau sviðsettu sé
„fjölradda tónlistar- og myndlistar-
gjörningur við hundrað og fjórtán
greinar nýrrar stjórnarskrár Ís-
lands sem kosið var um í október
2012 og nær tveir þriðju hlutar sam-
þykktu. Áræðið og úthugsað þátt-
tökuverk sem varpar ljósi á mátt
listarinnar og efnir til umræðu um
sjálfan grunn samfélagssáttmálans.“
Selma Hreggviðsdóttir og Sirra
Sigrún Sigurðardóttir eru tilnefndar
fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí
BERG Contemporary. Um hana
segir að þær Selma (f. 1983) og Sirra
Sigrún (f. 1977) hafi unnið „að mark-
verðri sýningu, Ljósvaki, í galleríi
Berg Contemporary í Reykjavík
snemma árs 2020. Sýningin saman-
stendur af litlum og stórum ljós-
myndum og myndbandsverkum á
skjám. Verkin opna fyrir okkur ljós-
töfra og furðuveröld bergkristala er
finnast í Helgustaðanámu við Eski-
fjörð.“
Tilnefnd til Hvatningar-
verðlauna
Andreas Brunner er tilnefndur til
Hvatningarverðlaunanna fyrir sýn-
inguna Ekki brot-
lent enn, sýningu
D41 í D-sal Lista-
safns Reykjavík-
ur Hafnarhúss,
sýningarstjóri
var Markús Þór
Andrésson.
Guðlaug Mía
Eyþórsdóttir er
tilnefnd til
Hvatningarverð-
launanna fyrir
sýninguna Milli
hluta í Listasal
Mosfellsbæjar.
Og Una Björg
Magnúsdóttir er
tilnefnd fyrir sýn-
inguna Mann-
fjöldi hverfur
sporlaust um
stund, D40, í D-
sal Listasafns
Reykjavíkur –
Hafnarhúss, sýn-
ingarstjóri Aldís
Snorradóttir.
Dómnefnd Ís-
lensku mynd-
listarverð-
launanna skipa að
þessu sinni
Helgi Þorgils
Friðjónsson, sem
er formaður dóm-
nefndar og jafn-
framt Myndlistarráðs, Aðalheiður
Lilja Guðmundsdóttir, Helga Ósk-
arsdóttir, Valur Brynjar Antonsson
og Þorbjörg Jónsdóttir.
Tilnefnd til Myndlistarverðlauna
Sex listamenn
eru tilnefndir til
Íslensku myndlist-
arverðlaunana
Ljósmynd/Owen Fiene
Margrét H.
Blöndal
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og
Selma Hreggviðsdóttir
Guðlaug Mía
Eyþórsdóttir
Una Björg
Magnúsdóttir
Andreas
Brunner
Libia
Casto
Haraldur
Jónsson
Selma og Sirra Sigrún Þær eru tilnefndar fyrir Ljósvaka í galleríinu BERG
Contemporary, verk sem opna „ljóstöfra og furðuveröld bergkristala“.
Libia & Ólafur Tvíeykið er tilnefnt fyrir hið marglaga Í leit að töfrum,
„áræðið og úthugsað þátttökuverk sem varpar ljósi á mátt listarinnar“.
Haraldur Hann er tilnefndur fyrir sýninguna Ljósavél í BERG Contempor-
ary þar sem helstu höfundareinkenni hans „kjarnast á óvæntan hátt“.
Margrét Tilnefnd fyrir sýninguna Loftleikur í i8, þar sem sjá mátti áhuga-
verða birtingarmynd listsköpunar Margrétar, sem hefur vaxið og dafnað.
Ólafur
Ólafsson