Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 52

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 50 ára Skúli er Reyk- víkingur, ólst upp í Breiðholti og Laug- arneshverfi og býr í Breiðholti. Hann vinnur hjá BB Rafverktökum. Maki: Hrafnhildur Ósk Brekkan, f. 1964, þjón- ustustjóri hjá Frumherja. Stjúpdætur: Guðbjörg Ingibjörg Al- bertsdóttir, f. 1982, Sædís Harpa Al- bertsdóttir, f. 1983, og Rakel Ösp Sigurð- ardóttir, f. 1991. Foreldrar: Jón Bergmann Skúlason, f. 1947, d. 2013, leigubílstjóri, og Þóra Reimarsdóttir, f. 1946, húsmóðir í Reykjavík. Jón Skúli Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að ganga ekki svo hart fram, að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Mundu að allir eiga sinn rétt. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Engu fáið þið breytt úr þessu en getið notað ykkur reynsluna á ýmsan hátt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert kannski ekki að leita að nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi. Ein- hver sem ekkert er að gerast hjá er ekki skemmtilegur viðmælandi þessa dagana. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk er til í að hjálpa þér eða hvetja þig á einhvern hátt í vinnunni. Láttu ekki velgengni stíga þér til höfuðs, dramb er falli næst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leggur þig allan fram í starfi og það vekur almenna hrifningu yfirmanna þinna. Gættu þess að ganga ekki of langt í til- burðum þínum til að vekja athygli annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú skalt halda þig við þína sannfær- ingu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Taktu það rólega og einbeittu þér að nán- ustu samböndum þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum. Samræður um óvenjulega hluti örva huga þinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert eyðslukló í eðli þínu og þar sem eyðslusemin liggur í loftinu þarftu að fara sérstaklega varlega í dag. Foreldri gæti krafist meiri athygli en endranær. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki hlutina fara í taug- arnar á þér og líttu fram hjá uppátækjum vinnufélaga þinna. Töfrar þínir og þol- inmæði geta skilað þér stöðuhækkun á árinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekkert jafnast á við það að eiga samskipti við fólk sem er jafn hnyttið – eða næstum jafn hnyttið – og þú. Gefðu þér tíma til að stunda innhverfa íhugun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Dekr- aðu við sjálfan þig til þess að bæta það upp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert kappsfullur með áhuga á mörgum sviðum og átt auðvelt með að laða fólk til samstarfs. Taki menn höndum sam- an má ná ótrúlegum árangri. A rnaldur Indriðason fæddist 28. janúar 1961 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Hvassaleitisskóla og tók samræmdu prófin frá Ármúla- skóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1981 og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1996. „Ég ólst upp í Stóragerðinu þegar það var að byggjast upp á sjöunda áratugnum. Þar var krökkt af skemmtilegum krökkum sem dund- uðu sér úti við allan liðlangan dag- inn. Á sumrin fór ég í sveit í Skaga- firði til þeirra sæmdarhjóna Hlífar Árnadóttur og Kristmundar Bjarna- sonar, fræðimanns á Sjávarborg. Það var óborganlegur tími sem lifir sterkt í minningunni.“ Arnaldur var blaðamaður við Morgunblaðið 1981-83, kvikmynda- skríbent við blaðið frá 1983 og kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðsins 1986-2001. Arnaldur gaf út Mynd- bandahandbókina, ásamt Sæbirni Valdimarssyni, 1991. „Fljótlega eftir að ég fór að starfa við blaðamennsku á Morgunblaðinu byrjaði ég að skrifa um kvikmyndir í blaðið enda forfallinn bíóáhuga- maður og var lengi kvikmynda- gagnrýnandi, sem var mjög áhuga- verður tími. Ég fór sömuleiðis í sagnfræði vegna áhuga á sögu og sagnfræðilegu efni. Hvort tveggja reyndist einstaklega góður undir- búningur undir rithöfundarferil sem hófst undir lok aldarinnar þegar fyrsta skáldsagan, Synir duftsins, varð til upp úr hugmynd sem ég hafði gengið með í maganum í svo- lítinn tíma.“ Skáldsögur Arnaldar eru nú orðn- ar 24 talsins og eru þar á meðal verk eins og Mýrin, 2000; Grafarþögn, 2001; Röddin, 2002; Bettý, 2003; Kleifarvatn, 2004; Konungsbók, 2006; Harðskafi, 2007; Furðustrand- ir, 2010; Einvígið, 2011; þríleikur sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni og hefst á Skuggasundi, 2013, Stúlk- an hjá brúnni, 2018, en nýjasta skáldsaga hans er Þagnarmúr sem kom út um síðustu jól. Þá hefur hann unnið útvarps- leikrit upp úr nokkrum bóka sinna sem Leiklistardeild ríkisútvarpsins hefur flutt. Gerð var íslensk kvik- mynd eftir Mýrinni, í leikstjórn Balt- asars Kormáks, frumsýnd haustið 2006. Skáldsögur Arnaldar hafa ver- ið þýddar á tugi tungumála og hlotið frábærar viðtökur, en alls hafa selst yfir 15 milljónir eintaka af skáldsög- um hans og þær hafa komist á met- sölulista í mörgum Evrópulöndum, s.s. á Norðurlöndunum, í Þýska- landi, Hollandi og í Frakklandi. Arnaldur er langmest seldi rithöf- undur núlifandi Íslendinga. Arnaldur var sæmdur Glerlykl- inum, norrænu glæpasagnaverð- laununum, fyrir Mýrina, sem bestu glæpasögu Norðurlanda 2002, og aftur fyrir Grafarþögn, 2003; skáld- sagan Kleifarvatn var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 2004; Arnaldur var sæmdur Gullrýt- ingnum, hinum frægu verðlaunum Arnaldur Indriðason rithöfundur – 60 ára Rithöfundurinn Bækur Arnaldar hafa selst í 15 milljónum eintaka og unnið til fjölmargra verðlauna. Söluhæsti Íslendingurinn Í New York Arnaldur áritar bók sína, Mýrina, eða Jar City eins og hún nefnist á ensku, árið 2005, en það ár kom bókin út í Bandaríkjunum. Herbert Guðmundsson, fyrrverandi rit- stjóri og útgefandi, er áttræður í dag. Hann var enn fremur félagsmálastjóri Verslunarráðs Íslands og fram- kvæmdastjóri Amerísk-íslenska versl- unarráðsins. Börn hans eru Edda, tölv- unarfræðingur hjá Reiknistofu bankanna, og Heimir Örn hæstaréttar- lögmaður, með eigin stofu sem heitir Nestor og sérfræðingur hjá HR í sam- keppnisrétti. Þau Edda og Heimir eiga hvort fjóra stráka, átta afastráka Her- berts. Árnað heilla 80 ára 40 ára Lárus er Sel- fyssingur og hefur ávallt búið á Sel- fossi. Hann er húsa- smiður að mennt frá Fjölbrautaskóla Suð- urlands og er húsa- smiður hjá bygginga- fyrirtækinu Vigra. Maki: Ingunn Helgadóttir, f. 1987, leik- skólakennari á Jötunheimum. Sonur: Arnar Magni, f. 2016. Foreldrar: Guðmundur Jósefsson, f. 1956, skipstjóri og húsasmiður, og El- ín Arndís Lárusdóttir, f. 1956, starfs- maður Íslandspósts. Þau eru búsett á Selfossi. Lárus Guðmundsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.