Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
✝ Jón Viðarfæddist á Ak-
ureyri þann 5.
september 1965.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans þann 18.
janúar 2021.
Foreldrar hans
voru Þórir Hans
Ottósson, f. 13.
febrúar 1937, d.
31. maí 2007, og
Sigríður Jónsdóttir, f. 12. ágúst
1945, d. 16. apríl 2018, og faðir
frá átta ára aldri Stefán G.
Jónsson, f. 3. október 1948.
Jón átti tvö alsystkin, Jó-
hönnu Báru Þórisdóttur (1967),
Kristjönu Þórisdóttur (1971) og
þrjú hálfsystkin í móðurætt,
Hildur Jósefsdóttir, búsett í
Svíþjóð.
Jón bjó um nokkurra ára
skeið með Stefaníu Auðbjörgu
Halldórsdóttur en þau slitu
samvistir á síðastliðnu ári. Þeg-
ar Jón lést var hann í sambandi
með Þórunni Davíðsdóttur.
Jón fæddist á Akureyri en
flutti með fjölskyldunni til Sví-
þjóðar 1976 og bjó þar í sex ár.
Hann bjó í Englandi í tæpan
áratug og í Reykjavík síðustu
tuttugu árin. Á yngri árum
stundaði hann byggingarvinnu
og sjómennsku en lengstan
hluta starfsævinnar vann hann
við húsamálun.
Útför fer fram í dag, 28. jan-
úar2021, klukkan 13.30.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/y3rw7lvv
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Jón Guðmund Stef-
ánsson (1974),
Helga Heiðar Stef-
ánsson (1980) og
Sigurð Örn Stef-
ánsson (1982).
Hálfsystkin í
föðurætt eru Guð-
rún Þórisdóttir
(1959), Ívar Þór
Þórisson (1960) og
Guðrún Ósk Bárð-
ardóttir (1964).
Börn Jóns eru Lena Sigríður
Hemmingsen, f. 11. júní 1985,
gift Glenn Hemmingsen og
eiga þau fjórar dætur, Jenny,
Sögu, Freyju og Vilje, búsettar
í Noregi, og Írisi Andreu Jóns-
dóttur, f. 13. apríl 1987, bú-
setta í Svíþjóð. Móðir þeirra er
Elsku Nonni minn.
„Nonni minn“, svona ertu í
símanum mínum, ekki á ég eftir
að sjá það blikka á honum leng-
ur. Sit hér við tölvuna, hugsi,
gjörsamlega í áfalli og grátandi
yfir ótímabæru andláti þínu, við
vorum rétt að byrja … aftur.
Sagan okkar spannar 15 ár, við
kynntumst á netinu árið 2005.
Með okkar fyrstu spjalli varst
þú alltaf að segja við mig:
bíddu aðeins, síminn. Ég skildi
þetta nú ekki hvaða voða síma-
karl þú værir, og þú alltaf að
afsaka þig, á endanum sagði ég
við þig hvað áttu afmæli eða?
Þú hringdir í mig og þá kom
það í ljós að þú áttir einmitt af-
mæli og þú hlóst þínum ynd-
islega hlátri og sagðir: hva,
ertu skyggn eða? Við fórum að
búa saman en okkar leiðir
skildi eftir tæplega 3 ár. Þrátt
fyrir það lágu leiðir okkar aftur
saman í tvö skipti til viðbótar,
en við náðum þó ekki saman
aftur. En það tókst í þetta
skiptið. Vorum að skipuleggja
ýmislegt fyrir framtíðina, sér-
staklega margt þegar veiran
væri frá. Enda allir orðnir lang-
þreyttir á henni og við ekki
undanskilin, en búin að hafa
það ágætt þó í búbblunni okkar
þrátt fyrir áföll. Lífið var ekki
búið að vera þér auðvelt, elsku
karlinn minn, allskonar búið að
ganga á hjá þér, sem ég tel að
ekkert þurfi að rifja upp. Við
vorum búin að ræða okkar mál
og mörg önnur, finna lendingu
sem við vorum sátt með. Sl.
fimm og hálfan mánuð sem við
fengum saman í þetta sinn
varstu búinn að sýna mér allt
það besta í þér og ég veit að þú
varst að leggja þig allan fram.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa fengið að vera með þér
síðasta spottann í þínu lífi, trúi
því að þú hafir farið sáttur í
hjartanu, elsku ást eins og ég
kallaði þig. Þú hafðir yndi af
því að elda, sagðir það vera
þína slökun, fylgdist mikið með
líðandi stundu á fréttamiðlum,
last og hlustaðir mikið á bækur,
enda voru ótrúlegustu hlutir
sem þú mundir/vissir, sem voru
ekkert endilega gagnlegar upp-
lýsingar, en svo líka auðvitað
margt gagnlegt enda varstu vel
að þér í mörgu, og svo hina
stundina mundirðu ekki hvað
þú hést eins og þú sagðir sjálf-
ur, góður teiknari sem þú varst
að þínu mati, bara að dunda
við.
Verum góð hvert við annað,
lífið er að sýna okkur það í svo
mörgum myndum undanfarið
að við eigum að njóta og vera
til.
Lena, Íris, Stefán, Mummi,
Siggi, Helgi, Hanna, Kittý og
fjölskyldur, aðrir aðstandendur,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Set hér hluta af texta með
laginu Ef ég hefði vængi sem
Nonna þótti svo vænt um og á
vel við að mínu mati. Bless í
bili, elsku ást.
Þú ert farinn en ég er hér.
Skuggi sem að líkist þér,
er hér alla daga, hverja nótt.
Blómin fölnuð, ryðguð hlið
enginn til að tala við.
Ég heyri í þér samt er allt svo hljótt.
Ef ég hefði vængi
þá kæmi ég til þín.
Ef ég hefði vængi
þá flygi ég í myrkrinu til þín.
Gegnum skýjamúrinn klíf,
til að eiga með þér líf.
(Haraldur Reynisson)
Þín
Þórunn (Tóta).
Nonni stóri bróðir dáinn.
Eitthvað sem maður á eftir að
meðtaka betur þegar fram líða
stundir. Þegar ég fékk frétt-
irnar frá sjúkrahúsinu um að
þú værir á leiðinni í aðgerð
vegna sýkingar fannst mér það
hljóma eins og eitthvað sem þú
hlytir að hrista af þér. Svo
varstu farinn á augabragði og
meira að segja læknarnir virt-
ust furðu lostnir yfir hve illvíg
og hraðvirk þessi sýking var.
Þú varst 15 árum eldri en ég
og ég man töffarann með sól-
gleraugun að gantast við okkur
yngstu bræðurna. Hvað þú
varst nú spennandi og
skemmtilegur elsti bróðir. Ég
man líka hvað ég var svekktur
þegar þú fluttir austur á land
og síðan alla leið til Englands í
kjölfarið. Þú skildir þó eftir
tvær dætur sem urðu eftir hjá
mömmu sinni á Akureyri og
mér fannst við bræðurnir alltaf
tengjast þér á ákveðinn hátt í
gegnum þær. Þrátt fyrir símtöl
og bréfaskriftir rofnuðu tengsl-
in auðvitað umtalsvert og því
var mikill spenningur í mér
þegar þú fluttir heim til Íslands
aftur í kringum aldamótin. Nú
fengi maður að kynnast þér al-
mennilega og þá sem fullorðinn
maður. Eftir ýmis vandamál í
Englandi var kominn tími á
uppbyggingu og nýja og betri
tíð.
Húmorinn og smitandi
hrossahláturinn sáu til þess að
sjaldan leiddist manni í kring-
um þig. Þú varst sérlegur
áhugamaður um eldamennsku
og alltaf jafn gaman að koma í
mat til þín, fyrst þegar þú bjóst
með Tótu og svo seinna þegar
þú og Stebba fluttuð saman.
Best var náttúrlega þegar þið
Stebba bjugguð í þægilegri
göngufjarlægð frá heimilinu.
Þá gátum við hjónin farið í
óteljandi göngutúra yfir til ykk-
ar með tíkina okkar og mátti
ekki á milli sjá hvor var ánægð-
ari með heimsóknirnar, þú eða
hundurinn, þegar þið flöðruðuð
hvort upp um annað. Stundum
rölti fjölskyldan yfir þegar Ís-
land var að keppa í boltanum
og þá fylgdumst við ekki síður
með þér öskra, æpa, hlæja og
æja en sjálfum leiknum enda
magnað hvað þú gast lifað þig
inn í beinar útsendingar frá
íþróttum. Svo er ógleymanleg
ferðin til Spánar sem við fórum
í bræðurnir fyrir rúmum tveim-
ur árum, sem þú hafðir frum-
kvæði að og skipulagðir frá a-ö.
Þar varst þú í essinu þínu.
Í einu uppáhaldslagi lagi
þínu segir trúbadorinn Halli
Reynis: „Ef ég hefði vængi, þá
flygi ég í myrkrinu til þín.“
Þessi orð eiga sannarlega vel
við núna. Ferðalögin, matar-
boðin og kvöldhittingarnir
verða víst ekki fleiri en minn-
ingarnar lifa og virka á stund-
um eins og vængir.
Helgi Heiðar Stefánsson.
Sæl frænka, hvað segirðu
gott? Þannig hófust öll símtölin
okkar Jóns Viðars eða Nonna
frænda eins og hann var alltaf
kallaður hér. Við Nonni vorum
þremenningar og þekktumst
sem börn en endurnýjuðum
kynni okkar á fullorðinsárum.
Nonni var drengur góður og
sem málari mikill fagmaður.
Hann tók m.a. að sér verk hér í
blokkinni sem ég bý í, bæði fyr-
ir húsfélagið sem og íbúðareig-
endur og allir bera honum vel
söguna, hann vann verk sín af
fagmennsku.
Það var högg að fá fregnir af
snöggu brotthvarfi Nonna úr
þessum heimi en það kennir
mér að tími okkar í þessum
heimi er stuttur og brottförin
skjót og ófyrirséð.
Ég trúi því að þú hafir átt
góða heimkomu, enda margir
til að taka á móti þér. Ég sé al-
veg fyrir mér hvernig hún
mamma þín, hún Sigga frænka,
hefur tekið á móti þér og sagt
blíðlega eins og hún var alltaf
„Ertu nú nú kominn Nonni
minn?“
Dætrum, barnabörnum, föð-
ur, systkinum og öllum ástvin-
um Nonna sendum við systkini
mín okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höfundur ók.)
Kristjana Björnsdóttir
(Kiddý frænka).
Jón Viðar Þórisson
✝ Helgi Jóhann-esson fæddist í
Kálfsárkoti í
Ólafsfirði 25. júlí
1922. Hann lést á
Borgarspítalanum
16. janúar 2021.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Bjarni Jóhann-
esson, f. á Hall-
dórsstöðum í
Glaumbæjarsókn í
Skagafirði 6. október 1874, d.
15. apríl 1924, og Sigríður Júl-
íusdóttir, f. í Halldórsgerði í
Svarfaðardal 6. nóvember
1886, d. 3. febrúar 1967. Systk-
ini Helga, sem komust á legg,
voru Júlíus, f. 1909, d. 1982,
Jónína, f. 1912, d. 2004, Sig-
urjón, f. 1916, d. 2002, Septína,
f. 1919, d. 1987, og Jóhannes, f.
1924, d. 2009.
Helgi kvæntist 12. júlí 1953
Erlu Hrólfsdóttur, f. 7. janúar
1933, d. 29. apríl 2016. Börn
þeirra eru:
1. Edda, f. 14. ágúst 1952.
2. Heiðveig, f. 21. apríl 1955.
Fyrri eiginmaður hennar var
Ellert Jónsson, f. 18. júní 1956,
og átti hún með honum tvö
börn, tíu barnabörn og fimm
barnabarnabörn. Núverandi
eiginmaður er Tómas Halldór
Ragnarsson, f. 22. september
1952. Hann á þrjú
börn, sjö barna-
börn og tvö barna-
barnabörn.
3. Viðar, f. 26.
ágúst 1956, kvænt-
ur Marion Walser,
f. 30. ágúst 1961,
og eiga þau þrjú
börn.
4. Sigurður, f. 8.
október 1963,
kvæntur Heidi
Greenfield, f. 4 október 1955,
og eiga þau tvö börn.
5. Smári, f. 22 febrúar 1970.
Eiginkona hans var Helinda
Loh Akbar, f. 29. júní 1974, en
þau skildu. Þau eiga tvö börn.
Helgi fluttist suður um tví-
tugt þar sem hann kynntist
eiginkonu sinni, Erlu, og fluttu
þau inn í Kópavog þar sem þau
bjuggu til æviloka.
Helgi starfaði í yfir 50 ár
fyrir Kópavogsbæ, keyrði
strætisvagna en í 36 ár keyrði
hann skólabíl upp á Vatnsenda.
Útför Helga fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 28. jan-
úar 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Streymi frá útförinni:
https://www.digraneskirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þau eru þung sporin sem ég
tek í dag, en geri það stolt er
ég fylgi þér, elsku afi minn, síð-
asta áfangann í þessu ferli. Ég
mun vera jafn stolt eins og þeg-
ar þú fylgdir mér inn þennan
sama gang á brúðkaupsdegi
okkar Birgis.
Þú uppstrílaður í svartan
smóking, þú varst svo flottur
og tignarlegur og ég stolt að
hafa þig við hlið mér inn gang-
inn.
Því mun ég tignarleg og stolt
ganga þér við hlið út þennan
sama gang. Ég þekki engan
mann sem er eins duglegur og
þú varst, þú gerðir allt sjálfur
sama hvað það var. Þú byggðir
húsið þitt sjálfur, gerðir við bíl-
ana, réttir og sprautaðir. Þú
varst allt.
Man alltaf þær stundir er
það var svo spennandi að koma
með strætó frá Hafnarfirði og
þú sóttir mig niður á veg. Það
eitt að komast í skyr hjá ömmu
og með afa upp á Vatnsenda
með skólakrakkana úr Digra-
nesskóla.
Það var gaman að fylgjast
með hversu klókur þú varst að
ráða við allan hópinn í bílnum,
en öll litu þau upp til þín því þú
varst sérstakur í augum
margra. Helgi Jó, besti bíl-
stjórinn, hef ég oft heyrt frá
krökkum sem fóru með þér
þessa leið.
Og þú varst einstakur, þol-
inmæðin við að elta t.d. börnin
mín er við komum í heimsókn
og áhyggjurnar ef þau sváfu úti
um hávetur og vagninn snjóaði
í kaf, þér leist ekkert orðið á
blikuna að hafa barnið úti.
Svo tókstu þau í fangið og
spilaðir á þinn einstaka hátt
með munninum, ég stend mig
ennþá að því að vera að reyna
þetta en ekkert kemur. Nikkan
og munnharpan þín var heldur
ekki svo langt í burtu. En að
börnum fannst þér gaman og
þeim gaman í kringum þig því
þú varst alltaf til í allskonar
leiki.
Þú og amma voruð mér
ómetanleg í veikindum Alex
Darra og reyndar bara með öll
börnin mín þar sem þau urðu
svo lánsöm að fá tækifæri til að
kynnast langafa sínum og
–ömmu, en það er ekki sjálf-
gefið og þeim fannst þið best.
Þú varst einstakur maður
enda ekki margir sem geta
leikið það eftir að ganga á Esj-
una 95 ára að aldri og blása
ekki úr nös.
En margs er að minnast og
margs er að sakna og ég sakna
ykkar óskaplega.
En það gleður mig óskaplega
að hafa náð að spila fyrir þig
uppáhaldstónlistina þína áður
en þú fórst alveg frá okkur. Þú
opnaðir fallegu augun þín,
horfðir á mig og kreistir hönd
mína.
Elsku afi minn, ég mun
sakna ykkar alla daga, hittumst
fljótlega aftur er ég legg leið
mína í sumarlandið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín dótturdóttir,
Erla Tómasdóttir.
Í dag kveðjum við Helga
frænda. Mér er minnisstætt
hvað var gaman þegar Helgi og
Erla og þeirra börn komu heim
í sveitina í Ólafsfirði á sumrin.
Helgi var hörkuduglegur, stríð-
inn, hrekkjóttur og gerði og
sagði nokkurn veginn það sem
honum datt í hug. Við krakk-
arnir dýrkuðum þennan villi-
mann.
Seinna þegar ég fór suður í
skóla kynntist ég annarri hlið á
þessum uppáhaldsfrænda mín-
um.
Það var sama hvað bilaði eða
fór úrskeiðis, Helgi frændi,
bóngóði þúsundþjalasmiðurinn,
bjargaði því. Það var eins og að
eiga aukapabba. Helgi varð
aldrei gamall. Á tíræðisaldri
hljóp hann um eins og ungling-
ur, þaut upp á Esjuna og stökk
upp á þak til að setja upp jóla-
seríur.
Ég og fjölskylda mín eigum
góðar og gleðilegar minningar
um einstakan mann.
Við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hugrún Jóhannesdóttir
og fjölskylda.
Helgi Jóhannesson
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
KRISTJÁNS ÞORLÁKSSONAR
frá Veiðileysu,
sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Bylgjuhrauni á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Gunnar Kristjánsson María Guðmundsdóttir Gígja
Ólafur Bjarnason Jóhanna Norlund
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát elskulegs föður, afa
og langafa okkar,
GUÐMUNDAR VALDIMARSSONAR,
Stangarholti 9, Reykjavík,
sem lést 16. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2E á Sóltúni.
Rut Guðmundsdóttir
afabörn og langafabörn