Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
England
Everton – Leicester .............................. (1:0)
Gylfi Þór Sigurðsson var varamaður hjá
Everton.
Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/enski.
Burnley – Aston Villa.............................. 3:2
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
hjá Burnley á 60. mínútu.
Chelsea – Wolves...................................... 0:0
Brighton – Fulham................................... 0:0
Manch. Utd – Sheffield United ............ (0:1)
Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/enski.
Holland
AZ Alkmaar – Utrecht............................ 0:1
Albert Guðmundsson lék fyrstu 72 mín-
úturnar með AZ.
Efstu lið: Ajax 44, PSV Eindhoven 43, Vi-
tesse 41, AZ Alkmaar 37, Feyenoord 35.
Grikkland
Olympiacos – PAOK................................ 3:0
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Lamia – Smyrnis...................................... 1:0
Theódór Elmar Bjarnason kom inn á hjá
Lamia á 71. mínútu. Lið hans komst úr
neðsta sætinu með sigrinum.
Efstu lið: Olympiacos 51, Aris 39, AEK
37, PAOK 36, Panathinaikos 34.
Þýskaland
B-deild:
Darmstadt – Sandhausen ....................... 2:1
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á hjá
Darmstadt á 89. mínútu.
Katar
Krónprinsbikarinn, 16-liða úrslit:
Al-Arabi – Umm-Salal............................. 2:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Olísdeild karla
Stjarnan – FH....................................... 27:30
Staðan:
ÍBV 5 4 0 1 142:129 8
Valur 5 4 0 1 158:134 8
FH 6 4 0 2 167:148 8
Afturelding 4 3 1 0 97:90 7
Haukar 4 3 0 1 107:96 6
Selfoss 4 2 1 1 100:100 5
KA 4 1 2 1 96:95 4
Fram 5 1 1 3 114:121 3
Stjarnan 5 1 1 3 129:138 3
Þór Ak. 5 1 0 4 121:133 2
Grótta 5 0 2 3 108:121 2
ÍR 4 0 0 4 100:134 0
HM karla í Egyptalandi
8-liða úrslit:
Danmörk – Egyptaland.................. (v) 39:38
Svíþjóð – Katar ..................................... 35:23
Spánn – Noregur .................................. 31:26
Frakkland – Ungverjaland......... (frl.) 35:32
Undanúrslit á morgun:
Danmörk – Spánn
Frakkland – Svíþjóð
Leikir um sæti:
25-26: Túnis – Austurríki..................... 37:33
27-28: Kongó – Síle ............................... 30:35
29-30: Angóla – Marokkó ............... (v) 29:30
31-32: S-Kórea – Grænhöfðaeyjar ........ 10:0
Danmörk
Vendsyssel – Herning-Ikast............... 22:27
Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr-
ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir
varði 17 skot í marki liðsins (40%).
Þýskaland
Leverkusen – Dortmund .................... 21:27
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
fyrir Leverkusen.
B-deild:
Furstenfeldbrück – Bietigheim......... 30:33
Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot í
marki Bietigheim (27%). Hannes Jón Jóns-
son þjálfar liðið.
Dominos-deild kvenna
Snæfell – Fjölnir................................... 66:74
Skallagrímur – Haukar........................ 59:65
KR – Keflavík ..................................... 87:104
Valur – Breiðablik.............................. (52:58)
Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Staðan fyrir leik Vals og Breiðabliks:
Keflavík 6 6 0 510:415 12
Fjölnir 8 6 2 575:541 12
Haukar 8 5 3 516:483 10
Valur 6 4 2 408:348 8
Skallagrímur 7 3 4 469:505 6
Snæfell 7 2 5 488:533 4
Breiðablik 7 2 5 383:413 4
KR 7 0 7 496:607 0
NBA-deildin
Atlanta – LA Clippers........................ 108:99
Houston – Washington ...................... 107:88
Utah – New York................................ 108:94
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Lið Keflavíkur er áfram ósigrað í
efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í
körfuknattleik, Dominos-deild-
arinnar, eftir sigur gegn KR í DHL-
höllinni í Vesturbæ í gær.
Daniela Wallen átti enn einn stór-
leikinn fyrir Keflavík og var með
þrefalda tvennu; 27 stig, sextán frá-
köst og tíu stoðsendingar en hún
hefur skorað 28 stig að meðaltali í
deildinni til þessa og tekið fjórtán
fráköst.
Leiknum lauk með 104:87-sigri
Keflvíkinga en það voru KR-ingar
sem byrjuðu betur og leiddu með sjö
stigum eftir fyrsta leikhluta.
KR skoraði hins vegar 18 stig
gegn 34 stigum Keflvíkinga í öðrum
leikhluta og það reyndist Vestur-
bæingum dýrt.
Annika Holopainen átti stórleik
fyrir KR og skoraði 34 stig og tók 12
fráköst en liðið bíður ennþá eftir sín-
um fyrsta sigri í deildinni.
Haukar lentu í kröppum dansi í
Borgarnesi þegar liðið heimsótti
Skallagrím en Haukar leiddu með
sextán stigum fyrir fjórða leikhluta,
54:38.
Hafnfirðingar skoruðu einungis
11 stig í fjórða leikhluta gegn 21
stigi Skallagríms og var munurinn á
liðunum einungis tvö stig þegar
tvær mínútur voru til leiksloka.
Haukar reyndust hins vegar sterk-
ari á lokamínútunum og tókst að inn-
byrða sigur, 65:59.
Alyesha Lovett var stigahæst í
liði Hauka með 21 stig og þá tók hún
nítján fráköst. Hjá Skallagrími skor-
aði Keira Robinson 23 stig og Nikita
Telesford 22 stig.
Þá fór Ariel Hearn á kostum
hjá Fjölni þegar liðið heimsótti Snæ-
fell í Stykkishólm en leiknum lauk
með 74:66-sigri Fjölnis.
Hearn skoraði 30 stig og tók
þrettán fráköst en Grafarvogsliðið
leiddi nánast allan leikinn. Snæfell
tókst að minnka muninn í fjögur stig
í fjórða leikhluta en lengra komust
þær ekki.
Haiden Palmer og Anna Soffía
Lárusdóttir voru stigahæstar í liði
Snæfells með 15 stig hvor.
Leik Vals og Breiðabliks var
ekki lokið þegar blaðið fór í prentun
en sagt er frá honum á mbl.is/sport/
korfubolti.
Þreföld tvenna í
sjötta sigrinum
Útivallarsigrar hjá Fjölni og Haukum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áræðin Katla Rún Garðarsdóttir sækir að KR-ingum í Vesturbæ í gær.
Björn Bergmann Sigurðarson,
knattspyrnumaður frá Akranesi,
skýrði frá því í gær að hann væri að
skipta um félag í Noregi og myndi
fara til Molde frá Lilleström. Björn
lék áður með Molde árið 2014 þeg-
ar hann varð norskur meistari með
liðinu og aftur 2016-2017 þegar
hann var einn besti leikmaður
norsku deildarinnar seinna árið.
Björn hefur leikið í Rússlandi síð-
ustu árin en kom til Lilleström í
ágúst á síðasta ári og tók þátt í að
koma liðinu upp í úrvalsdeildina á
nýjan leik.
Björn Bergmann
á leið til Molde
Morgunblaðið/Eggert
Landslið Björn Bergmann Sigurð-
arson hefur leikið 17 landsleiki.
Þróttur í Reykjavík hefur gert
samning við bandarísku knatt-
spyrnukonurnar Katie Cousins og
Shae Murison um að leika með lið-
inu á komandi tímabili. Þær fylla í
skörð sterkra erlendra leikmanna
sem léku með Þróttarliðinu á síð-
asta tímabili þegar það kom
skemmtilega á óvart sem nýliði og
hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildar
kvenna, Pepsi Max-deildarinnar.
Cousins er 24 ára miðjumaður og
kemur frá Tennessee-háskóla. Mur-
ison er 22 ára framherji sem kemur
frá Santa Barbara-háskóla.
Tvær bandarískar
til liðs við Þrótt
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Óvænt Þróttarar náðu sínum besta
árangri í deildinni í fyrra.
FH-ingar náðu ÍBV og Val að stig-
um á toppi úrvalsdeildar karla í
handknattleik, Olísdeildarinnar, í
gærkvöld þegar þeir lögðu Stjörn-
una að velli í Garðabæ, 30:27. Þeir
hafa unnið báða leiki sína eftir kór-
ónuveirufríið.
Stjörnumenn léku síðast á Ís-
landsmótinu 2. október og þetta var
því þeirra fyrsti leikur í deildinni í
117 daga.
Góður endasprettur tryggði FH
sigurinn en Stjarnan var yfir, 26:24,
þegar fimm mínútur voru eftir af
leiknum.
Ágúst Birgisson skoraði 6 mörk
fyrir FH, Leonharð Harðarson 5 og
Ásbjörn Friðriksson 4. Phil Döhler
varði 14 skot í marki Hafnarfjarð-
arliðsins.
Leó Snær Pétursson skoraði 10
mörk fyrir Stjörnuna, Tandri Már
Konráðsson og Ólafur Bjarki Ragn-
arsson 6 hvor.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson fer framhjá Stjörnumanninum
Ólafi Bjarka Ragnarssyni í viðureign nágrannaliðanna í gærkvöld.
Góður endasprettur
hjá FH í Garðabæ
Danir geta enn varið heimsmeist-
aratitil sinn í handknattleik karla
en þeir sluppu fyrir horn í gær þeg-
ar þeir unnu Egypta, 39:38, eftir
tvær framlengingar og vítakast-
keppni í Kaíró.
Niklas Landin markvörður var
hetja Dana en hann hélt þeim á floti
í seinni framlengingunni, eftir að
þeir höfðu misst Mikkel Hansen af
velli með rautt spjald. Landin varði
síðan tvö vítaköst Egypta áður en
Lasse Svan skoraði úr síðasta víta-
kastinu.
Hansen skoraði tíu mörk fyrir
Dani í leiknum og Yahia Omar
skoraði ellefu mörk fyrir Egypta.
Spánverjar mæta Dönum í
undanúrslitum mótsins á morgun
en þeir unnu Norðmenn á sannfær-
andi hátt í átta liða úrslitunum í
gærkvöld, 31:26.
Norðmenn misstu Sander Sagos-
en meiddan af velli eftir 17 mínútna
leik og áttu ekki möguleika án
hans.
Alex Dujshebaev skoraði 8 mörk
fyrir Spánverja og Rúben Marchán
6 en Magnus Jondal var með 6
mörk fyrir Norðmenn.
Svíar og Frakkar mætast í hinum
undanúrslitaleiknum á morgun.
Svíar unnu auðveldan sigur á Kat-
ar, 35:23, eftir 14:10 í hálfleik. Val-
ter Chrintz og Lucas Pellas skor-
uðu 8 mörk hvor fyrir Svía.
Frakkar sigruðu hinsvegar Ung-
verja í háspennuleik eftir framleng-
ingu, 35:32. Staðan var 30:30 að
loknum venjulegum leiktíma eftir
að Ungverjar skoruðu þrjú síðustu
mörk leiksins. Í framlengingunni
náðu Frakkar undirtökunum á ný
og unnu hana 5:2. Michael Guigou
skoraði 6 mörk fyrir Frakka.
Danir sluppu eftir
háspennuleik
AFP
Kátir Niklas Landin og Mikkel Han-
sen eftir sigurinn á Egyptum.