Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 England Everton – Leicester .............................. (1:0)  Gylfi Þór Sigurðsson var varamaður hjá Everton.  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. Burnley – Aston Villa.............................. 3:2  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 60. mínútu. Chelsea – Wolves...................................... 0:0 Brighton – Fulham................................... 0:0 Manch. Utd – Sheffield United ............ (0:1)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. Holland AZ Alkmaar – Utrecht............................ 0:1  Albert Guðmundsson lék fyrstu 72 mín- úturnar með AZ.  Efstu lið: Ajax 44, PSV Eindhoven 43, Vi- tesse 41, AZ Alkmaar 37, Feyenoord 35. Grikkland Olympiacos – PAOK................................ 3:0  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos.  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Lamia – Smyrnis...................................... 1:0  Theódór Elmar Bjarnason kom inn á hjá Lamia á 71. mínútu. Lið hans komst úr neðsta sætinu með sigrinum.  Efstu lið: Olympiacos 51, Aris 39, AEK 37, PAOK 36, Panathinaikos 34. Þýskaland B-deild: Darmstadt – Sandhausen ....................... 2:1  Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á hjá Darmstadt á 89. mínútu. Katar Krónprinsbikarinn, 16-liða úrslit: Al-Arabi – Umm-Salal............................. 2:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.  Olísdeild karla Stjarnan – FH....................................... 27:30 Staðan: ÍBV 5 4 0 1 142:129 8 Valur 5 4 0 1 158:134 8 FH 6 4 0 2 167:148 8 Afturelding 4 3 1 0 97:90 7 Haukar 4 3 0 1 107:96 6 Selfoss 4 2 1 1 100:100 5 KA 4 1 2 1 96:95 4 Fram 5 1 1 3 114:121 3 Stjarnan 5 1 1 3 129:138 3 Þór Ak. 5 1 0 4 121:133 2 Grótta 5 0 2 3 108:121 2 ÍR 4 0 0 4 100:134 0 HM karla í Egyptalandi 8-liða úrslit: Danmörk – Egyptaland.................. (v) 39:38 Svíþjóð – Katar ..................................... 35:23 Spánn – Noregur .................................. 31:26 Frakkland – Ungverjaland......... (frl.) 35:32 Undanúrslit á morgun: Danmörk – Spánn Frakkland – Svíþjóð Leikir um sæti: 25-26: Túnis – Austurríki..................... 37:33 27-28: Kongó – Síle ............................... 30:35 29-30: Angóla – Marokkó ............... (v) 29:30 31-32: S-Kórea – Grænhöfðaeyjar ........ 10:0 Danmörk Vendsyssel – Herning-Ikast............... 22:27  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 17 skot í marki liðsins (40%). Þýskaland Leverkusen – Dortmund .................... 21:27  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki fyrir Leverkusen. B-deild: Furstenfeldbrück – Bietigheim......... 30:33  Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot í marki Bietigheim (27%). Hannes Jón Jóns- son þjálfar liðið.   Dominos-deild kvenna Snæfell – Fjölnir................................... 66:74 Skallagrímur – Haukar........................ 59:65 KR – Keflavík ..................................... 87:104 Valur – Breiðablik.............................. (52:58)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Staðan fyrir leik Vals og Breiðabliks: Keflavík 6 6 0 510:415 12 Fjölnir 8 6 2 575:541 12 Haukar 8 5 3 516:483 10 Valur 6 4 2 408:348 8 Skallagrímur 7 3 4 469:505 6 Snæfell 7 2 5 488:533 4 Breiðablik 7 2 5 383:413 4 KR 7 0 7 496:607 0 NBA-deildin Atlanta – LA Clippers........................ 108:99 Houston – Washington ...................... 107:88 Utah – New York................................ 108:94   KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Lið Keflavíkur er áfram ósigrað í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deild- arinnar, eftir sigur gegn KR í DHL- höllinni í Vesturbæ í gær. Daniela Wallen átti enn einn stór- leikinn fyrir Keflavík og var með þrefalda tvennu; 27 stig, sextán frá- köst og tíu stoðsendingar en hún hefur skorað 28 stig að meðaltali í deildinni til þessa og tekið fjórtán fráköst. Leiknum lauk með 104:87-sigri Keflvíkinga en það voru KR-ingar sem byrjuðu betur og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. KR skoraði hins vegar 18 stig gegn 34 stigum Keflvíkinga í öðrum leikhluta og það reyndist Vestur- bæingum dýrt. Annika Holopainen átti stórleik fyrir KR og skoraði 34 stig og tók 12 fráköst en liðið bíður ennþá eftir sín- um fyrsta sigri í deildinni.  Haukar lentu í kröppum dansi í Borgarnesi þegar liðið heimsótti Skallagrím en Haukar leiddu með sextán stigum fyrir fjórða leikhluta, 54:38. Hafnfirðingar skoruðu einungis 11 stig í fjórða leikhluta gegn 21 stigi Skallagríms og var munurinn á liðunum einungis tvö stig þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Haukar reyndust hins vegar sterk- ari á lokamínútunum og tókst að inn- byrða sigur, 65:59. Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka með 21 stig og þá tók hún nítján fráköst. Hjá Skallagrími skor- aði Keira Robinson 23 stig og Nikita Telesford 22 stig.  Þá fór Ariel Hearn á kostum hjá Fjölni þegar liðið heimsótti Snæ- fell í Stykkishólm en leiknum lauk með 74:66-sigri Fjölnis. Hearn skoraði 30 stig og tók þrettán fráköst en Grafarvogsliðið leiddi nánast allan leikinn. Snæfell tókst að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en lengra komust þær ekki. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir voru stigahæstar í liði Snæfells með 15 stig hvor.  Leik Vals og Breiðabliks var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en sagt er frá honum á mbl.is/sport/ korfubolti. Þreföld tvenna í sjötta sigrinum  Útivallarsigrar hjá Fjölni og Haukum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áræðin Katla Rún Garðarsdóttir sækir að KR-ingum í Vesturbæ í gær. Björn Bergmann Sigurðarson, knattspyrnumaður frá Akranesi, skýrði frá því í gær að hann væri að skipta um félag í Noregi og myndi fara til Molde frá Lilleström. Björn lék áður með Molde árið 2014 þeg- ar hann varð norskur meistari með liðinu og aftur 2016-2017 þegar hann var einn besti leikmaður norsku deildarinnar seinna árið. Björn hefur leikið í Rússlandi síð- ustu árin en kom til Lilleström í ágúst á síðasta ári og tók þátt í að koma liðinu upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Björn Bergmann á leið til Molde Morgunblaðið/Eggert Landslið Björn Bergmann Sigurð- arson hefur leikið 17 landsleiki. Þróttur í Reykjavík hefur gert samning við bandarísku knatt- spyrnukonurnar Katie Cousins og Shae Murison um að leika með lið- inu á komandi tímabili. Þær fylla í skörð sterkra erlendra leikmanna sem léku með Þróttarliðinu á síð- asta tímabili þegar það kom skemmtilega á óvart sem nýliði og hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar. Cousins er 24 ára miðjumaður og kemur frá Tennessee-háskóla. Mur- ison er 22 ára framherji sem kemur frá Santa Barbara-háskóla. Tvær bandarískar til liðs við Þrótt Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Óvænt Þróttarar náðu sínum besta árangri í deildinni í fyrra. FH-ingar náðu ÍBV og Val að stig- um á toppi úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, í gærkvöld þegar þeir lögðu Stjörn- una að velli í Garðabæ, 30:27. Þeir hafa unnið báða leiki sína eftir kór- ónuveirufríið. Stjörnumenn léku síðast á Ís- landsmótinu 2. október og þetta var því þeirra fyrsti leikur í deildinni í 117 daga. Góður endasprettur tryggði FH sigurinn en Stjarnan var yfir, 26:24, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Ágúst Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH, Leonharð Harðarson 5 og Ásbjörn Friðriksson 4. Phil Döhler varði 14 skot í marki Hafnarfjarð- arliðsins. Leó Snær Pétursson skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna, Tandri Már Konráðsson og Ólafur Bjarki Ragn- arsson 6 hvor. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Garðabær FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson fer framhjá Stjörnumanninum Ólafi Bjarka Ragnarssyni í viðureign nágrannaliðanna í gærkvöld. Góður endasprettur hjá FH í Garðabæ Danir geta enn varið heimsmeist- aratitil sinn í handknattleik karla en þeir sluppu fyrir horn í gær þeg- ar þeir unnu Egypta, 39:38, eftir tvær framlengingar og vítakast- keppni í Kaíró. Niklas Landin markvörður var hetja Dana en hann hélt þeim á floti í seinni framlengingunni, eftir að þeir höfðu misst Mikkel Hansen af velli með rautt spjald. Landin varði síðan tvö vítaköst Egypta áður en Lasse Svan skoraði úr síðasta víta- kastinu. Hansen skoraði tíu mörk fyrir Dani í leiknum og Yahia Omar skoraði ellefu mörk fyrir Egypta. Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum mótsins á morgun en þeir unnu Norðmenn á sannfær- andi hátt í átta liða úrslitunum í gærkvöld, 31:26. Norðmenn misstu Sander Sagos- en meiddan af velli eftir 17 mínútna leik og áttu ekki möguleika án hans. Alex Dujshebaev skoraði 8 mörk fyrir Spánverja og Rúben Marchán 6 en Magnus Jondal var með 6 mörk fyrir Norðmenn. Svíar og Frakkar mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Svíar unnu auðveldan sigur á Kat- ar, 35:23, eftir 14:10 í hálfleik. Val- ter Chrintz og Lucas Pellas skor- uðu 8 mörk hvor fyrir Svía. Frakkar sigruðu hinsvegar Ung- verja í háspennuleik eftir framleng- ingu, 35:32. Staðan var 30:30 að loknum venjulegum leiktíma eftir að Ungverjar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Í framlengingunni náðu Frakkar undirtökunum á ný og unnu hana 5:2. Michael Guigou skoraði 6 mörk fyrir Frakka. Danir sluppu eftir háspennuleik AFP Kátir Niklas Landin og Mikkel Han- sen eftir sigurinn á Egyptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.