Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 41
eftir á og notað hana til að tengja
saman núverandi liti.
Svo er það blessuð hljóðvistin sem
er mikið vandamál í nýjum húsum.
Við heillumst af því hvað það sé hátt
til lofts og hvað gluggarnir eru stórir
en svo líður okkur eins og við búum í
helli sem bergmálar svo svakalega í.
Við skiljum ekkert í því af hverju við
erum alveg búin á því og heyrum
varla í eigin hugsunum. Ef þú ert
með flísar eða harðparket í stóru
rými hefurðu líklega tekið eftir því
að hljóð berast frekar og geta orðið
þreytandi. Þarna geta mottur hjálp-
að mikið til svo hægt sé að dempa
hljóðið. Stórar mottur dempa hljóðið
meira en minni mottur og þær sem
eru loðnari dempa meira en þær sem
eru með snöggum hárum.
Svo er það forstofan. Hvernig
mottu eigum við að velja í forstof-
una? Hún þarf að vera í takt við okk-
ur sjálf, passa við heimilið og svo
þarf hún að vera þannig að hún geri
gagn. Mottan þarf að vera falleg, hlý,
bjóða fólk velkomið en einnig taka
við óhreinum skóm og miklum um-
gangi. Er tilgangur mottunnar að
þurrka af skóm eða er hún nær ein-
göngu til skrauts? Forstofumotta
getur verið hlýleg leið til að taka á
móti gestum en einnig þægileg leið
til að þurrka af skóm, sem aftur
hjálpar við að halda heimilinu hreinu.
Gólfmotta er góður „lendingar-
púði“, sem getur verndað viðkvæm
höfuð og hné ungu kynslóðarinnar
sem er að stíga sín fyrstu skref.
Motta getur mýkt skrefin og getur
lágmarkað meiðsl því hún er ekki
eins sleip og parketið. Þetta er ekki
síst gott að skoða til dæmis ef þú er
með langan gang þar sem gaman er
að hlaupa en alls ekki eins gaman að
detta og meiða sig. Gólfmotta bætir
oft við smá gripi þar sem þú þarft á
því að halda. Sumir kannast líka við
svæði sem verða sérstaklega hál
þegar gólfin eru þvegin. Það getur
þó borgað sig að setja stamt undirlag
undir mottu sem notuð er á þessi
sleipu svæði.
Ef misfellur eru í gólfefninu og þú
ert ekki í aðstæðum til að skipta um
er ein leið, skyndileiðin, að fela þær
með mottu þar til aðstæður breytast.
Ertu með rák í flísunum eða rispur í
parketinu? Eru einkennilegir kvistir
í viðargólfinu eða blettur í gólftepp-
inu sem hefur aldrei náðst úr? Þarftu
að bíða betri tíma til að skipta um
gólfefni eða ertu í leiguhúsnæði þar
sem ekki er samþykkt að skipta um
þau? Þá getur verið falleg lausn að
hylja svæðið með mottu. Mottuna
getur þú þá líka tekið með þér á
næsta stað eða notað í öðrum til-
gangi þegar vandamálið hefur verið
leyst.
Hvernig býður þú
fólk velkomið?
Þegar þú velur mottu
í forstofu er að ýmsu
að huga. Hér sést
einstaklega fögur
motta sem fæst í
Húsgagnahöllinni.
Leiktu þér
Mottur þurfa
ekki að vera
einar og sér.
Þú getur rað-
að nokkrum
saman eins og
sést á þessari
mynd. Mott-
urnar fást í
Húsgagna-
höllinni.
Breyttu stemningu
Dökkar mottur geta
gjörbreytt stemning-
unni á heimilinu og
fegrað það heilmikið.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
ÚTBORGUN FRÁ 2,6 MILLJ.
Miðað við búseturétt stúdíóíbúðar
á kr. 5.255.900 með 50% láni.
ÁVINNINGUR INNIFALIÐ Í BÚSETUGJALDIVANDAÐUR FRÁGANGUR 50% FJÁRMÖGNUN
• Fullbúnar íbúðir með gólfefnum
• Vandaðar innréttingar
• Mjög gott aðgengi og hljóðvist
• Hjólaaðstaða til fyrirmyndar
• Aðgengi að samkomusal
Auglýst verð á búseturéttum miðast
við staðgreiðslu. Í boði er allt að 50%
fjármögnun á búseturéttinum frá
Landsbankanum byggt á lánareglum
bankans.
• Örugg búseta
• Minni fjárbinding
• Réttur til vaxtabóta
• Lægri kaup- og sölukostnaður
• Búseti sér um ytra viðhald
Fjármagnskostnaður,
skyldutryggingar, hiti,
fasteignagjöld, hússjóður,
þjónustugjald og framlag
í viðhaldssjóð.
OPIÐ HÚS
BÓKAÐU ÞIG Á:
ARSKOGAR.BUSETI.IS
S: 556 1000 BUSETI@BUSETI.IS ARSKOGAR.BUSETI.IS
Grunnmynd: Stúdíóíbúð, 43 m².Grunnmynd: 3ja herb. 95,5 m². Stæði í bílageymslu fylgir.
Vandaðar íbúðir í rótgrónu hverfi
NÝJAR ÍBÚÐIR
VIÐ ÁRSKÓGA 5-7 Í MJÓDD
Anddyri
Svalir
Gangur
HerbergiHerbergi
Anddyri
Svalir
Fjöldi
Herb.
Stúdíó
2ja herb.
3ja herb.
Búsetugjald
verð frá:
kr. 123,923
UPPSELDAR
kr. 216,388
Búseturéttur
verð frá:
kr. 5,3 millj.
kr. 9,9 millj.
Útborgun
verð frá:
kr. 2,6 millj.
kr. 4,9 millj.