Morgunblaðið - 28.01.2021, Page 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
HVÍTANES
merínó ullarbuxur
Kr.11.990.-
HVÍTANES
merínó ullarpeysa
Kr.13.990.-
Samtaka breskra glæpasagnahöf-
unda, fyrir Grafarþögn 2005; sæmd-
ur hinum virtu frönsku verðlaunum
Grand Prix des Lectrices de Elle
fyrir Grafarþögn 2007, hlaut sænsku
Martin Beck-verðlaunin fyrir Rödd-
ina og bandarísku Barry-verðlaunin
fyrir Kleifarvatn, svo og ýmsar aðr-
ar viðurkenningar.
„Ég hef oft sagt að það hafi ekki
verið sjálfgefið að skrifa glæpasögur
hér fyrir aldarfjórðungi en allt er
það breytt og núna eru íslenskar
glæpaskáldsögur lífleg bókmennta-
grein og hafa náð mikilli útbreiðslu
svo orðið hefur algjör bylting hvað
það varðar í okkar bókaheimi. Það
hefur verið mjög ánægjulegt að
fylgjast með þeirri þróun og ég á
ekki von á öðru en að hún haldi
áfram.“
Fjölskylda
Kona Arnaldar er Anna Fjeldsted,
f. 7.9. 1958, kennari. Þau eru búsett á
Seltjarnarnesi. Foreldrar Önnu voru
hjónin Sigurjón Fjeldsted, f. 10.5.
1898, d. 2.8. 1977, pípulagninga-
meistari og Sigrún G. Fjeldsted, f.
7.6. 1921, d. 23.7. 2015, húsmóðir.
Þau voru búsett í Reykjavík.
Börn Arnaldar og Önnu eru: 1)
Örn, f. 1.8. 1984, doktor í stærðfræði
við HÍ, kvæntur Ástu Margréti Sig-
urðardóttur lögfræðingi, f. 15.11
1985. Börn þeirra eru Björk, f. 12.1
2015, og Arnaldur, f. 22.12. 2018; 2)
Þórunn, f. 28.11. 1986, verkefnastjóri
hjá Endurmenntun HÍ; 3) Indriði, f.
13.12. 1994, í meistaranámi í tölv-
unarfræði við HÍ, unnusta er Íris
Aníta Eyþórsdóttir, f. 31.7. 1994, í
meistaranámi við Félagsvísindadeild
HÍ.
Bræður Arnaldar eru Friðrik, f.
8.6. 1957, blaðamaður í Reykjavík;
Þorsteinn, f. 27.6. 1959, málvísinda-
maður og prófessor í íslenskum
fræðum við Háskólann í Bergen í
Noregi; Þór, f. 18.3. 1966, búsettur í
Reykjavík. Foreldrar Arnaldar:
Indriði G. Þorsteinsson, f. 18.4. 1926,
d. 3.9. 2000, rithöfundur og ritstjóri í
Reykjavík, og Þórunn Friðriks-
dóttir, f. 7.12. 1931, húsmóðir, búsett
á Seltjarnarnesi.
Arnaldur
Indriðason
Þóra Gísladóttir
húsfreyja á Sauðárkróki
Sigurður Pálsson
héraðslæknir á Sauðárkróki
Lára M. Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Friðrik Valdimar Ólafsson
skipherra og skólastjóri Stýrimannaskólans
Þórunn Friðriksdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Stefanía Þorvarðsdóttir
húsfreyja á Vopnafirði og Ísafirði
Ólafur F. Davíðsson
verslunarstjóri á Vopnafirði og Ísafirði
Guðrún Sigurbjörg Bjarnadóttir
húsfreyja í Litladalskoti í Tungusveit, Skag.
Jósef Jónsson
bóndi í Litladalskoti
Anna Jósefsdóttir
húsfreyja áAkureyri og í Reykjavík
Þorsteinn Magnússon
verkamaður áAkureyri og í Reykjavík
Helga Indriðadóttir
húsfreyja og ljósmóðir í Gilhaga
Magnús Jónsson
bóndi og organisti í Gilhaga á Fremribyggð, Skag.
Úr frændgarði Arnaldar Indriðasonar
Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur og ritstjóri í Reykjavík
„ÞÚ KANNSKI LOSAR AÐEINS UM
HNÚTANA HJÁ ÞESSUM, GÚRI MINN!”
„SETTU HENDURNAR NIÐUR, MAÐUR. HANN
ER AÐ LEITA AÐ TANNLÆKNI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að treysta henni með
skærin.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
JESS! HÚN ER KOMIN!!
HÚN ER KOMIN!!
FYRSTA GRILLSTEIK
SUMARSINS
VÚHÚ!
HELGA! VARSTU BÚIN AÐ
FRÉTTA ÞETTA? ÞAÐ RÉÐST
BRJÁLAÐ NAUT INN Á KRÁNA OG
STANGAÐI ALLA SEM SÁTU VIÐ
BARINN!
HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ VEGNA
ALLRA RAUÐU NEFJANNA!
SKELL
Jóhann M. Lénharðsson skrifaðimér gott bréf á mánudag, þar
sem hann vakti athygli mína á því,
að ég hefði farið rangt með réttrit-
unarvísu Sigurkarls Stefánssonar
og biðst ég afsökunar á því. Til að
skýra málið og gera langa sögu
stutta birti ég hér kafla úr bréfi Jó-
hanns:
„Google leiddi mig áfram og nú
að dóttur höfundarins. Ég leyfi mér
að senda þér eftirfarandi kafla úr
GÓP-fréttum þar sem vísan er birt
og fleiri í sama dúr og er Anna Sig-
urkarlsdóttir heimildarmaðurinn.
Réttritunarvísur eftir Sveinbjörn
Sigurjónsson íslenskukennara í
Ingimarsskólanum og seinna skóla-
stjóra í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar.
Fyrsta og seinasta vísan eftir Sig-
urkarl Stefánsson. Notað í stíla
1941-43.
Sigurkarl:
Yxu víur ef ég hnigi
og önd mín smygi í himininn,
út af því að það var lygi
að Þráinn flygi á Skarphéðin.
Sveinbjörn:
Tíu kríur tína víur
á túni nýja ráðherrans
Eta slý og angalíur
alveg rýja landið hans.
Hafið egndi unga drengi
ei þótt lygndi sigldu þeir.
Engu gegndu ærið lengi
alltaf rigndi meir og meir.
Seint um daginn eygja eyju
Óðar lægja þanda voð.
Taka lagið beygja beygju
í bátalægið skríður gnoð.
Röskar meyjar raka teiginn
rjóðar sveigja lipra hönd.
Bóndi heyin bindur feginn
brosa slegin engjalönd.
Sigurkarl (ortografísk sléttu-
bönd):
Tæmast hirslur, björgin bregst,
byrgir geisla hríðin.
Dæmast gíslar, skálmin skekst.
Skálkar beisla lýðinn.
Sem snýst við þannig:
Lýðinn beisla skálkar, skekst
skálmin, gíslar dæmast.
Hríðin geisla byrgir, bregst
björgin, hirslur tæmast.
Gömul vísa að lokum:
Lúsagörmum sveipar sig
svipaður böðli, böðli
en kvinnan ríður kurteislig
keik í söðli, söðli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Réttritunarvísa
Sigurkarls Stefánssonar