Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 59

Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Bolholt 4 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Fitueyðing Eyðir fitu á erfiðum svæðum Laserlyfting Háls- og andlitslyfting NÝTT ÁR – NÝMARKMIÐ Frábær tilboð og fleiri meðferðir í vefverslun okkar! TILBOÐ 20% afslátturí janúar Valdið er stórmerkilegvísindaskáldsaga þar semkarlar og konur skipta umhlutverk og rúmlega það. Í Valdinu öðlast konur líkamlega krafta til að stjórna. Með því að upp- götva banvæna eiginleika sína sitja þær skyndilega við stjórnvölinn og stígur valdið mörgum þeirra til höf- uðs. Þannig öðlast konur þau yfirráð í samfélaginu sem karlar höfðu áður. Hinn líkamlegi kraftur felst í hespunni, líffæri í framhandlegg kvenna sem þær geta notað til þess að framkalla rafstrauma. Með straumunum geta þær bæði valdið van- og vellíðan, krukkað í huga fólks og jafnvel drepið það. Konurnar með fallusinn Hespan er þannig einhvers konar fallus, táknmynd karllæga valda- kerfisins og kynjaðs mismunar, sem áður var í höndum karlmannanna. Mismunurinn minnkar ekki með því að konurnar taki við fallusnum, leik- arnir snúast einfaldlega: „Strákar og stelpur höfðu verið að- skilin á fimmta degi; annað var ekki hægt þegar fólk áttaði sig á því að stúlkurnar voru að þessu. Nú þegar eru foreldrar farnir að segja sonum sínum að vera ekki einir á ferð, að fara ekki of langt.“ Sagan er fersk og talar við sam- tímann á óþægilegan dystópískan hátt sem fær lesandann til þess að bæði hrylla sig og velta fyrir sér samfélaginu sem við mannfólkið bú- um við. Spurningar eins og: „Þarf vald alltaf að taka á sig viðbjóðs- legar birtingarmyndir?“ „Er óhjá- kvæmilegt að valdi sé misbeitt?“ vakna og bókin býður í raun upp á svör sem eru ekki til þess fallin að lyfta brún lesandans. Sagan er sögð út frá nokkrum mismunandi sjónarhornum og í einu þeirra fær lesandinn að sjá þennan breytta heim í gegnum augu karl- manns. Sú sýn er bókinni dýrmæt þar sem valdhafinn skynjar heiminn í kringum sig á annan og jafnvel raunverulegri máta en sá sem vald- laus er. Höfundur notar til skiptis hraðan og hægan stíl þótt söguþráðurinn sé hraður. Þannig nær hann að stjórna tilfinningu lesandans fyrir efni bók- arinnar betur en ella, varpa sterk- ara kastljósi á sum atriði en önnur. Þá birtast í bókinni sérstakar lýs- ingar sem spila á öll skynfærin. Í þeim er gjarnan lögð áhersla á eitt skynfæri í einu, eins og á blaðsíðu 173: „Hann finnur fyrir því í loftinu núna, hann þekkir tilfinninguna. Lyktin af götunni, hundaskítnum og mangó- pækli og líkamsþef af fólksmergðinni og steiktu bhindi með kardimommum magnast um stund.“ Það er eitt og annað truflandi í bókinni. Þótt söguþráðurinn sé gífurlega vel fléttaður er hann stundum heldur ýktur og yfirborðs- kenndur. Þá er því miður margt smátt sem getur auðveldlega truflað lesandann í þýðingunni, til dæmis ruglingsleg setningaskipan, inn- sláttarvillur og vísun í vitlausar síð- ur í eftirmála bókarinnar. Þrátt fyr- ir að slíkt skipti ekki öllu máli gerir margt smátt eitt stórt og því er mikilvægt að það sé tekið fram hér. Um er að ræða atriði sem hefði auð- veldlega mátt laga með betri próf- arkalestri. Það er samt sem áður hægt að mæla hiklaust með Valdinu enda um tímamótaverk að ræða sem skilur lesandann sannarlega ekki eftir ósnortinn. Alderman Rýnir mælir „hiklaust með Valdinu enda um tímamóta- verk að ræða sem skilur lesandann sannarlega ekki eftir ósnortinn“. Valdið skiptir um handhafa Skáldsaga Valdið bbbmn Eftir Naomi Alderman. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. Bjartur, 2020. Kilja, 424 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Hið vinsæla Pompidou-samtíma- listasafn í París verður lokað vegna viðhalds í fjögur ár, frá 2023 til 2027, að sögn menningarmálaráðherra Frakka. Ráðast verður í aðkallandi við- gerðir og viðhald á byggingunni óvenjulegu áður en haldið verð- ur upp á aldarafmæli hennar ár- ið 2027. Byggingin var hönnuð af Richard Rogers og Renzo Piano og er til að mynda fræg fyrir að stór hluti stoðkerfa og lagna byggingarinnar er utan á henni. Auk listasafns er í byggingunni vinsælt almenningsbókasafn. Um þrjár og hálf milljón gesta sækir Pompidou-safnið heim árlega og eru starfsmenn í byggingunni um eitt þúsund talsins. Pompidou-safnið Rómuð safnbyggingin í París er heimsótt af 3,5 milljónum gesta árlega. Hyggjast loka safni í fjögur ár Sænski leikstjórinn og leikskáldið Lars Norén er látinn 76 ára að aldri í kjölfar Covid-19-veikinda. Norén fæddist í Stokkhólmi 1944 og vakti fyrst athygli sem ljóðskáld aðeins 19 ára gamall. Á löngum ferli samdi hann um 30 prósa- og ljóðabækur og um 60 leikrit fyrir leiksviðið, sjón- varp og útvarp. Flestöll leikrita hans hafa verið sýnd í heimalandi hans og mörg þeirra verið sýnd í leikhúsum erlendis. Stefán Baldursson, Þjóðleik- hússtjóri 1991 til 2004, minnist Norén á Facebook-síðu sinni með þeim orðum að hann hafi verið „eitt fremsta leikskáld samtímans“. Segir hann verk Norén hafa verið „ein- staklega djúp, átakamikil og safa- rík“ Segir hann Norén hafa verið lagið „að skapa nærgöngul og til- þrifaþrungin samskipti persóna sinna og kröfuhörð hlutverk, sem urðu keppikefli allra mikilhæfra leikara að fá að glíma við,“ skrifar Stefán og tekur fram að hann sé stoltur af því að hafa staðið fyrir sýningum á þremur leikrita hans hérlendis auk leiklesturs á einu þeirra. Sviðsuppfærslurnar eru Bros úr djúpinu í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1983, Seiður skugg- anna í leikstjórn Andrésar Sigur- vinssonar hjá Þjóðleikhúsinu 1994 og Laufin í Toskana í leikstjórn Við- ars Eggertssonar hjá Þjóðleikhús- inu 2001. Auk þess var „eitt fyrsta og frægasta leikrit hans“ Nóttin er móðir dagsins leiklesið í Þjóðleik- húsinu 2003 í leikstjórn Viðars. Þá leikstýrði Hlín Agnarsdóttir leikriti hans Hræðileg hamingja á vegum Alþýðuleikhússins 1992. Þekktur Sænska leikskáldið Lars Norén. Lars Norén látinn 76 ára að aldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.