Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
FASTEIGNASALA
Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900
valborgfs.is
Glæsilegar nýjar íbúðir í Fossvogsdal ogHraunbæ
Óskumað ráða
löggilta fasteignasala
VERÐMETUM SAMDÆGURS
ÓSKUMEFTIRÖLLUMGERÐUMEIGNAÁ SKRÁ
FOSSVOGSDALUR HRAUNBÆR
Tilbúnar til afhendingar!
Örfáar íbúðir óseldar!
Elvar Guðjónsson
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 895 4000
elvar@valborgfs.is
Þórður Heimir
Sveinsson
Lögmaður og
lögg. fasteignasali
Jónas Ólafsson
Viðskiptafræðingur
Sími 824 4320
jonas@valborgfs.is
Gunnar Biering
Agnarsson
Nemi til löggildingar
Sími 823 3300
gunnar@valborgfs.is
María Sigurðardóttir
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 820 1780
maria@valborgfs.is
Allar upplýsingar veita:
Skattfrjáls
söluhagnaður
SUMARHÚSAEIGENDUR
Frá 1. janúar 2021 er hagnaður af sölu sumarhúsa skattfrjáls.*
Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar.
Skógarvegur 6-8
Íbúðakjarni með 69 íbúðum á 4 hæðum
auk bílakjallara.
Hraunbær 103 A, B og C
Nýjar íbúðir fyrir 60+
Valborg óskar eftir að ráða löggilta
fasteignasala. Frábær vinnuaðstaða og
góður vinnuandi.
Nánari upplýsingar veitir Elvar
Guðjónsson, elvar@valborgfs.is
*að ákveðnum skilyrðum uppfylltum
Nú nýverið var birt
ársfjórðungsskýrsla
kjaramálasviðs stétt-
arfélagsins Eflingar.
Þar kom ásamt öðru
fram, að á síðasta árs-
fjórðungi 2020 hefðu
orðið til 56 launakröfur
á rúmlega 40 fyrirtæki,
samtals að upphæð
rúmar 46 milljónir,
vegna vangoldinna
launa.
Efling kýs að kalla þessar kröfur
launaþjófnað og hafa forsvarsmenn
stéttarfélagsins farið mikinn í fjöl-
miðlum. Niðurstöðurnar eru túlkaðar
í þá veru að þetta sé stórt, mikið og
vaxandi vandamál. Þá er þess krafist
að löggjafinn grípi til harðra sekt-
arákvæða, því hér sé um að ræða
mein sem breiði stöðugt úr sér og hér
sé að alast upp heil kynslóð atvinnu-
rekenda sem einfaldlega sé með við-
skiptamódel sem geri ráð fyrir þessu.
Reyndar gengur Efling lengra, því
forsvarsmenn félagsins vilja taka yfir
málaflokkinn frá hinu opinbera, en ef
það raungerðist, þá væru þeir kær-
andi, rannsakandi og dómari í mál-
inu, en það stríðir gegn meira og
minna öllum þeim viðmiðum sem
sæmilega þenkjandi fólk telur eðlileg.
Við fyrstu sýn virðist upphæðin
sem um ræðir há, sem og fjöldi til-
fella, en þegar betur er að gáð, þá er
þetta ekki svona einfalt.
Við skulum gefa okkur að allar
þessar kröfur séu í raun á rökum
reistar, sem er alls ekki gefið, því það
eru jú iðulega tvær hliðar á öllum
málum.
Það eru um 25.000 manns í Eflingu
og ef við gefum okkur það að með-
alheildarlaun séu 400.000 krónur á
mánuði, þá eru heildarmánaðarlaun
Eflingarfólks um 10 milljarðar en 30
milljarðar á ársfjórðungnum sem um
ræðir. Þá kemur í ljós að hlutfall títt-
nefnds launaþjófnaðar af launum er
0,15%, sem ég held að flestir geti ver-
ið sammála um að sé ekki hátt hlut-
fall.
Ef við síðan horfum á tíðni meðal
félagsmanna, þá erum við að tala um
56 tilvik í hópi 25.000 félagsmanna.
Það má umreikna þetta í að líkurnar
á að verða fyrir þessu eru einn á móti
tæplega 500 og þykja það heldur ekki
miklar líkur.
Ef við horfum síðan á þetta og mið-
um við tíðni meðal fyrirtækja, þá
skipta þau þúsundum og ljóst að nán-
ast öll fyrirtæki eru með þessi mál í
lagi.
Þá er mjög lítið gert úr þeirri stað-
reynd að ársfjórðungsskýrslan sýnir
að tilvikum á milli ára fækkaði um
29%. Það er hlutfall sem hægt er að
stæra sig af.
Samkvæmt fréttatilkynningu Efl-
ingar hefur launaþjófnaður síðustu
fimm ára numið einum milljarði. Það
þýðir þá að meðalárið er um 200
milljónir. Það þýðir þá líka að árs-
fjórðungslega erum við að tala um 50
milljónir að meðaltali.
Maður þarf ekki að vera neitt sér-
staklega góður í reikningi til að sjá að
þessi mál virðast ekki vera í vexti,
heldur virðast þau standa í stað, með
að meðaltali 200 milljónir á ári, þrátt
fyrir að laun hafi á sama tímabili,
samkvæmt launavísitölu, hækkað um
tæp 33%. Við erum því, að mér sýnist,
að tala um verulegan samdrátt – í það
minnsta hvað upphæðir varðar.
Í ljósi þess ástands
sem ríkt hefur vegna
Covid síðasta ár, þar
sem veitinga- og ferða-
þjónustugeirinn, þeir
geirar sem reiða sig
hvað helst á félagsmenn
Eflingar, hafa hlotið
miklar búsifjar, er í
raun stórmerkilegt að
málum tengdum van-
goldnum launum skuli
ekki hafa fjölgað veru-
lega. Það er því ekki
annað að sjá en að for-
svarsmenn þeirra hundraða fyr-
irtækja sem hafa þurft að lúta í gras
vegna samdráttar hafi sýnt mikla
ábyrgð og fyrirhyggju þegar kemur
að skilnaði við fyrrverandi starfs-
menn.
Væri ekki nær að Efling birti stóra
fréttatilkynningu þess efnis að
ástandið væri í raun býsna gott, sér í
lagi miðað við afar erfiðar aðstæður á
vinnumarkaði? Að frábær árangur
hefði náðst síðustu fimm ár, sér-
staklega þá á síðasta ársfjórðungi
2020, og að tilfelli vangoldinna launa
væru í raun sárafá, sama við hvaða
viðmið væri stuðst?
Maður veltir fyrir sér þeirri óþægi-
legu spurningu, hvað vaki fyrir þeim
sem veita félaginu forystu að senda
frá sér svona villandi upplýsingar, en
það er engu líkara en það sé verið að
reyna að efna til ófriðar.
Er ekki hægt að gera þá lágmarks-
kröfu á forsvarsmenn eins stærsta
verkalýðsfélags Íslands að þeir reyni
í það minnsta að námunda sig við
sannleikann í stað þess að fabúlera út
í loftið og draga ályktanir sem ganga
þvert gegn þeim gögnum sem þeir
eru að kynna?
Hér tala tölurnar sínu máli og það
stendur ekki steinn yfir steini, en
menn fara vísvitandi með með fleipur
og ásakanir. Maður hlýtur því að
spyrja sig hvort þetta fólk sé í verka-
lýðsbaráttu, eða hvort það sé í pólitík.
Við sem fylgjumst með á hliðarlín-
unni vitum að það veldur bylting-
arþenkjandi forystu Eflingar sárum
vonbrigðum að geta ekki sýnt fram á
það stórkostlega arðrán sem henni er
svo gjarnt að tala um, en það vill sem
betur fer svo til að við búum í landi
þar sem hlutirnir eru almennt betri
en gengur og gerist, sem og traust á
milli aðila. Við lifum ekki á tímum
Dickens, þar sem réttindi fólks eru
fótum troðin, og tala tölurnar sínu
máli þar um.
Launþegar og vinnuveitendur eru
almennt ekki andstæðir pólar, enda
deila þeir yfirleitt hagsmunum.
Í þeim örfáu tilvikum þar sem ekki
næst lending í ágreiningsmálum höf-
um við hins vegar fullfæra dómstóla
sem koma að málum án haturs og/eða
fordóma gagnvart atvinnurekendum.
Villandi og eitruð
talnaleikfimi
Eflingar
Eftir Þórarin
Ævarsson
Þórarinn H. Ævarsson
»Er ekki hægt að gera
þá lágmarkskröfu á
forsvarsmenn eins
stærsta verkalýðsfélags
Íslands að þeir reyni í
það minnsta að ná-
munda sig við sannleik-
ann í stað þess að
fabúlera út í loftið?
Höfundur er eigandi og stofnandi
pítsustaðarins Spaðans.
Það angrar ekki þjóðina þótt Steingrímur hætti eða Pír-
atar missi flugið og verði kvennalisti, en það er annað
með bankana sem þjóðin á og er búin að margborga og
bjarga.
Fólk er ekki tilbúið að setja þá aftur í hendur spila-
manna sem fara með þjóðarauðinn eins og það væri
þeirra eigið skotsilfur og þeir gætu farið með hvert sem
væri.
Bankarnir gefa góðan arð í ríkissjóð og engin ástæða
til að slátra þeirri gæs. Gullið í þeim eggjum heldur sínu
verðgildi á óvissutíð.
Ekki er minna virði fyrir ríkið að hafa stjórn á stefnu-
ákvörðunum aðalbankanna og að Seðlabanki og þeir
gangi í takt.
Fjárfestar geta svo stofnað sína eigin banka og gambl-
að sína lyst, sérlega ef þeir hafa svo mikið fé afgangs að
nægt hefði fyrir ríkisbönkunum þó í pörtum hefði verið.
Það verður að fara fram umræða um þessa hluti, ekki
bara í pólitíkinni.
Vitlausasta tillagan til þessa er að gefa fólki hlut í
bönkum! Það færi eins og hjá óskabarninu hér í gamla.
Fjárfestar myndu kaupa upp litla manninn. Búið.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hákarlabeitan
Samsett mynd
Atvinna