Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 ✝ GuðmundurHelgi Ágústs- son fæddist 28. september 1930 á Sauðárkróki. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 15. janúar 2021. Guðmundur Helgi var sonur hjónanna Ingi- bjargar Sumarrósar Guðmunds- dóttur, f. 25. jan. 1903, d. 1. feb. 1974, og Ágústs Stefáns Sig- tryggssonar, f. 28. sept. 1901, d. 13. nóv. 1945. Guðmundur Helgi var elstur fjögurra systkina. Hin eru Ólaf- ur Þórður, f. 13. maí 1935, d. 9. maí 2003; Sigríður Sólveig, f. 8. feb. 1937; Ágúst Stefán, f. 17. des. 1941. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar Helga er Hólm- fríður Ágústsdóttir, f. 20. maí 1933 í Mávahlíð á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 10. júlí 1899, d. 9. apr. 1976, og Ágúst Ólason, f. 21. ág. 1897, d. 13. sept. 1975. Synir þeirra eru: 1) Ágúst, f. 14. mars 1963, maki Hafdís Viggós- dóttir, f. 9. jan. 1967, sonur þeirra Viktor Ari, f. 2005. Börn Ágústs af fyrra hjónabandi eru: a) Stefanía Ósk, f. 1991, maki Pálmar Helgi og eiga þau tvö börn, b) Sævar Karl, f. 1991, fimm börn og eitt barnabarn. c) Halldór Fannar, f. 1983, maki Kristrún Dagmar. 5) Ásbjörn Guðjón, f. 12. mars 1955, maki Hólmfríður Erlingsdóttir, f. 3. feb. 1961, börn þeirra: a) Aron Steinn, f. 1988, maki Sigríður Margrét og eiga þau tvo syni. b) Anna Margrét, f. 1989. maki Aske og eiga þau eina dóttur. Helgi litli í Salnum eins og hann var kallaður á Króknum byrjaði ungur að vinna. Á Króknum vann hann við að beita hjá frændum sínum og eftir að skólagöngu í Reykjavík lauk vann hann ýmis störf. Þegar faðir Helga lést af slysförum úti á sjó réð Helgi sig á síðutogara sem hjálparkokkur, til að að- stoða móður sína við rekstur heimilisins. Síðan lá leið hans í Sæbjörg þar sem hann vann við fiskverkun og sem bílstjóri við útkeyrslu og að sækja afla í hafnir bæði á Vesturlandi og Suðurnesjum. Guðmundur Helgi vann vaktavinnu í álverinu í Straums- vík í 24 ár í steypuskálunum. Helgi og Fríða bjuggu í Reykjavík en voru dugleg að fara í Nátthagann, sumarbú- staðinn sem þau reistu í Fróð- árhreppi á Snæfellsnesi. Helga þótti gaman að grípa í bústörfin og aðstoða bændur í Mávahlíð. Útför Guðmundar Helga fer fram frá Lindakirkju í dag, 28. janúar 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá athöfn- inni: http://www.lindakirkja.is/utfarir Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat maki Salome. Móð- ir þeirra er S. Eva Sævarsdóttir, f. 25. nóv. 1960. 2) Þor- steinn, f. 14. apríl 1966, maki Björk Birgisdóttir, f. 17. júní 1968, synir þeirra: a) Birgir Örn, f. 1989, maki Monika og eiga þau einn son. b) Helgi Þór, f. 1993, maki Guðrún, og eiga þau einn son. c) Ágúst Björn, f. 1998. d) Ingi Björn, f. 2004. Fyrir átti Guðmundur Helgi þrjá syni. Barnsmóðir: Sigrún Ólafsdóttir f. 26. okt. 1928, d. 8. jan. 2002: 3) Birgir Rúnar, f. 26. okt. 1949, d. 23. okt. 1993, börn hans eru: a) Valberg Gunnar, f. 1977, og á hann eina dóttur. b) Sigrún Ólöf, f. 5. jan. 1979, maki Erlend og eiga þau fjögur börn, móðir þeirra er Vilborg Sigurð- ardóttir. f. 15. okt. 1960 c) Óskar Bjarni, f. 12. jan. 1983, móðir hans er Ólína Magný Brynjólfs- dóttir f. 20. júlí 1954. Fyrrverandi eiginkona: Guð- rún Sigurðardóttir, f. 11. maí 1926, d. 27. nóv. 2005. 4) Sig- urfinnur, f. 12. sep. 1953, d. 7. júlí 1984, maki Dröfn Halldórs- dóttir, f. 19. apr. 1955, synir þeirra: a) Kári, f. 1976, maki Svanhildur Díana og eiga þau fjögur börn. b) Sindri, f. 1978, maki Ásta Björk og eiga þau Elsku afi. Allar þær stundir sem við áttum saman. Þegar maður hugsar til baka þá rifjast upp margar minningar um þig eins og þau skiptin sem maður kom í heimsókn til ykkar. Með fyrstu minningum um þig var sú þegar þú og Steini frændi tókuð mig með ykkur í sveitina á vörubílnum, það er ferð sem maður mun ekki gleyma. Þegar við vorum í sveitinni þá vissi maður hvenær við vorum að fara í langa skoðunarferð því þá klæddir þú þig alltaf í íþrótta- gallann og að maður fengi ís á bakaleiðinni. Þú fékkst þér allt- af stóran ís í brauðformi. Tímarnir okkar eru dýrmætir fyrir mig, allar stundir okkar saman, alltaf fékk maður að koma til ykkar í sveitina eða að vera eftir hjá ykkur. Það var erfitt að fá ekki að vera hjá ykk- ur í sveitinni því þið fóruð einu sinni vestur á sumrin og komuð ekki aftur fyrr en eftir 3 til 4 mánuði til baka í bæinn. Þess vegna fannst þér gaman að því þegar ég laumaðist í bílinn hjá foreldrum mínum og sótti stól- inn minn og faldi hann svo ég kæmist ekki með foreldrum mínum í bæinn. Þegar ég kom í heimsókn þegar þú varst að vinna vakta- vinnuna þá bað amma mig um að hafa hljóð svo maður myndi ekki vekja þig, en ég hlustaði aldrei á það og fór beint til þín að láta þig vita að ég væri kominn í heimsókn, það gladdi þig alltaf að vita að ég væri kominn og sagðir að þetta væri allt í lagi vegna þess að þú gætir lagt þig seinna. Þín verður sárt saknað af okkur fjölskyldunni því sunnu- dagskaffið verður ekki það sama án þín. Við vitum að þú ert kom- inn á góðan stað til ættingja á himnum og vakir yfir okkur til að gæta okkar í blíðu og stríðu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Sjáumst seinna. Birgir Örn Þorsteinsson og fjölskylda. Elsku afi minn, það má svo sannarlega segja að margs sé að minnast núna þegar þú ert far- inn. Eftir sitja margar góðar minningar sem gott er að ylja sér við. Við afi áttum einstakt sam- band. Þegar horft er til baka á endalausar minningar þá situr mér efst í huga þegar við löbb- uðum saman hönd í hönd af leik- skólanum í Fálkaborg og myndi ég telja að það hafi verið ein elsta minning sem ég í raun man eftir. Alltaf var það jafn gaman og notalegt að koma í heimsókn til ykkar ömmu, hvort sem þú varst rétt ókominn heim í rút- unni úr vinnunni með bros á vör eftir langan vinnudag eða þegar þú sast við matarborðið á Grýtu- bakkanum með kornflex í skál eða í stólnum góða við ganginn að hlusta á fréttir með hendur á bak við haus. Alltaf var stutt í grínið og stríðnina og mikill fíflagangur sem fylgdi því, það er eflaust eitthvað sem fylgir nafninu okkar. Allar þær lífs- reglur sem þú kenndir mér tek ég með mér þangað sem fram- tíðin leiðir mig. Eftir því sem líður á mitt líf hef ég hugsað til ykkar þegar ég geri mér ferðir upp í Nátthaga. Öll þau ævintýri sem fyrir okkur voru lögð og þær stundir sem við áttum þar saman koma þá sterkt upp í hugann. Eftir að þið amma urð- uð eldri voruð þið ekki nægilega heilsuhraust til að gera ykkur ferð þangað, eins mikið og ég hefði viljað að litli stubbur, hann Andri Marel, hefði fengið að kynnast ykkur á þeim tíma sem ég var stubbur því þetta voru al- veg ótrúlegir tímar sem ég fékk að upplifa, heilu sumrin með ykkur hjónum fyrir vestan. En það kemur ekki að sök því ég hef sögur að segja syni mínum og komandi börnum frá þeim tíma sem ég átti með þér elsku afi minn. Elsku besti afi minn, nú kominn ertu á betri stað. Takk fyrir allan tímann þinn, hittumst við aftur sama hvað. Við eftir sitjum með tár á kinn, nú kveð ég þig elsku nafni minn. Þinn nafni, Helgi Þór Þorsteinsson. Þegar Guðmundur Helgi Ágústsson er kvaddur má ég til með að minnast hans og þakka þeim Hólmfríði móðursystur minni fyrir öll þau ánægjulegu samskipti sem við Hallgerður höfum átt við þau og þá sér- staklega þegar við áttum okkar heimili á Dvergabakka í Breið- holtinu en þau bjuggu lengi við Grýtubakka í Reykjavík. Ég minnist þess ekki að hafa ávarpað hann með Guðmundar- nafninu enda þekkti ég hann frá fyrstu kynnum sem Helga henn- ar Fríðu. Helgi var mjög mót- aður af þeim aðstæðum sem hann bjó við sem ungur maður og þeirri vinnuhörku sem hann vandist sem ungur sjómaður á síðutogara fyrstu tólf árin sem hann var á vinnumarkaði. Það var ekki heiglum henta að stunda sjóinn við þær aðstæður sem sjómenn bjuggu við á fimmta áratug síðustu aldar og það þurfti dugnaðarforka til þess að standast það álag sem sjómennskunni fylgdi. En það fór ekki á milli mála að Helgi lagði sig fram við hvert það starf sem hann tókst á við. Hann var stoltur af verkum sínum sem sjóðmaður, sem starfsmaður Fiskbúðarinnar Sæbjargar og sem starfsmaður hjá Álverinu í Straumsvík þar sem hann vann lengi og lauk þar ferli sínum á vinnumarkaði. Hann var stoltur starfsmaður Álversins og bar mikla virðingu fyrir stjórnend- um þess fyrirtækis og var stuðn- ingsmaður þess að Álverið nýtti endurnýjanlega orku frá Lands- virkjun og skapaði þannig at- vinnutækifæri og mikil verð- mæti fyrir þjóðina. Það var ekki lognmolla í kringum Helga. Hann hafði gaman af að skiptast á skoðunum við fólk og var órag- ur við að beina spjótum sínum að þeim sem störfuðu á vett- vangi stjórnmálanna. Hann hafði unun af því að bera fram áleitnar spurningar og jafnvel hafa uppi stóryrði til þess að fá fram viðbrögð og hló síðan að öllu sem á gekk þegar orð hans leiddu til þess að viðmælandinn brást til varnar. Það fór ekki á milli mála að Fríða bjó Helga einstaklega notalegt heimili sem hann kunni að meta og var ekki mikið fyrir að fara af heimili þegar vinnudegi lauk. En hann sló ekki hendi á móti því að fara vestur í Mávahlíð til tengdafor- eldra sinna, þeirra Þuríðar og Ágústs, sem þar bjuggu ásamt sonum sínum, þeim Þorsteini og Leifi Þór, sem Helgi hafði mikil samskipti við. Og leið þeirra Fríðu lá einnig oft vestur í sum- arbústaðinn sem þau reistu á fallegum stað í landi Fögruhlíð- ar sem er skammt frá Mávahlíð í Fróðárhreppi hinum forna sem í dag er hluti Snæfellsbæjar. Helgi hafði gaman af að aðstoða við heyskapinn í Mávahlíð og naut þess að dvelja þar með eig- inkonu og sonum. Með þessum línum vil ég minnast Helga með þakklæti fyrir góð kynni og jafnframt votta Fríðu og fjöl- skyldu þeirra samúð. Sturla Böðvarsson Guðmundur Helgi Ágústsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HELGI ÁGÚSTSSON, Boðaþingi 8, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 15. janúar. Útför fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 28. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Athöfninni verður streymt á www.lindakirkja.is/utfarir Hólmfríður Ágústsdóttir Ásbjörn G. Guðmundsson Hólmfríður Erlingsdóttir Ágúst Guðmundsson Hafdís Viggósdóttir Þorsteinn Guðmundsson Björk Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR KRISTINN ADOLFSSON bifreiðasmiður frá Patreksfirði, Boðaþingi 5, Kópavogi, lést á heimili sínu, Boðaþingi 5, föstudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 1. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: beint.is/streymi/hiddidolla Hjartans þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi fyrir alúð og hlýju. Anna Björg Hilmarsdóttir Páll Skúlason Berglind Hulda Hilmarsdóttir Kristinn S. Gunnarsson Haukur Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ytri-Skál, Köldukinn, lést á heimili sínu, Skógarbrekku, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, 21. janúar. Útför hennar fer fram mánudaginn 1. febrúar frá Húsavíkurkirkju klukkan 13. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Börn tengdabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, EDDA M. HJALTESTED, Hraunbrún 51, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Sveinn Þráinn Jóhannesson Magnús Þór Sveinsson Jórunn Guðmundsdóttir Arnar Sveinsson Sveindís Anna Jóhannsdóttir Guðm. Ingvar Sveinsson Brynhildur Hauksdóttir Sunna Sveinsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GUÐNASON, Hörðalandi 14, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 1. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. Útförinni verður streymt og nálgast má streymið á slóðinni: https://www.facebook.com/groups/1632622050243809. Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir Páll Haraldsson Björg Sigurðardóttir Gunnar Haraldsson Kristín Ögmundsdóttir barnabörn og langafabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.