Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 55
Ferskari á æfingum á morgnana
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Morgunblaðið hafði samband við
bakvörðinn reynda Birki Má Sæv-
arsson og spurði hann út í breyting-
arnar hjá Val á undirbúnings-
tímabilinu. Ekki er komin mikil
reynsla á breytingarnar þar sem
þetta er aðeins önnur vikan af átta
en þar sem Birkir var atvinnumaður
erlendis í mörg ár veit hann kannski
hvers má vænta.
„Mér finnst þetta frábært. Sér-
staklega finnst mér ég vera ferskari
á æfingum morgnana heldur en
seinni partinn. Mér finnst ég ekki
eins ferskur á æfingum klukkan 17
þegar menn hafa verið í vinnu eða í
skóla allan daginn. Þegar ég spilaði
erlendis þá var ég auk þess orðinn
vanur því að æfa á þessum tíma
dagsins. Mér finnst við fá mest út úr
æfingunni klukkan 10 á morgnana.
Þessu fylgir einnig að við höfum eins
mikinn tíma og við þurfum til að fara
yfir þau atriði sem þarf að fara yfir.
Ef við æfum seinni partinn, og þjálf-
ararnir vilja hafa æfinguna langa, þá
kemur maður kannski ekki heim
fyrr en eftir kvöldmat og sér þá
börnin lítið. Menn geta haft morg-
unæfingu langa og svo tekur við há-
degismatur og afslöppun áður en
styttri æfing tekur við eftir hádegi.
Mér finnst þetta vera alger veisla,“
sagði Birkir Már sem gefur ekkert
eftir eins og knattspyrnuáhugafólk
tók eftir á síðasta keppnistímabili
þegar hann spilaði sig inn í landsliðið
á nýjan leik.
Ekki er sjálfgefið að leikmenn á
Íslandi geti gefið sér svo mikinn
tíma til að sinna íþróttinni en Birkir
segist ekki hafa heyrt annað en að
mönnum takist að láta fyrir-
komulagið ganga upp.
„Mín tilfinning er sú að langflestir
í hópnum vilji hafa þetta svona fram
að sumri en yfir sumarið höfum við
yfirleitt æft klukkan 11. Ég held allir
séu sáttir við þetta. Sjálfsagt eru
einhverjir í vinnu en ég veit ekki bet-
ur en að allir hafi náð að föndra í
kringum þetta. Það er vilji til að láta
þetta ganga upp og leikmenn eru
ánægðir með þetta.“
Svipað og hjá Hammarby
Birkir segist hafa kynnst svipuðu
fyrirkomulagi í Hammarby í Svíþjóð
þar sem hann lék um tíma. „Þetta er
mjög líkt því sem við gerðum þegar
ég var hjá Hammarby. Við mættum
í morgunmat á sama tíma eða klukk-
an 9. Við æfðum kannski hálftíma
seinna í Svíþjóð en þá tók við hádeg-
ismatur og afslöppun. Uppsetningin
var því mjög svipuð. Rétt er að taka
fram að við fáum flottan mat á milli
æfinga og því hafa þessar breyt-
ingar verið mjög vel heppnaðar,“
sagði Birkir og spurður um hvort
aukin samvera skili betri anda innan
liðsins segir Birkir þetta alla vega
auka líkurnar á því.
„Þetta verður til þess að við get-
um eytt meiri tíma saman. Við eyð-
um tíma saman á milli þess sem við
borðum hádegismat og þar til við
förum á seinni æfinguna. Þá getum
við setið saman, drukkið kaffi og
spjallað. Við erum með píluspjald
sem við notum eða förum inn í sal og
skjótum á körfu. Erum einnig búnir
að kaupa spil sem hægt er að grípa í.
Útkoman er því sú að við eyðum
meiri tíma saman utan æfinga sem
hjálpar til við að byggja upp tengsl á
milli leikmanna sem er fínt. Þetta er
því allt annað umhverfi en þegar
menn mæta kortéri fyrir æfingu og
drífa sig heim að henni lokinni,“
sagði Birkir Már Sævarsson við
Morgunblaðið.
Einn reyndasti leikmaður Vals er afar ánægður með breytingarnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægður Birkir Már Sævarsson
gefur tilraun Vals góð meðmæli.
Æfingum fjölgað hjá karlaliði Vals Eyða tveimur dögum í viku saman
VALUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmeistarar karla í knatt-
spyrnu í Val brydda nú upp á nýj-
ungum í undirbúningi sínum fyrir
Íslandsmótið í knattspyrnu. Í það
minnsta nýjungum hérlendis en tvo
daga í viku æfir liðið tvisvar á dag.
Eru dagarnir þá líkari því sem gerist
hjá atvinnuliðum erlendis heldur en
íslenskum liðum því leikmennirnir
halda hópinn á Hlíðarenda þar til
síðari æfingunni lýkur.
Valsmenn ætla að láta á þetta
reyna í átta vikur en segja að tíminn
verði að leiða í ljós hverju þessar
breytingar skila eða hversu miklu.
Morgunblaðinu er ekki kunnugt
um að íslenskt lið hafi farið þessa
leið fyrr og hafði blaðið samband við
Valsmenn til að forvitnast um þessa
nálgun.
„Ég hef oft sagt að við á Íslandi
þurfum að æfa meira ef við viljum
nálgast hin liðin á Norðurlönd-
unum,“ sagði þjálfarinn Heimir Guð-
jónson þegar Morgunblaðið spurði
hann út í málið.
„Kveikjan að þessu var sú að við í
þjálfarateyminu settumst niður með
þeim sem stjórna félaginu að loknu
síðasta keppnistímabili. Við gerðum
upp síðasta tímabil og í þessum sam-
ræðum fóru menn að velta fyrir sér
hvernig mætti bæta liðið og gera það
betur samkeppnishæft. Við ræddum
þetta fram og til baka og ákváðum
að prófa þetta í átta vikur. Við sjáum
svo til hvort þetta skili okkur ein-
hverju þegar upp er staðið.“
Tvær máltíðir á staðnum
Heimir segir að hópurinn sé sam-
an á Valssvæðinu frá klukkan 9 á
morgnana og fram yfir klukkan 16.
„Menn mæta klukkan 9 í Fjósið og
þar er morgunmatur og í framhald-
inu er æfing frá kl. 10 til 11:30. Há-
degismatur er klukkan 12 og í fram-
haldinu hafa menn lausan tíma til
klukkan 14:30 þegar síðari æfingin
fer fram. Þarna á milli geta menn
hvílt sig eða sinnt vinnu og námi.
Eða bara farið í pílukast, spilað Play
Station eða hvað það er sem ungir
menn gera nú til dags. Seinni æfing-
unni lýkur um klukkan 16 og menn
eru því á svæðinu frá kl. 9 til 16-
16:30 um það bil. Þeir losna þá við að
æfa um kvöldmatarleytið. Svona
höfum við þetta á þriðjudögum og
fimmtudögum en aðra daga æfum
við seinnipart dags eins og við erum
vanir að gera. Leikirnir á undirbún-
ingstímabilinu eru yfirleitt um helg-
ar.
Við ákváðum að kýla á þetta og
byrja. Við eigum örugglega eftir að
gera einhver mistök á leiðinni og
reynum þá bara að betrumbæta og
gera eins vel og mögulegt er. Að-
staðan hjá Val er góð og til dæmis er
gott að geta nýtt aðstöðuna í Fjós-
inu. Við erum ánægðir með hvernig
þetta fer af stað en svo þurfum við
að finna út hvað hentar best.“
Auðveldara að funda
Betri aðgangur að leikmönnum
þýðir einnig að setja megi inn í dag-
skrána ýmsa fundi eða fræðslu sem
nýst getur afreksíþróttamönnum.
„Þessu fylgja ekki bara auknar æf-
ingar heldur höfum við einnig betri
aðgang að leikmönnum heldur en í
hinu hefðbundna fyrirkomulagi hjá
íslenskum liðum. Á milli æfinga get-
um við notað tímann til að vera með
einstaklingsfundi, vídeófundi og
fleira sem menn vilja gera. Það gefst
meiri tími til að koma skilaboðum til
leikmanna um hvað við viljum gera
og hvað við viljum fá frá þeim,“ sagði
Heimir og leikmenn nærast vel á
Hlíðarenda.
„Gunni sem sér um Fjósið hefur
gert frábæra hluti ásamt Jónasi því
maturinn er góður og heilsu-
samlegur. Það skiptir máli eins og
menn vita. Þegar menn æfa tvisvar á
dag þá þarf næringin að vera góð.“
Engin æfingaferð
Á tímum heimsfaraldursins eru
ferðalög í lágmarki og fyrir vikið er
allt útlit fyrir að íslensku liðin æfi
hér heima fram að Íslandsmótinu. Í
venjulegu árferði fara mörg þeirra,
ef ekki öll, í æfingaferðir í hlýrra
loftslag á undirbúningstímabilinu.
„Ég held að það verði engin æf-
ingaferð hjá liðunum í vor og þá er
þetta ágætis tilbreyting. Við
ákváðum að prófa þetta í átta vikur
og sjá hvernig gengur. Ef vel geng-
ur þá væri kannski hægt í framtíð-
inni að gera þetta til lengri tíma. Við
erum bara í annarri viku og eigum
eftir að sjá hvernig þetta kemur út,“
sagði Heimir Guðjónsson.
Breytt vinnubrögð hjá
Íslandsmeisturunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vangaveltur Þjálfarar Vals, Srdjan Tufegdzic og Heimir Guðjónsson, ræða málin í leik gegn ÍR í fyrrakvöld.
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Viðbrögð í Svíþjóð við óvænt-
ustu tíðindum vetrarins í fótbolt-
anum þar í landi – samningi Kol-
beins Sigþórssonar við gamla
stórveldið Gautaborg – eru afar
áhugaverð.
Kolbeinn hefur um árabil
glímt við meiðsli sem leiddu til
þess að atvinnuferill hans í fót-
boltanum hefur ekki orðið eins
glæsilegur og vonir voru bundn-
ar við.
Hann náði sér ekki á strik á
ný á tveimur árum hjá AIK í
Stokkhólmi og því kom það
mörgum Svíanum í opna skjöldu
þegar Gautaborg kynnti hann í
gær til leiks sem nýjan leikmann.
Íþróttafréttamaðurinn
Per Bohman hafði nokkrum mín-
útum eftir að fréttirnar bárust
skrifað langan pistil um Kolbein
á vefsíðu Aftonbladet.
Eftir að hafa bent á að skortur
á sjálfstrausti hefði greinilega
háð þessum öfluga íslenska
framherja skrifaði Bohman:
„Þess vegna brosti ég breitt
yfir þessum algjörlega ótrúlegu
fréttum. Ég hélt að við myndum
aldrei nokkurn tíma sjá Kolbein
Sigþórsson aftur á sænskum fót-
boltavelli. Það er eitthvað fallegt
við það að þessi þrítugi leik-
maður fái tækifæri til að sýna sig
og sanna á ný.“
Hér á Íslandi var Kolbeinn
einn vinsælasti leikmaður lands-
liðsins í aðdragandanum að EM
2016 og nánast í guðatölu eftir
sigurmarkið gegn Englandi í
þeirri keppni.
Það má svo sannarlega taka
undir orð Bohmans. Eftir margra
ára þrautagöngu sem of langt
mál væri að rekja hér væri ósk-
andi að Kolbeini tækist að ná sér
virkilega vel á strik með Gauta-
borg á komandi tímabili.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Guðmundur
Pedersen var í
gær ráðinn
þjálfari kvenna-
liðs FH í hand-
knattleik en
hann tók þá við
af Jakobi Lár-
ussyni sem
sagði upp störf-
um á þriðjudag-
inn. Lið FH er
stigalaust á botni úrvalsdeildar
kvenna. Guðmundur þjálfaði áður
FH-liðið fyrir nokkrum árum en
hann lék með karlaliði félagsins
um árabil og spilaði yfir 500 leiki
með því. Næsti leikur FH er gegn
ÍBV í Kaplakrika á laugardaginn
kemur.
Guðmundur
tekur við FH
Guðmundur
Pedersen
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hertz-höllin: Grótta – ÍR.......................... 18
KA-heimilið: KA – Afturelding ........... 19.30
Framhús: Fram – Valur....................... 19.30
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – Haukar ............ 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Fylkishöll: Fjölnir/Fylkir – Víkingur . 19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
N-gryfjan: Njarðvík – Grindavík ........ 18.15
Höllin Ak.: Þór Ak. – Tindastóll .......... 19.15
Origo-höll: Valur – Höttur................... 19.15
DHL-höll: KR – Þór Þ ......................... 20.15
Í KVÖLD!