Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
FJÖLHÆFUR OG
FRÁBÆRLEGA HOLLUR
Vissir þú að möguleikar KEFIR í matargerð eru nánast endalausir?
Njóttu hollustunnar sem KEFIR hefur upp á að bjóða með því nota
drykkinn út á morgunkorn eða múslí, í hvers konar smúðinga,
næturhafra, brauð og bakstur, jafnvel til ísgerðar. Hann er líka
frábær einn og sér enda stútfullur af góðgerlum og margvíslegum
nauðsynlegum bætiefnum.
KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI
Lítið er um samræmdar reglur íEvrópu um innihaldsefniorkudrykkja og þá sér-
staklega magn koffíns. Orkudrykkir
flokkast sem almenn matvæli og eng-
ar reglur eru í matvælalögum sem
takmarka auglýsingar eða sölu á
drykkjarvörum sem innihalda minna
en 320 mg/l af koffíni. Hins vegar
virðist óheimilt samkvæmt fjölmiðla-
lögum að hvetja börn til neyslu orku-
drykkja með auglýsingum og mik-
ilvægt að allir aðilar í samfélaginu
standi vörð um hagsmuni barna í
þessu samhengi.
Áhrifavaldar hvetja til neyslu
Aðgerða er þörf svo draga megi úr
neyslu á orkudrykkjum sem inni-
halda koffín en neysla íslenskra ung-
menna í 8.-10. bekk er með því mesta
sem þekkist í Evrópu. Þá eru auk
þess vísbendingar um að ungmenni
geti keypt orkudrykki með mjög háu
koffínmagni sem ekki er leyfilegt að
selja einstaklingum yngri en 18 ára.
Neyslan eykst með hækkandi aldri
en einn af hverjum þremur í 8. bekk
og um helmingur í 10. bekk segjast
drekka orkudrykki. Í verslunum hér-
lendis er orkudrykkjum oft stillt upp
á áberandi stöðum fyrir neytendur
auk þess sem margir áhrifavaldar
hvetja til neyslu þeirra. Enn fremur
er hvatt til neyslu þessara drykkja
með því að veita afsláttarkjör og
verðlaun ef merkt er við myndir á
samfélagsmiðlum sem tengjast orku-
drykkjum. Með því að auðvelda að-
gengi barna og unglinga að orku-
drykkjum og hvetja þau til að nota
slíkar vörur er ljóst að notkun þeirra
eykst hjá þessum viðkvæma aldurs-
hópi.
Koffín er miðtaugaörvandi
Koffín er miðtaugaörvandi og
ávanabindandi efni og börn og ung-
lingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir
áhrifum þess. Koffín getur dregið úr
einkennum þreytu og virðist geta
aukið árvekni og einbeitingu en
neysla þess í stórum skömmtum get-
ur valdið höfuðverk, svima, skjálfta,
svefnleysi, hjartsláttartruflunum auk
kvíða. Neysla orkudrykkja getur því
skapað vítahring þar sem svefnleysi
sökum mikillar neyslu orkudrykkja
veldur því að viðkomandi heldur
áfram að drekka slíka drykki vegna
sífelldrar þreytu. Einstaklingsbundið
er hvenær of mikið magn koffíns fer
að valda neikvæðum áhrifum og fer
það meðal annars eftir líkamsþyngd
sem aftur ítrekar mikilvægi þess að
börn séu ekki að drekka orkudrykki.
Öryggismörk sem Matvælaörygg-
isstofnun Evrópu (EFSA) setur fyrir
fullorðna einstaklinga miðast við að
koffínneysla takmarkist við 3 mg á
kíló líkamsþyngdar eða 400 mg á dag,
sem jafngildir um það bil fjórum 200
ml kaffibollum. Sá hópur íslenskra
unglinga í 8.-10. bekk sem drekkur
mest af orkudrykkjum innbyrðir tvö-
falt til fjórfalt magn þess sem EFSA
leggur til sem öryggismörk fyrir full-
orðna.
Súrir og eyða glerungi
Orkudrykkir eru markaðssettir
sem heilsudrykkir fyrir fólk sem
leggur stund á líkamsrækt og virkan
lífsstíl og oft er afreksíþróttafólk
fengið í auglýsingarnar svo erfiðara
er að átta sig á því að neysla orku-
Orkulaus með
tannkul – tilefni
er til aðgerða
Heilsuráð
Hólmfríður Guðmundsdóttir
tannlæknir Þróunarmiðstöð ís-
lenskrar heilsugæslu.
Tennur Bæði sætir og sykurlausir orkudrykkir leysa
upp glerung tannanna sem þynnist og eyðist og mynd-
ast ekki aftur. Vandinn getur náð yfir allar tennurnar.
Efling – stéttarfélag er alla fimmtu-
dagsmorgna með fræðsludagskrá
fyrir félagsmenn sína, svo sem fólk
sem er í atvinnleit, á frí eða vill ein-
faldlega kynna sér ný og áhugaverð
mál. Drop-inn er yfirskrift þessara
viðburða sem fara fram milli klukkan
10 og 12 á 4. hæð, Guðrúnartúni 1 í
Reykjavík þegar samkomutakmark-
anir leyfa. Einnig eru þeir sendir út í
lifandi streymi á facebooksíðu Efl-
ingar. Góð ráð í langtímaatvinnuleysi
er yfirskrift fyrirlestrar Helgu Arnar-
dóttur félags- og heilsusálfræðings
sem er í dag og fer fram á ensku með
íslenskum texta. Geðheilsa, netversl-
un og heimilisofbeldi eru svo til um-
fjöllunar á næstunni; fjölbreytt efni
rétt eins og var á haustdögum þegar
þessari fyrirlestraröð var hleypt af
stokkunum.
Efling kynnir DROP-ANN
Fræðsla fyrir
fólk í félaginu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starf Iðja er auðnu móðir en nauðsyn-
legt líka að fræðast og auðga anda.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hjálpin býðst ef þú leitar.Fólki með krabbameinstendur margvísleg að-stoð til boða og að feng-
inni reynslu þeirri er ég þakklátur,
nú þegar lífið er að komast aftur á
beina braut,“ segir Jóhann Björn
Sigurbjörnsson. Hann er einn
þeirra sem nú segja sína sögu í
tengslum við viðtundarvakningu og
fjáröflunarherferð sem Kraftur –
stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem
greinst hefur með krabbamein og
aðstandendur, stendur fyrir.
Greining fékkst fljótt
Rúmt ár er síðan Jóhann
greindist með eitlakrabbamein sem
greiðlega gekk að vinna bug á. Að
svo giftusamlega tókst til, þakkar
hann hve greining fékkst fljótt og
eins því hve vel góðir læknar sinntu
hans málum.
Jóhann Björn er fæddur í febr-
úar 1995 og er frá Sauðárkróki. Á
haustdögum 2019 var hann oft með
hita og slappur, en vissi þó í fyrstu
ekki nákvæmlega hverju sætti. Við
athugun lækna komu í ljós stækk-
anir á eitlum og seinna kýli á hálsi.
Svo bættist við hálsbólga, kvef og
fleira slíkt og þannig var gangurinn
fram á nýja árið. Svo varð úr að Jó-
hannes fór þann 10. febrúar í fyrra
til lækna á Landspítalanum sem
hann hafði áður leitað til og óskaði
aðstoðar. Úr varð að tekið var blóð-
sýni sem sýndi hækkandi gildi ým-
issa þátta. Frekari rannsóknir
leiddu alvarleika máls í ljós og þann
18. febrúar boðaði læknir Jóhann til
fundar fáeinum dögum síðar þar
sem honum voru svo borin hin al-
varlegu tíðindi. Strax voru lögð drög
að lyfjameðferð sem svo hófst 16.
mars.
Lyfin tóku úr mér allt líf
„Auðvitað er óskaplegt áfall að
greinast með krabbamein og ég var
margar vikur í afneitun. Sumt sem
gerðist á þessum tíma er alveg í
móðu. Staðreyndirnar voru samt
strax ljósar; meinið var í öllum eitl-
um ofan við brjóst en samt mjög
viðráðanlegt,“ segir Jóhann Björn
sem fór í fyrstu lyfjagjöfina á Land-
spítalanum við Hringbraut í
Reykjavík þann 16. mars. Upp-
haflega stóð til að þær yrðu jafnan á
tveggja vikna fresti, en vegna sýk-
inga sem upp komu leið heldur
lengra á milli þeirra en til stóð.
„Lyfjagjöfunum fylgdu alltaf
sýkingar og eftir þá þriðju fékk ég
bólgu í botnlanga sem þurfti að fjar-
Þakklátur fyrir hjálpina
Áfall og ég var margar vikur í afneitun, segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson,
ungur maður frá Sauðárkróki. Er á batavegi eftir baráttu við eitlakrabbamein.
Kraftur kom með stuðning. Veikindi virðast að baki og margt spennandi í bígerð.