Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Lengi vel var rekstur
verslana á Íslandi fram-
andi þáttur í íslensku
efnahagslífi. Erlend
fyrirtæki ráku versl-
anir sem tengdust ís-
lensku hagkerfi í litlum
mæli. Viðskiptin fólust í
því að innfluttar vörur
fengust í staðinn fyrir
vörur til útflutnings.
Fyrir 150 árum voru til
dæmis aðeins um sjötíu
starfandi verslanir hér á landi, eða
ein á hverja eitt þúsund Íslendinga.
Þessi veruleiki er okkur fjarlægur
í dag, svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið. Fyrirtækin eru margfalt fleiri og
markaðurinn fyrir íslenskan útflutn-
ing umtalsvert stærri. Fríversl-
unarsamningar Íslands ná í dag til 74
ríkja og landsvæða og tæplega 3,2
milljarða manna, eða rúmlega þriðj-
ungs mannkyns. Þrír samningar
EFTA bíða gildistöku, við Indónesíu,
Ekvador og Gvatemala, og þá er frí-
verslunarsamningur EFTA og Mer-
cosur, tollabandalags Argentínu,
Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ, hand-
an við hornið. Þegar
framangreindir samn-
ingar taka gildi og ef
núverandi samninga-
viðræður EFTA skila
árangri mun Ísland
eiga í fríverslunar-
sambandi við ríki þar
sem búa tæplega fimm
milljarðar manna eða
tveir af hverjum þrem-
ur jarðarbúum. Þá er
ótalin sú vinna sem við
höfum lagt í til að
tryggja sem best við-
skiptakjör við Bretland
til framtíðar og gæta um leið hags-
muna okkar á kjölfestumarkaðinum á
EES-svæðinu.
Samskiptin við Bandaríkin efld
Við upphaf ráðherratíðar minnar
var liðinn hátt í áratugur frá því
bandarískur ráðherra heimsótti Ís-
land. Í dag eru samskiptin mun
meiri. Á fundi okkar Mike Pompeo,
þáverandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í Reykjavík fyrir tveimur
árum var efnahagssamráði ríkjanna
komið á fót í því augnamiði að auka
frekar tvíhliða viðskipti og fjárfest-
ingar. Það var mjög mikilvægur
áfangi og í samræmi við stefnu okkar
að opna á frekari viðskipatengsl við
Bandaríkin. Snemma árs 2020 var
annað mikilvægt skref stigið í þessa
átt með framlagningu Íslandsfrum-
varpsins á Bandaríkjaþingi. Verði
það að lögum gjörbreytist aðgangur
íslenskra fjárfesta og viðskiptaaðila
að bandaríska markaðnum þannig að
íslensk fyrirtæki geta sent stjórn-
endur og fjárfesta tímabundið til
starfa í landinu.
Tækifærin í austri
Gera má ráð fyrir því að þunga-
miðja alþjóðlegrar fríverslunar og
viðskipta haldi áfram að færast til
austurs þar sem fyrir er ört vaxandi
og efnuð millistétt. Mikilvægt er að
fylgjast með þessari þróun og þess
vegna hef ég lagt áherslu á að
tryggja að net viðskiptasamninga Ís-
lands nái til þeirra svæða þar sem
mestum vexti er spáð á næstu árum.
Ljóst er að mikil og ný tækifæri bíða
þar íslenskra útflutningsfyrirtækja.
Það hefur verið afar ánægjulegt að
fara með íslenskar viðskiptasendi-
nefndir á fjarlægar slóðir, til dæmis
Japans og Rússlands, og styðja þann-
ig við sókn þeirra erlendis. Í Jap-
ansferðinni fögnuðum við meðal ann-
ars undirritun tvísköttunarsamnings
ríkjanna, en viðræður um fleiri slíka
samninga, m.a. við Singapúr, standa
nú yfir. Ári síðar hófst þýðingarmikið
efnahagssamráð við Japan og jafn-
framt tókst samkomulag við japönsk
stjórnvöld sem greiðir fyrir beinum
flugsamgöngum við Ísland. Í því
sambandi má svo minna á að á und-
anförnum þremur árum höfum við
undirritað sjö loftferðasamninga. Ber
þar hæst samningurinn við Bretland.
Einnig voru þrír samningar áritaðir
við Úkraínu, Marokkó og Mósambík
sem heimilar að þeim sé beitt. Þetta
skiptir eyþjóð sem reiðir sig á greiðar
samgöngur og útflutning miklu máli.
Við höfum einnig fest fríversl-
unarsamninginn í Kína í sessi með
undirritun bókana við hann sem veita
íslenskum útflutningsfyrirtækjum ný
og spennandi tækifæri. Þær varða
meðal annars viðurkenningu á heil-
brigðisstöðlum fyrir fiskafurðir, fiski-
mjöl og lýsi og ull og gærur, til við-
bótar við fyrri bókun um
heilbrigðisvottun á íslensku lamba-
kjöti. Í sendinefndinni sem fylgdi
mér til Rússlands 2019 voru fulltrúar
sjávartæknifyrirtækja sem hafa hasl-
að sér völl þar ytra. Þrátt fyrir inn-
flutningsbann sem rússnesk stjórn-
völd settu á íslensk matvæli finna
íslensk fyrirtæki sér samt nýjar leiðir
á Rússlandsmarkað.
Íslensk fyrirtæki í forgangi
Allt frá fyrsta degi mínum í utan-
ríkisráðuneytinu var ljóst að lögð
yrði höfuðáhersla á utanrík-
isviðskipti. Að undirbúa jarðveginn
á erlendum mörkuðum fyrir stór-
huga fyrirtæki og frumkvöðla hefur
alltaf verið forgangsmál í minni ráð-
herratíð og þau hafa verið sett enn
frekar á oddinn í heimsfaraldrinum.
Þegar baráttunni við kórónuveiruna
er lokið er ég þess fullviss að sú
vinna sem við höfum innt af hendi
muni auðvelda íslenskum fyrir-
tækjum að grípa tækifærið þegar
það gefst.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Allt frá fyrsta degi
mínum í utanríkis-
ráðuneytinu var ljóst að
lögð yrði höfuðáhersla á
utanríkisviðskipti.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis-
og þróunarsamvinnuráðherra.
Íslenskur útflutningur til allra átta
Alls eru yfir 400 milljarðar af almannafé
bundnir í bankarekstri, sem sagan sýnir að
er í eðli sínu áhættusamur og sveiflu-
kenndur. Hvergi í Evrópu eru umsvif rík-
isins á markaðinum jafn mikil og hér.
Í nágrannalöndum okkar er almenn sam-
staða um að ríkið sé ekki rétti aðilinn til að
leiða baráttuna í sífellt harðnandi samkeppn-
isumhverfi og almannafé sé betur varið í
uppbyggilegri verkefni. Áherslu eigi að
leggja á traust og öruggt regluverk, sem
dragi úr áhættusækni, en tryggi öfluga þjón-
ustu við heimili og fyrirtæki.
Nálgumst nágrannaríkin
Með fyrirhugaðri sölu hluta í Íslands-
banka verður stigið stutt skref
í að færa íslenskt umhverfi nær
því sem þekkist á Norð-
urlöndum og víðar í Evrópu.
Stefnt er að sölu á um fjórð-
ungshlut í almennu opnu út-
boði, þó hlutfallið kunni að
verða lítillega hærra eða lægra.
Til hefur staðið að draga úr
áhættu ríkisins í bankarekstri
um árabil. Söluáformin koma
fram í stjórnarsáttmála rík-
isstjórnarinnar, eigendastefnu
ríkisins og eru í samræmi við
niðurstöður Hvítbókar frá
2018, þar sem breiður hópur
óháðra sérfræðinga lagði drög að heildstæðri
framtíðarsýn fyrir íslenskt fjármálakerfi. Í
henni kemur fram að ekki sé ákjósanlegt að
sami aðili sé ráðandi á markaðnum líkt og
ríkið er í dag.
Loks eru áformin í samræmi við gildandi
lög. Í lagafrumvarpinu, sem þáverandi fjár-
málaráðherrann Oddný Harðardóttir mælti
fyrir árið 2012, segir að ekki séu forsendur til
þess að ríkið verði langtímaeigandi eign-
arhluta í fjármálafyrirtækjum. Þvert á móti
beri að losa um þá með sölu, að und-
anskildum skilgreindum lágmarkshlut í
Landsbankanum.
Skynsamleg tímasetning
Söluferlið nú kemur til eftir tillögu Banka-
sýslu ríkisins sem heldur utan um eignarhald
ríkisins í bönkunum. Horft er til þess að
rekstur Íslandsbanka er stöðugur og eig-
infjárhlutfall hátt. Hlutabréfavísitölur á Ís-
landi og í nágrannaríkjum hafa hækkað
verulega undanfarna mánuði, ekki síst í
bankarekstri. Hlutabréf í Arion banka eru
um þessar mundir í hæstu hæðum frá skrán-
ingu á markað.
Þrátt fyrir þessa góðu stöðu má ekki
gefa sér að bankarnir verði gullkálfar fyr-
ir ríkissjóð til framtíðar. Síðustu ár hafa
þeir skilað myndarlegum arðgreiðslum, en
hinar háu fjárhæðir má að miklu leyti
rekja til jákvæðra virðisbreytinga. Tíma-
bili slíkra umfram arðgreiðslna er lokið og
hóflegri arðsemi byggist á reglulegum lið-
um.
Nú er því kominn tími til
að aðrir stígi að borðinu,
með meiri þekkingu og þol
fyrir sveiflum, frekar en að
tveir bankar hvíli í fangi ís-
lenskri ríkisins í óljósri
hagnaðarvon með tilheyr-
andi áhættu fyrir skattgreið-
endur.
Gjörbreytt umhverfi
Í allri umræðu um banka-
sölu verður að hafa í huga þá
umgjörð sem slíkri starfsemi
er búin. Undanfarin ár hefur
eftirlit með bönkum og kröfur til þeirra ver-
ið hert verulega. Þar má nefna reglur um
eiginfjárhlutföll og laust fé banka, bann við
lánum með veði í eigin bréfum, takmarkanir
á fyrirgreiðslum til tengdra aðila, strangar
hæfniskröfur virkra eigenda og stjórnenda
og stórefld starfsemi Fjármálaeftirlitsins.
Þetta verður að hafa hugfast, enda víða
talað líkt og aðstæður séu óbreyttar frá ár-
unum fyrir efnahagshrun haustið 2008.
Laga- og eftirlitsumhverfi bankastarfsemi
er gjörbreytt og umræðan þarf að vera í
takt við veruleikann í dag, ekki veruleikann
sem þekktist upp úr aldamótum.
Hér má heldur ekki gleyma að íslenska
ríkið var í sterkari stöðu en ella gagnvart
kröfuhöfum föllnu bankanna árið 2008 ein-
mitt vegna þess að bankarnir voru ekki í
eigu ríkisins. Lykilaðgerð við endurreisn
bankakerfisins var sú að gera ekki skuldir
einkaaðila að ríkisskuldum. Að skilja áhætt-
una eftir þar sem hún átti heima. Með sölu
hluta í Íslandsbanka er stigið skref í þessa
sömu átt.
Alltaf ótímabært
Síðustu vikur hafa heyrst kunnuglegar
raddir þess efnis að bankasala sé ótímabær,
þó málflutningurinn sé hvorki frumlegur né
burðugur. Því er haldið fram að bankinn
standi svo höllum fæti vegna kórónukrepp-
unnar að ekkert fáist fyrir selda hluti, en í
sömu andrá sagt að reksturinn gangi svo
vel að ríkið megi með engu móti missa slík-
ar mjólkurkýr.
Þá fer mörgum sögum um meintar fryst-
ingar í útlánasafninu. Þar hefur bankastjór-
inn þó bent á að frystingar séu nánast alfar-
ið bundnar í ferðaþjónustu, eða um 10%
safnsins, þar sem áhersla stjórnvalda hefur
einmitt legið hvað þyngst í að byggja undir
öfluga viðspyrnu og gjaldfærni þegar birtir
til. Enn fremur hafa heyrst fjarstæðu-
kenndar kenningar um að hinn dreifði hóp-
ur nýrra minnihlutaeigenda muni á ein-
hvern hátt þvinga fram aðför að veðum
ferðaþjónustuaðila.
Loks hefur verið látið að því liggja að
söluferlið snúist í raun um að afhenda hluti í
bankanum útvöldum, þó margoft hafi komið
fram að stefnt sé að opnu almennu útboði
og skráningu á markað, þar sem öllum er
frjáls þátttaka.
Af þessu má öllum vera ljóst mikilvægi
þess að lesa í gegnum línurnar og skilja á
milli staðreynda og innihaldslausra upp-
hrópana í umræðunni.
Byggjum undir betri tíð
Hvað sem öllum upphrópunum líður er
eitt ljóst. Ef af einhverjum ástæðum ekki
fæst ásættanlegt verð fyrir selda hluti verð-
ur einfaldlega fallið frá áformum um sölu.
Það myndu allir skynsamir eigendur gera.
Gangi allt að óskum munu aftur á móti
losna verulegir fjármunir fyrir ríkissjóð til
að minnka skuldasöfnun vegna kór-
ónukreppunnar og ráðast í samfélagslega
arðbær verkefni. Með því byggjum við und-
ir hraðan viðsnúning og betri tíð samhliða
því sem sól hækkar á lofti.
Þannig stígum við enn eitt skrefið fram á
við, á braut til enn betri lífskjara.
Stutt skref í rétta átt
Eftir Bjarna Benediktsson
» Stefnt er að sölu á um
fjórðungshlut í almennu
opnu útboði, þótt hlutfallið
kunni að verða lítillega
hærra eða lægra.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Skipti Það er vandasamt verk að skipta um rúðu og
jafnframt vissara að hafa öryggisþáttinn í lagi þegar
húsin eru nokkurra hæða, líkt og við Geirsgötu.
Eggert