Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Sveinbjörg Þór-dís Sveinsdóttir, Sveina, fæddist í Reykjavík 13. apríl 1963. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Sogni í Kjós, 16. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Sveinn Anton Stefánsson, f. 16. júlí 1932, d. 12. febrúar 1981, og Elín Þórdís Gísladóttir, f. 2. ágúst 1935, d. 24. maí 1997. Systkini Sveinu eru þau: Gísli Stefán, Ólöf, Jóhanna, Hafdís, Sveinn Anton og Guðrún Svava. Sveinbjörg ólst upp í Reykjavík sín fyrstu æviár, en fluttist í Kópavoginn er hún var níu ára gömul. Sveina var barn að aldri þegar hún kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum, Snorra Erni Hilm- arssyni, f. 18. janúar 1963. Á ung- lingsaldri þróaðist vinátta þeirra í starfaði hún meðal annars á veit- ingahúsunum Naustinu, Ítalíu, Madonnu, Caruso og Enrico’s ásamt fleiri stöðum. Hún starfaði nokkur sumur sem kokkur í Veiði- húsinu við Laxá í Kjós, rak sína eigin veisluþjónustu ásamt því að sinna bústörfum í gegnum tíðina. Síðustu ár starfaði Sveina við kjöt- vinnslu og búð þeirra hjóna á Sogni, þar sem þau seldu afurðir beint frá býli. Sveinu var margt til lista lagt í lífinu og hún vildi fjölbreytileika. Það sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Hún hafði mikinn áhuga á matseld og matvælafram- leiðslu. Handverk lék í höndum hennar og ræktun ýmiskonar var henni hugleikin og ber skógurinn á Sogni meðal annars merki um það. Útför Sveinu fer fram frá Vídal- ínskirkju í dag, 28. janúar 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Fjölda- takmarkanir verða í gildi en það mega vera 100 manns í kirkjunni. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að koma er útförinni streymt hér: https://tinyurl.com/yys2gpbh Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat samband er varði líf- ið á enda. Sveina og Snorri eignuðust tvö börn, þau eru: Sunníva Hrund, f. 23. febrúar 1985, og Heikir Orri, f. 3. nóvember 1993, hann er í sambúð með Brynju Bald- ursdóttur, f. 27. apr- íl 1995. Sveina og Snorri hófu búskap á Ránargötunni í Reykjavík, þaðan lá leiðin á sveitabæinn Brúnstaði í Laug- ardal og bjuggu þau þar allt til þess er þau ákváðu að gerast bændur og fluttust að bænum Sogni í Kjós og hófu þar búskap. Á unglingsárum vann Sveina í fiski í Ísbirninum og við af- greiðslu í Þórsbakaríi. Síðar starfaði hún með Snorra á leð- urverkstæði hans, þar til hún fór að læra til kokks. Sem kokkur Þú varst mitt norður, suður, austur og vestur, mín vinnuvika og sunnudagur hver, mín nótt, minn dagur, mitt líf og l eikur; ég hélt að slík ást entist að eilífu: en þar skjátlaðist mér. Stjarnanna er ekki lengur þörf: slökkvið á þeim öllum; pakkið tunglinu saman og hlutið sólina í sundur; látið hafið fjara út og sópið trjánum burt; því þetta er ekki samt án þín; fyrir mig og okkur öll; sem söknum þín af öllu hjarta. Þegar ein fallegasta og hjarta- hlýjasta sál í lífi manns er hrifin á brott í blóma lífsins situr mað- ur sem sleginn eftir og veltir fyr- ir sér tilgangi lífsins. Manni finnst sem tíminn eigi að standa í stað og fegurð lífsins í allri sinni mynd að fölna með, því fráfall þitt er svo sárt, ósanngjarnt og svo ótímabært. Ég á þér svo óendanlega margt í lífinu að þakka, elsku hjartans gullið mitt. Sem litla stelpu tókstu mig undir þinn verndarvæng og veittir mér skjól þegar pabbi dó. Milli okkar mynduðust órjúfanleg bönd sem styrktust enn er við misstum mömmu. Bönd þessi vörðu allt lífið á enda og um þig á ég marg- ar af mínum fallegustu og bestu minningum. Þú varst mitt allra mesta uppáhald, með þér leið mér alltaf vel, þú varst alltaf til staðar fyrir mig, studdir mig og hvattir í einu og öllu. Óheiðarleiki var nokkuð sem þú kærðir þig ekki um. Óréttlæti og ósanngirni þekktir þú langar leiðir og sættir þig ekki við. Snemma lærðir þú að þóknast ekki þeim sem áttu það ekki skil- ið, en þú varst svo sannarlega vinur vina þinna og ástvinir þínir áttu ávallt svo stóran stað í hjarta þér, fyrir þá varstu alltaf til staðar, sama hvað. Þitt ein- staka og fallega innra eðli kom svo sterklega í ljós í þeim ein- stæðu og fallegu tengslum er mynduðust á milli þín og dýra sem að þér löðuðust, í þér fundu þau þá manngæsku og þá ein- stöku góðvild sem þú bjóst yfir og þau treysta á í samneyti við okkur mennina til að komast af. Þú varst „nagli“ og svo hörð, en undir niðri varstu svo und- urfagurt og viðkvæmt blóm. Þú barst höfuðið hátt og vanlíðan þína í hljóði. Ég verð seint, ef nokkru sinni, sátt við að þú sért horfin á braut. Ég ætla að vera eigingjörn og segja að ég vildi hafa þig svo miklu, miklu lengur. En ég skil samt svo óskaplega vel að þú hafir gefist upp elsku hjartans gullið mitt … og ég fyr- irgef þér það. Ef ég fengi einhverju ráðið vildi ég helst af öllu aldrei þurfa að kveðja þig hinstu kveðju í dag, því hún er svo ósanngjörn og svo ótímabær. Ég kveð þig með svo mikilli sorg og söknuði í hjarta að það er sárt. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig að og hafa fengið að fylgja þér gegnum lífið, fyrir það er ég betri manneskja í dag. Ég vil þakka þér af öllu mínu hjarta svo heitt og innilega fyrir að hafa verið mín heimsins besta systir og vinkona. Börnunum mínum sem amma og mér sem móðir. Hafðu hjartans þökk fyrir allt elsku gull. Ég kveð þig með þeim orðum sem ég kvaddi þig alltaf með er ég knúsaði þig og kreisti og sagði: „Lovjú longtæm dúllan mín.“ Þín Svava. Vertu sæll minn kæri vin, hverf þú inn í stjörnuskin. Ég óska þér nú sálarró, því af sorg þú hafðir nóg. Ég græt þitt litla stutta líf, í hjarta mínu stormar hríð. Hvíl í friði sálartetur, Orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Elsku besta og fallega Sveina „amma“. Það er svo ótrúlega erf- itt og sárt að vita til þess að þú sért farin frá okkur í síðasta sinn og við munum aldrei sjá þig aft- ur. Þú varst okkur alltaf svo ynd- islega góð og hjá þér leið okkur alltaf vel. Það var svo gaman að fá að heimsækja þig í sveitina þína þar sem þú dekraðir okkur eins og þú ein gerðir. Það var líka alltaf svo ótrúlega gaman að fá þig í heimsókn, sérstaklega þegar þú gistir hjá okkur, því þá var algjör veisla. Þú sýndir því sem við vorum að gera alltaf mikinn áhuga. Þú studdir okkur og hvattir í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur og þú jafnvel hjálpaðir okkur að hrinda verkefnum okkar í framkvæmd. Fyrir jólin komstu með fulla poka af efnivið í jóla- tréð sem Maxi litli var að smíða. Þegar kom að því að suða í foreldrunum um að fá hin ýmsu dýr inn á heimilið gátum við treyst á stuðning þinn því þú varst einstakur dýravinur. Það var alveg sama hvernig dýr það voru; hundur, köttur eða jafnvel gæsir, þau hreinlega elskuðu þig og löðuðust að þér og þeirri góðu manneskju sem þú hafðir að geyma. Alltaf varstu tilbúin að koma að passa okkur eða fá okkur í pössun upp í sveit. Það var ým- islegt brallað og við munum geyma margar fallegar og góðar minningar af þessu í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þú varst miklu meira amma okkar en móðursystir, því amma Dísa var dáin áður en við fengum að kynnast henni og við vorum svo oft með þér. Við fórum að kalla þig ömmu þegar þú passaðir okkur þegar Kristófer fæddist. Þú þurftir að sækja Rakel í leik- skólann og börnin þar voru viss um að þú værir amma hennar. Þér þótti nú ekki leiðinlegt að við kölluðum þig alltaf Sveinu „ömmu“ og þegar þú komst í heimsókn sagðirðu alltaf að amma væri komin. Við eigum eftir að sakna þess að „amma“ Sveina komi í heimsókn og við getum heimsótt hana. Við systkinin erum því ævin- lega þakklát að hafa fengið að kynnast þér. Hjörtu okkar eru full af svo góðum minningum sem við eigum eftir að geta yljað okkur við um ókomna tíð. Þín verður alltaf saknað elsku Sveina „amma“. Við elskum þig. Tinna, Karen, Sara, Rakel og Kristófer. Sveina, þú varst einstakt ein- tak af manneskju sem hugsaðir um og gerðir allt fyrir alla aðra, en hugsaðir aldrei um sjálfa þig. Það var ekki til slæmt bein í þér. Þú varst svo innilega góðhjörtuð og ég hef aldrei þekkt jafn fal- lega sál og þig. Svo góð við bæði menn og dýr og það sást vel því það eiga ekki margir gæsir sem hænast að manni og elta hálfa leið í bæinn. Eftir andlát þitt sagði ég mömmu að nú tryði ég innilega á himnaríki því þar áttu svo sannarlega heima núna. Hjá þér í sveitinni fann ég allt- af fyrir svo miklu frelsi því ég gat gert það sem ég vildi, ekkert var „off limits“ hjá þér, þú horfð- ir á eða jafnvel tókst þátt í því sem ég var að gera, allt var leyfi- legt í sveitinni. Þú varst líka svo góður gestgjafi, settir alltaf mynd í tækið, gafst okkur nammi og hnetur og leyfðir okkur að grufla í öllu dótinu þínu. Þegar ég eltist fann ég fyrir svo mikl- um frið hjá þér og leið svo vel. Það var alltaf gott að vera hjá þér, fara út í fjós, leggjast í heyið, hlusta á beljurnar og fuglana. Heimilið þitt var griða- staðurinn minn og pása frá borg- inni. Við áttum alltaf skemmti- legt spjall og gistingarnar hjá þér voru svo sannarlega endur- nærandi. Að vera í þinni nær- veru var eins og að vakna á mánudegi og komast að því að vera í vikufríi. Jólaboðin þín voru best, svo notalegt og gaman yfir höfuð að fá að njóta þeirra í nær- veru þinni. Þú varst mjög gjafmild og eitt sinn gafstu mér styttu af kanínu í afmælisgjöf. Ég bað þig um lif- andi kanínu því mamma og pabbi voru búin að segja nei. Ég var svekkt yfir því að hafa bara feng- ið styttu, en seinna sá ég að þú reyndir allt í þínu valdi til að gefa mér það sem mig langaði í. Kanínuna á ég enn í dag og mun aldrei láta hana af hendi. Ég man eftir öllum skiptunum sem þú komst í heimsókn og ég var að rúlla heim úr skólanum, þegar ég sá þig skríkti ég af ánægju. Þú varst alltaf svo góð við mig og spjallaðir alltaf við mig um skrítnustu hlutina. Ég man vel eftir því líka að þú pass- aðir okkur og það var eins og að eiga afmæli. Þú keyptir ís og snakk, leigðir mynd og horfðir á alla myndina með okkur ólíkt því sem mamma gerir, hún sofnar alltaf strax. Þú varst eins og amma mín, sem mér þykir svo vænt um. Ég myndi gera allt til þess að fá að hitta þig einu sinni enn. Heim- urinn var vondur við svona góða manneskju og hann tók þig alltof snemma. Þú varst í algjöru uppáhaldi hjá mér, annað kemur ekki til greina. Þú skildir eftir stórt og djúpt far í hjarta okkar allra í fjöl- skyldunni og þín á eftir að vera minnst að eilífu. Yndislega, góð- hjartaða, hreinskilna dugnaðar- kona sem varst mín fullkomna fyrirmynd. Veit um marga sem myndu gera hvað sem er til þess að eiga persónu eins og þig að. Ég segi það með bullandi stolti og þakklæti: það að vera litla frænka þín voru forréttindi. Ég mun aldrei gleyma því hvað þú áttir sérstakan stað í hjarta okk- ar og sama hvað, þá áttu alltaf eftir að eiga hann. Elska þig að eilífu Sveina og ég mun alltaf sakna þín sárt og líta á þig sem part af mínum innsta hring. Þín Sara. Elsku Sveina, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þú varst ein besta manneskja sem mér hefur hlotnast sá heiður að kynnast, svo einstaklega hjartahlý og með notalega nærveru. Minningarnar og tíminn sem við áttum saman voru það besta. Óteljandi „bíó-gistikvöld“ með bugles, bakstri og eldamennsku og svo aðrir óteljandi góðir tímar saman. Ég vil meina að þú eigir heiðurinn af því að ég hef svona mikinn áhuga á eldamennsku og bakstri, þú hvattir mig alltaf áfram á því sviði og gafst mér mína allra fyrstu uppskriftabók. Ég var ekki nema tæplega sjö ára þegar við tíndum kúmen úr garðinum heima hjá þér í sveit- inni, bökuðum kúmenbollur og útbjuggum heimatilbúna Sveinu- borgara, þetta var bara byrjunin á okkar sameiginlega áhugamáli. Ég man þær stundir sem við eyddum í sveitinni hjá þér. Það var alltaf svo einstaklega gott að koma til þín, fá ristað brauð, kakómalt með mjög miklu kakói (lykilatriði) og jafnvel kex. Við systkinin og frændsystkinin gát- um leikið okkur tímunum saman í fjósinu, í skóginum, læknum og hvar sem er og alltaf leið tíminn allt of hratt, okkur langaði aldrei heim frá þér og er ég viss um að þau taka undir þetta með mér. Þú varst einstakur snillingur í að skapa í höndunum. Ég á ennþá teppið sem þú gafst mér þegar ég var lítið barn. Elsku bleika bútasaumsteppið mitt sem hefur verið í algjöru uppá- haldi frá því að þú gafst mér það. Einstaklega hlýtt teppi sem tek- ur utan um mann og veitir nota- lega tilfinningu, nákvæmlega eins og nærvera þín gaf af sér. Þú varst einn mesti dugnaðar- forkur sem ég hef kynnst. Þú tókst alltaf upp hanskann fyrir aðra, óðst eld og brennistein fyr- ir þá sem þér þótti vænst um, burtséð frá því hvort viðkomandi átti það skilið eða ekki. Þú hugs- aðir fyrst og fremst um aðra áð- ur en þú hugsaðir um þig sjálfa. Þú varst eins og við segjum á góðri íslensku „no-bullshit“- kona, þú valdir þér fólk í kring- um þig, þú umkringdir þig ein- ungis fólki sem lét þér líða vel. Þú varst einstakur dýravinur, öllum dýrum líkaði vel við þig sem er ekki skrítið því þú hafðir alveg einstakt lag á dýrum. Þú varst ekki bara móður- systir mín heldur varstu amma mín, amman sem ég aldrei átti í móðurætt. Ég veit við gerðum oft grín að því þegar þú varst spurð hvort þú værir amma Rakelar þegar þú sóttir hana í leikskólann. En raunin er sú að þú varst amma mín, elsku elsku amma Sveina, sem mér þykir svo ótrúlega vænt um. Ég á svo innilega erfitt með að meðtaka það að þú sért farin. Ég hef seinustu daga óskað þess svo heitt og innilega að það kæmi einhver og segði djók, vissulega ljótt djók en þú værir þá allavega hérna með okkur. Hjarta mitt er í molum. Ég trúi því ekki að ég sé að fara að kveðja þig í hinsta sinn. Manni finnst lífið einstaklega ósann- gjarnt. Mér þykir svo óendan- lega vænt um þig en ég veit að þér líður betur, þú ert komin á betri stað, þú ert með góðu fólki og elsku bestu Birtu minni sem elskaði þig svo heitt. Þar til næst, elsku Sveina mín, ég elska þig. Karen Ýr Kristjánsdóttir. Sveinbjörg Þórdís Sveinsdóttir Með sorg í hjarta kveðjum við í dag góðan vin og fyrrverandi vinnu- félaga til fjölda ára, Hauk Ás- geirsson tæknifræðing. Hauk- ur, sem segja má að hafi alist upp hjá fyrirtækinu, starfaði hjá RARIK í rúma fjóra ára- tugi og gegndi þar ýmsum störfum uns hann lét af störf- um 2018. Hann byrjaði sem unglingur að taka þátt í verk- efnum hjá RARIK, en starfaði síðan, með námshléum, samfellt hjá fyrirtækinu frá 1970 til 2018. Hann vann að ýmsum verk- Þórður Haukur Ásgeirsson ✝ Þórður HaukurÁsgeirsson fæddist 6. desem- ber 1953. Hann andaðist 10. janúar 2021. Útförin fór fram 23. janúar 2021. efnum í dreifikerfi fyrirtækisins í Húnavatnssýslum, byrjaði sem línu- maður og rafvirki á Blönduósi, síðan flokksstjóri og svo verkstjóri. Hann tók síðan við starfi rafveitustjóra á Sauðárkróki 1978 sem hann gegndi þar til hann fór í nám 1981. Í því starfi kom hann meðal annars að rekstri og viðhaldi virkjunar á Sauð- árkróki og viðhaldi og rekstri aðveitustöðva og dreifilína í Skagafirði. Að loknu námi réðst hann sem tæknifræðingur á skrifstofuna á Akureyri í eitt ár, en flutti 1986 aftur á Blönduós og tók við starfi tæknifulltrúa. Hann var svo ráðinn í starf umdæmisstjóra á Norðurlandi vestra 1990 og gegndi því starfi til 2004. Í því starfi kom hann að flestum þáttum í rekstri fyrirtækisins, hvort sem það sneri að tækni- málum, fjármálum eða sam- skiptum við viðskiptavini. Þá sat hann í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eftir skipulags- breytingar 2004 tók Haukur við stjórn á rekstri hitaveitna RA- RIK og stýrði hitaveiturekstr- inum allt þar til hann lét af störfum. Hann tók þátt í breytingum á hitaveitu á Siglufirði, borun- um í Dalabyggð, kaupum á hitaveitu Blönduóss og teng- ingu við Skagaströnd og und- irbúningi að hitaveitu á Höfn. Á yfir fjörutíu ára ferli kom Haukur að fjölda verkefna hjá RARIK og sinnti mörgum trúnaðarstörfum. Hann var ein- staklega heill og góður drengur sem var alltaf tilbúinn til að virða skoðanir annarra og finna lausnir á öllum málum. Hann var reyndur og með góða inn- sýn í flesta þætti í rekstri fyrir- tækisins og því var gjarnan leitað til hans. Hann var þannig gerður að hann vildi frekar leita sátta en eiga í illdeilum, sem hann forðaðist. Auk þess að vera tæknimaður var Hauk- ur mikill músikant og tók m.a. þátt í Orkubandinu svokallaða sem tróð upp þegar orkugeir- inn hittist. Svo átti hann sér at- hvarf í bústaðnum á Spáni sem hann nýtti sér. Eftir að grein- ast með illvígan sjúkdóm ákvað hann að hætta störfum og tak- ast á við það verkefni af fullum krafti. Allt virtist ganga vel, en öllum á óvart blossaði þetta upp í desember og ekkert varð við ráðið. Nú þegar við kveðj- um Hauk félaga okkar og vin hinstu kveðju vil ég fyrir hönd fyrirtækisins þakka honum fyr- ir óeigingjarnt starf fyrir RA- RIK í öll þessi ár og það traust sem hann sýndi fyrirtækinu í öllum sínum verkum. Einnig vil ég fyrir hönd samstarfsmanna til fjölda ára þakka fyrir mikla og góða vináttu hans. Persónu- lega vil ég þakka fyrir einstak- lega gott og náið samstarf í áratugi og vináttu frá því við kynntumst fyrst. Minningin um góðan dreng mun lifa lengi. Fjölskyldu hans allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Hauks Ásgeirssonar. Tryggvi Þór Haraldsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.