Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 32

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tíu einstaklingar og sprotaverkefni hafa fengið eins árs aðild að Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. Hjá Festu eru fyrir hátt í 140 aðildafélög, og „aðildin“, eins og nýju aðilarnir eru kallaðir, verða kynnt til sögunn- ar á rafrænni janúarráðstefnu Festu sem haldin er í dag í beinu streymi á netinu, þar á meðal á mbl.is. Tuttugu og sex sóttu um Hrund Gunnsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Festu, segir í samtali við Morgunblaðið að tuttugu og sex „rosalega flott“ verkefni hafi sótt um. „Aðildin munu taka þátt í starfi Festu og vinna verkefni sem tengj- ast áskorunum og tækifærum í sjálf- bærni. Við höfum mikla trú á hugviti aðildanna, sem samanlagt dekka margar greinar, geira og aldursbil,“ segir Hrund. Festa býður upp á 40-60 viðburði á ári hverju sem aðildin fá nú fullan aðgang að. „Það er hægt að stækka verkfærakistuna og auka sjálfbærni- þekkinguna mjög mikið mjög hratt í samfélagi Festu, ef fólk leggur sig fram. Góð dæmi eru jafnréttismál, endurnýjanleg orka og hugvitið sem sést í nýsköpun.“ Meira en hagnaðardrifið Kristinn Aspelund, framkvæmda- stjóri Ankeris, segir að fyrirtækið vilji vera meira en bara hagnaðar- drifið félag. „Við viljum takan virkan þátt í að byggja upp samfélagið og leggja okkar af mörkum við að gera heiminn að betri stað.“ Ankeri býr til tækni sem miðar að því að eigendur skipa geti markaðs- sett þau út frá rekstrarhagkvæmni og að leigjendur geti valið skip út frá viðurkenndum upplýsingum um getu, rekstur, umhverfisáhrif og fleiri þætti. „Lykilatriði er að félag- ið sé hluti af samfélaginu. Við viljum hjálpa viðskiptavinum að bæta sig, og taka þátt í að leysa þessi stóru mál í heiminum. Við vorum því mjög ánægð að vera valin sem aðildi,“ segir Kristinn. Vinnur að sjálfbærnistefnu Karólína Stefánsdóttir og Katrín Helena Jónsdóttir hjá Listaháskóla Íslands segja að umhverfisnefnd skólans vinni nú að fyrstu heild- rænu umhverfis- og sjálfbærni- stefnu skólans. Með því að verða hluti af Festu geti LHÍ nýtt sér fræðsludagskrá og tengslanet mið- stöðvarinnar. Þær segja að skólinn reki sex deildir og innan hverrar þeirra séu ýmis verkefni þar sem sjálfbærni komi við sögu. Sem dæmi þá sé m.a. lögð áhersla á að efla læsi og skiln- ing á sjálfbærni og sköpun í list- kennslu og í fatahönnun eru kennd námskeið í samstarfi við fatasöfnun Rauða krossins. Alþjóðlegt verkefni um sjálfbæra leiklist var einnig unn- ið í sviðslistadeild „Við erum svaka- lega stolt og ánægð með að hafa ver- ið valin sem aðildi og þetta er gott tækifæri fyrir skólann.“ Nýta skapandi hugvit Magnea Marinósdóttir alþjóða- stjórnmálafræðingur og Guðjón Bjarnason, arkitekt og myndlistar- maður, standa að Nýjung, en verk- svið þess er að nýta skapandi hugvit og greinandi hugsun m.a. á sviði laga og stjórnkerfa til að vinna að fram- farasinnuðum og vistvænum nýjung- um almenningi til handa á fjöl- breyttum sviðum, eins og þau orða það í skriflegu svari. „Rauði þráðurinn í samstarfi okk- ar er fagurfræðileg sjálfbærni.“ Þau Magnea og Guðjón segja m.a. að í verkum sínum telji þau veiga- mikið að sýna almennt hófsemi og virðingu og forðast að troða menn- ingarháttum um tær við gerð bygg- inga og hluta. Mikilvægt sé engu síð- ur að hönnun forðist lognmollu og á heiðarlegan og kraftmikinn máta endurspegli á frumlegan hátt þá um- brotatíma og þau vatnaskil er nú fara í hönd. Þau segjast einnig í svari sínu vilja gefa tækninýjungum skarpa ásýnd mótaða af ferskum blæ, áræði og leikgleði. Hnýtir saman geira Kristján Guy Burgess hjá Al- þjóðaveri segist hafa fylgst með Festu frá upphafi og verið mjög hrif- inn af því hvernig til hefur tekist að virkja fyrirtæki landsins til að tala saman um hlutverk þeirra í sam- félaginu. „Ég hef um langt skeið ver- ið að vinna að því að hnýta saman einkageirann og opinbera geirann, og einbeitt mér að verkum sem hafa sterk samfélagsleg áhrif,“ segir Kristján og nefnir aðkomu sína að undibúningi Carbfix-verkefnisins á Hellisheiði, sem snýst um að binda koltvísýring í bergi. „Svo hef ég á síðustu árum verið að skoða hvernig má virkja kraftana sem liggja í fjár- magninu, til að takast á við risastór viðfangsefni eins og loftslagsmálin. Stóru málin leysast ekki nema með samvinnu ólíkra aðila.“ Sjálfbær hönnun Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins Fólk Reykja- vík, segist hafa mikinn áhuga á að taka þátt í að þróa og dýpka um- ræðuna um sjálfbærni. Ragna Sara fagnar því að vera orðin hluti af Festu. „Starfið sem þar er unnið er frábært og að komast inn með þessum hætti er mjög mikil- vægt fyrir lítið en vaxandi fyrirtæki eins og okkar,“ segir Ragna Sara. „Fyrirtækið mitt er stofnað á grunni þessarar hugmyndafræði um sjálfbærni og hringrásarhagkerfi.“ Starfsemi Fólk Reykjavík snýst um að þróa, framleiða og selja hönn- unarvörur í samstarfi við íslenska hönnuði sem bundnir eru ákveðnum skilyrðum um sjálfbærni hvað varð- ar vöruþróun og framleiðslu. „Þessi áhersla hefur fallið mjög vel í kramið hjá okkar viðskiptavinum. Við finn- um að vitundin fyrir sjálfbærni er að aukast og við viljum stuðla að auk- inni þekkingu á umhverfis- og sam- félagsáhrifum vöruframleiðslu.“ Hægt að læra mikið mjög hratt Morgunblaðið/Eggert Sjálfbærni Aðildin eru Ankeri, Alþjóðaver, Nýjung, Natus e1, Humble, LHÍ, NEET, Greenfo, Fólk Reykjavík og Tool Library.  Tíu verkefni valin til að vera aðildi hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð  Íslendingar hafa margt fram að færa í sjálfbærni  Gera heiminn að betri stað  Stóru málin leysast með samvinnu ólíkra aðila Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina. Þarftu að selja, kaupa, leigja út eða taka á leigu? Ármúli 3 til leigu – 275 fm Sími 766 6630 Til leigu Laugavegur 65–150 fm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.