Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 35

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Andrés Magnússon andres@mbl.is Enn færðist aukin harka í bóluefn- ismálin í Evrópu í gær, þegar Stella Kyriakides, sem fer með heilbrigð- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB), krafðist þess að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca beindi bóluefni ætluðu Bretum til Evrópu þegar í stað. Fyrirtækið greindi frá því síðast- liðinn föstudag, að vegna fram- leiðsluörðugleika væri ekki unnt að afgreiða eins mikið af bóluefni til ESB og til stóð á þessum ársfjórð- ungi, en áður hafði Pfizer einnig til- kynnt að minna bærist af bóluefni þess en stefnt hefði verið að. Almenn reiði í Evrópu Mikillar reiði gætir víða í Evrópu vegna þess hversu illa bóluefnisáætl- anir ESB hafa gengið eftir og póli- tískur þrýstingur því orðinn mikill. Forystumenn ESB hafa því haft í hótunum við lyfjafyrirtækin og ýjað að því að sett verði útflutningsbann á bóluefni úr verksmiðjum þeirra í Evrópu. Sérstaklega fellur þeim illa, að á sama tíma fái Bretar bóluefni sam- kvæmt samningi og af því stafar þessi krafa um að ESB fái bóluefni úr sendingum ætluðum Bretum. ESB vill fá 75 milljónir bóluefnis- skammta þaðan á næstu tveimur mánuðum, en Bretar pöntuðu alls 100 milljónir skammta. Pascal Soriot, hinn franski for- stjóri AstraZeneca, vísaði því á bug og kvaðst myndu standa við samn- inga sína við Breta, samningurinn við ESB hefði komið miklu síðar til og aðeins kveðið á um að lyfjafram- leiðandinn myndi reyna sitt besta til þess að afhenda umsaminn fjölda skammta á ársfjórðungnum. Sorio sagði í viðtali við ítalska blaðið La Repubblica, að ESB hefði dregið lappirnar í samningaviðræð- um og samið þremur mánuðum á eft- ir Bretum. Sams konar vandræði hefðu komið upp í lyfjaverksmiðjum þar og í evrópsku verksmiðjunum nú, en þremur mánuðum fyrr. Ekki kæmi til greina að Bretar bæru hall- ann af seinagangi ESB. Evrópusambandið brást við með því að átelja Soriot fyrir að hafa greint frá efni samnings þeirra og fór fram á að birta samninginn í heild sinni, en jafnframt hefur um- boðsmaður ESB hafið stjórnsýslu- rannsókn á því hvers vegna fram- kvæmdastjórnin neitaði að birta samninginn eftir upplýsingabeiðni. Lyktir þess máls kynnu að hafa áhrif á Íslandi, en heilbrigðisráðu- neytið hér hefur neitað að birta samninginn með vísan til trúnaðar við lyfjafyrirtækin og ESB. Öllum öðrum kennt um Við blasir að bóluefnisáætlun Evr- ópusambandsins hefur farið illilega út af sporinu, en til þessa hafa við- brögð framkvæmdastjórnarinnar og Ursulu von der Leyen, forseta henn- ar, einkennst af tilraunum til þess að kenna öllum öðrum um ófarirnar. Í öðru orðinu talaði von der Leyen þannig um að heill hnattbyggðarinn- ar væri undir, en hins vegar að sam- bandið vildi hefta útflutning bólu- efna þaðan. Hún gerði mikið úr fyrirheitum ESB um fjárframlög til Covax, alþjóðlegs átaks um að tryggja snauðari þjóðum aðgang að bóluefni, en það hefur fremur holan hljóm þegar haft er í huga að Bret- land eitt hefur heitið mun hærri fjár- hæð. Það er svo nánast spaugilegt að á sama tíma og ESB krefst bóluefnis AstraZeneca hefur það enn ekki fengið leyfi Lyfjastofnunar Evrópu og þýskir ráðamenn hafa reynt að gera lítið úr nytsemi þess. Áhrifamenn í lyfjaiðnaði í Evrópu hafa miklar áhyggjur af þessari þró- un. Ef af útflutningsbanni yrði myndi alþjóðleg misklíð aukast, því það hefði áhrif á fjölda ríkja utan Evrópu. Væri þá full ástæða til þess að óttast allsherjar-bóluefnisstríð ESB gegn heimsbyggðinni. Til langframa væri hitt þó verra, að framvegis myndi engum koma til hugar að fjárfesta í evrópskum lyfja- iðnaði og jafnvel evrópsk lyfjafyrir- tæki myndu hugsa sér til hreyfings. ESB lýsir yfir bóluefnastríði  Evrópusambandið krefst þess að fá bóluefni Breta afhent  AstraZeneca svarar ESB fullum hálsi  Ýjað að útflutningsbanni bóluefnis frá Evrópu  Evrópskur lyfjaiðnaður uggandi vegna þróunarinnar AFP Brussel Stella Kyriakides, hinn kýpverski heilbrigðiskommissar framkvæmdastjórnar Evrópusamabandsins, tók niður grímuna í gær og sýndi Bretum og lyfjafyrirtækinu AstraZeneca tennurnar. Öldungis grímulaust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.