Morgunblaðið - 28.01.2021, Page 20

Morgunblaðið - 28.01.2021, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði. LÝSTU UPP skammdegið Frisbi loftljós Ø 60 cm Hönnun: Achilli Castiglioni (1978) Verð 69.900,- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenjumörg snjóflóð hafa fallið að undanförnu og einnig er óvenjulegt að snjóflóðahrinur standi samtímis yfir í þremur landshlutum. Snjóflóðahrinur hafa verið á norðanverðum Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum. Í gær hafði Veðurstofa Íslands skráð 138 snjóflóð á síðustu tíu dögum. Und- ir skráningu geta verið fleiri en eitt flóð. Óvenjuleg snjóflóð Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofan- flóðavöktunar hjá Veðurstofunni, seg- ir að mörg flóðanna nú hafi fallið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum. Hún telur það ekki hafa gerst á síð- ustu árum að jafn mörg stór snjóflóð hafi fallið á öllum þessum stöðum eins og að undanförnu. „Í öllum miklum snjóflóðahrinum falla óvenjuleg snjóflóð á einhverjum stöðum,“ segir Harpa. Hún segir ekki algengt að snjóflóð falli t.d. á veginn yfir Öxnadalshreiði en nú fóru snjóflóð yfir hann á fimm stöðum. Einnig féllu snjóflóð niður á veg í Súðavíkurhlíð, á Flateyrarveg, veginn um Gemlufells- heiði í Bjarnardal, veginn um Spilli í Súgandafirði, Eyrarhlíð í Skutulsfirði, veginn um Svartárdal í A-Húnavatns- sýslu, Ólafsfjarðarveg og veginn um Fagradal á Austurlandi. Snjóflóð sem féll í Harðskafa á Eskifirði er það stærsta sem vitað er um þar. Það stöðvaðist langt ofan byggðar og ógnaði henni ekki. Innar- lega í Fnjóskadal féll einnig stórt flóð sem braut mikinn skóg. Snjóalög eru víða óstöðug Harpa segir snjóalög víða mjög óstöðug og lítið þurfi til að koma snjó- flóðum af stað. Umhleypingar hafa valdið veikleika í snjóþekjunni. Hún segir að flekaflóð geti farið af stað þegar veikari snjór er undir þéttara snjólagi. Veðurstofan hefur varað fólk við að fara á fjöll við þessar aðstæður. Þegar snjóalög eru jafn veik og nú getur fólk komið snjóflóðum af stað. „Menn ættu að forðast að vera á ferð í brattlendi eða þar sem snjóflóð geta fallið. Maður hefur áhyggjur af því þegar veðrið batnar eftir langvar- andi ótíð að þá vilji fólk komast til fjalla, en það verður að fara virkilega varlega,“ sagði Harpa. Tjón á mannvirkjum varð í a.m.k. þremur snjóflóðum í þessum hrinum. Flóðið sem féll á skíðasvæðið í Skarðs- dal á Siglufirði 20. janúar, snemma í hrinunni, var óvenjustórt. Skíðaskál- inn er ónýtur og flóðið féll einnig á búnaðargáma á svæðinu og ýtti þeim á nýjan snjótroðara. Þá féll snjóflóð úr Hólmgerðarfjalli inn af Oddsskarði við Eskifjörð 25. janúar og olli tjóni á skotæfingasvæði. Aðstöðuhús á svæð- inu virðist hafa eyðilagst í snjóflóðinu. Einnig féll snjóflóð úr Hólabyrðu ofan við Hóla í Hjaltadal. Auk þess skemmdist mælabúnaður Veðurstof- unnar á að minnsta kosti tveimur stöð- um og víða varð tjón á girðingum. Snjóflóð í Kolbeinsdal Snjóflóð féll við bæinn Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði, líklega 23. janúar. Það drap að minnsta kosti þrjú hross og eyðilagði skúr. Kol- beinsdalur er þekkt snjóflóðasvæði og snjóflóðið nú minnti marga á mann- skætt snjóflóð sem féll á næsta bæ þar fyrir innan, Sviðning, á Þorláksmessu árið 1925. Það er rifjað hér upp í ann- arri grein. Óvenjumörg snjóflóð og þrjár hrinur  Snjóflóðahrinur samtímis á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum Ljósmynd/Sævar Guðjónsson Eskifjörður Snjóflóð féll úr Hólmgerðarfjalli inn af Oddsskarði 25. janúar og skemmdi skotæfingasvæði. Mannskætt snjóflóð féll á bæinn Sviðning í Kolbeinsdal í Skagafirði að morgni Þorláksmessu árið 1925. Sviðningur var næsti bær innan við Smiðsgerði þar sem snjóflóð féll á dögunum. Á Sviðningi var tvíbýli. Sölvi Kjartansson bóndi, 29 ára, og Jónína Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, 28 ára, bjuggu í baðstofu sem vissi að fjallinu. Þau áttu tvær dætur, Önnu tveggja ára og Sigríði 11 mánaða. Í baðstofunni sváfu einnig Guðbjörg Baldvinsdóttir, 73 ára húskona, og Hansína Benediktsdóttir, 57 ára húskona. Hin fjölskyldan bjó í skála framan við baðstofuna og þar sváfu þau Ant- on Gunnlaugsson bóndi, 34 ára, Sig- urjóna Bjarnadóttir húsfreyja, 33 ára, og fjögur börn þeirra, Sigurlaug 9 ára, Ívar 8 ára, Halldór 6 ára og Birna tveggja ára. Báðar húsfreyj- urnar, þær Jónína og Sigurjóna, voru komnar langt á leið. Vöknuðu við vondan draum Anton og Sigurjóna vöknuðu um klukkan sex á Þorláksmessumorgun við að skálinn nötraði og það brast í viðum. Þau töldu að það hefði orðið jarðskjálfti og sinntu því ekki frek- ar. Þegar Anton fór á fætur um átta- leytið og gekk út var blindhríð en honum til furðu stóðu tvær kvígur á hlaðinu. Þegar betur var að gáð sást hvað gerst hafði. Snjóflóð hafði brot- ið niður baðstofuna og eldhúsið og svipt þakinu af fjósinu. Anton kom kvígunum inn í bæjardyrnar. Austurstafn fjóssins hafði fallið og limlest tvær kýr sem voru að drep- ast. Hann fór inn í bæinn til að huga að nágrönnum sínum en komst ekki nema að hurðinni sem skildi að eld- húsið og göngin. Fyrir innan var troðið af snjó. „Varð honum þá ljóst hvað gerst hafði, snaraðist út í myrkrið og stór- hríðina og upp á bæinn,“ skrifar Hjalti Pálsson í Byggðasögu Skaga- fjarðar, VI. bindi. „Snjóflóðið hafði sópað burtu baðstofuþakinu og brot- ið niður efri hluta stafnsins, niður að bita. Var baðstofutóftin full af snjó, blönduðum spýtnabraki og torfi er huldi gjörsamlega rúmstæðin. Ant- on hafði skóflu og hóf þegar í stór- hríðinni að grafa við austurstafninn, yfir rúmi Sölva. Komst hann svo langt niður að honum þótti með ólík- indum að finna ekkert, kallaði niður en heyrði ekkert hljóð og taldi þá víst, eins og síðar kom í ljós, að Sölvi væri látinn.“ Anton kallaði til fólksins og fékk Snjóflóðið braut niður baðstofuna Ljósmynd/Kári Heiðar Árnason Hjaltadalur Snjóflóð féll úr Hólabyrðu og teygði sig niður að skógrækt við Hóla. Kolbeinsdalur er næsti dalur við.  Þrjú fórust í snjóflóði á Sviðningi 1925  Aðstæður voru mjög erfiðar Kolbeinsdalur í Skagafirði Smiðsgerði Hofsós S ka ga fj ör ðu r Héraðsvötn Kolbeinsdalur Deildardalur Óslandshlíð Unadalur Hjaltadalur Sviðningur Hólar  SJÁ SÍÐU 22 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.