Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði. LÝSTU UPP skammdegið Frisbi loftljós Ø 60 cm Hönnun: Achilli Castiglioni (1978) Verð 69.900,- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenjumörg snjóflóð hafa fallið að undanförnu og einnig er óvenjulegt að snjóflóðahrinur standi samtímis yfir í þremur landshlutum. Snjóflóðahrinur hafa verið á norðanverðum Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum. Í gær hafði Veðurstofa Íslands skráð 138 snjóflóð á síðustu tíu dögum. Und- ir skráningu geta verið fleiri en eitt flóð. Óvenjuleg snjóflóð Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofan- flóðavöktunar hjá Veðurstofunni, seg- ir að mörg flóðanna nú hafi fallið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum. Hún telur það ekki hafa gerst á síð- ustu árum að jafn mörg stór snjóflóð hafi fallið á öllum þessum stöðum eins og að undanförnu. „Í öllum miklum snjóflóðahrinum falla óvenjuleg snjóflóð á einhverjum stöðum,“ segir Harpa. Hún segir ekki algengt að snjóflóð falli t.d. á veginn yfir Öxnadalshreiði en nú fóru snjóflóð yfir hann á fimm stöðum. Einnig féllu snjóflóð niður á veg í Súðavíkurhlíð, á Flateyrarveg, veginn um Gemlufells- heiði í Bjarnardal, veginn um Spilli í Súgandafirði, Eyrarhlíð í Skutulsfirði, veginn um Svartárdal í A-Húnavatns- sýslu, Ólafsfjarðarveg og veginn um Fagradal á Austurlandi. Snjóflóð sem féll í Harðskafa á Eskifirði er það stærsta sem vitað er um þar. Það stöðvaðist langt ofan byggðar og ógnaði henni ekki. Innar- lega í Fnjóskadal féll einnig stórt flóð sem braut mikinn skóg. Snjóalög eru víða óstöðug Harpa segir snjóalög víða mjög óstöðug og lítið þurfi til að koma snjó- flóðum af stað. Umhleypingar hafa valdið veikleika í snjóþekjunni. Hún segir að flekaflóð geti farið af stað þegar veikari snjór er undir þéttara snjólagi. Veðurstofan hefur varað fólk við að fara á fjöll við þessar aðstæður. Þegar snjóalög eru jafn veik og nú getur fólk komið snjóflóðum af stað. „Menn ættu að forðast að vera á ferð í brattlendi eða þar sem snjóflóð geta fallið. Maður hefur áhyggjur af því þegar veðrið batnar eftir langvar- andi ótíð að þá vilji fólk komast til fjalla, en það verður að fara virkilega varlega,“ sagði Harpa. Tjón á mannvirkjum varð í a.m.k. þremur snjóflóðum í þessum hrinum. Flóðið sem féll á skíðasvæðið í Skarðs- dal á Siglufirði 20. janúar, snemma í hrinunni, var óvenjustórt. Skíðaskál- inn er ónýtur og flóðið féll einnig á búnaðargáma á svæðinu og ýtti þeim á nýjan snjótroðara. Þá féll snjóflóð úr Hólmgerðarfjalli inn af Oddsskarði við Eskifjörð 25. janúar og olli tjóni á skotæfingasvæði. Aðstöðuhús á svæð- inu virðist hafa eyðilagst í snjóflóðinu. Einnig féll snjóflóð úr Hólabyrðu ofan við Hóla í Hjaltadal. Auk þess skemmdist mælabúnaður Veðurstof- unnar á að minnsta kosti tveimur stöð- um og víða varð tjón á girðingum. Snjóflóð í Kolbeinsdal Snjóflóð féll við bæinn Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði, líklega 23. janúar. Það drap að minnsta kosti þrjú hross og eyðilagði skúr. Kol- beinsdalur er þekkt snjóflóðasvæði og snjóflóðið nú minnti marga á mann- skætt snjóflóð sem féll á næsta bæ þar fyrir innan, Sviðning, á Þorláksmessu árið 1925. Það er rifjað hér upp í ann- arri grein. Óvenjumörg snjóflóð og þrjár hrinur  Snjóflóðahrinur samtímis á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum Ljósmynd/Sævar Guðjónsson Eskifjörður Snjóflóð féll úr Hólmgerðarfjalli inn af Oddsskarði 25. janúar og skemmdi skotæfingasvæði. Mannskætt snjóflóð féll á bæinn Sviðning í Kolbeinsdal í Skagafirði að morgni Þorláksmessu árið 1925. Sviðningur var næsti bær innan við Smiðsgerði þar sem snjóflóð féll á dögunum. Á Sviðningi var tvíbýli. Sölvi Kjartansson bóndi, 29 ára, og Jónína Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, 28 ára, bjuggu í baðstofu sem vissi að fjallinu. Þau áttu tvær dætur, Önnu tveggja ára og Sigríði 11 mánaða. Í baðstofunni sváfu einnig Guðbjörg Baldvinsdóttir, 73 ára húskona, og Hansína Benediktsdóttir, 57 ára húskona. Hin fjölskyldan bjó í skála framan við baðstofuna og þar sváfu þau Ant- on Gunnlaugsson bóndi, 34 ára, Sig- urjóna Bjarnadóttir húsfreyja, 33 ára, og fjögur börn þeirra, Sigurlaug 9 ára, Ívar 8 ára, Halldór 6 ára og Birna tveggja ára. Báðar húsfreyj- urnar, þær Jónína og Sigurjóna, voru komnar langt á leið. Vöknuðu við vondan draum Anton og Sigurjóna vöknuðu um klukkan sex á Þorláksmessumorgun við að skálinn nötraði og það brast í viðum. Þau töldu að það hefði orðið jarðskjálfti og sinntu því ekki frek- ar. Þegar Anton fór á fætur um átta- leytið og gekk út var blindhríð en honum til furðu stóðu tvær kvígur á hlaðinu. Þegar betur var að gáð sást hvað gerst hafði. Snjóflóð hafði brot- ið niður baðstofuna og eldhúsið og svipt þakinu af fjósinu. Anton kom kvígunum inn í bæjardyrnar. Austurstafn fjóssins hafði fallið og limlest tvær kýr sem voru að drep- ast. Hann fór inn í bæinn til að huga að nágrönnum sínum en komst ekki nema að hurðinni sem skildi að eld- húsið og göngin. Fyrir innan var troðið af snjó. „Varð honum þá ljóst hvað gerst hafði, snaraðist út í myrkrið og stór- hríðina og upp á bæinn,“ skrifar Hjalti Pálsson í Byggðasögu Skaga- fjarðar, VI. bindi. „Snjóflóðið hafði sópað burtu baðstofuþakinu og brot- ið niður efri hluta stafnsins, niður að bita. Var baðstofutóftin full af snjó, blönduðum spýtnabraki og torfi er huldi gjörsamlega rúmstæðin. Ant- on hafði skóflu og hóf þegar í stór- hríðinni að grafa við austurstafninn, yfir rúmi Sölva. Komst hann svo langt niður að honum þótti með ólík- indum að finna ekkert, kallaði niður en heyrði ekkert hljóð og taldi þá víst, eins og síðar kom í ljós, að Sölvi væri látinn.“ Anton kallaði til fólksins og fékk Snjóflóðið braut niður baðstofuna Ljósmynd/Kári Heiðar Árnason Hjaltadalur Snjóflóð féll úr Hólabyrðu og teygði sig niður að skógrækt við Hóla. Kolbeinsdalur er næsti dalur við.  Þrjú fórust í snjóflóði á Sviðningi 1925  Aðstæður voru mjög erfiðar Kolbeinsdalur í Skagafirði Smiðsgerði Hofsós S ka ga fj ör ðu r Héraðsvötn Kolbeinsdalur Deildardalur Óslandshlíð Unadalur Hjaltadalur Sviðningur Hólar  SJÁ SÍÐU 22 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.