Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
sagði að framlenging nýja START-
samkomulagsins milli Rússlands og
Bandaríkjanna til næstu fimm ára
væri jákvæð þróun í alþjóðamálum,
en neðri deild rússneska þingsins
samþykkti framlenginguna einróma
í gær. Samkomulagið var undirritað
árið 2010 og takmarkar þann fjölda
kjarnorkuodda sem stórveldin tvö
mega eiga við 1.550 á hvort ríki.
Pútín ávarpaði Davos-ráðstefnuna
í fyrsta sinn frá árinu 2009 í gær og
sagði þetta skref í rétta átt í sam-
skiptum ríkjanna tveggja. Varaði
hann hins vegar við því að ástandið
gæti enn þróast á „ófyrirséðan og
stjórnlausan hátt ef við sitjum á
höndum okkar“.
Pútín lagði fram frumvarp til
þingsins í gærmorgun um framleng-
ingu sáttmálans, en hann og Joe Bi-
den Bandaríkjaforseti ræddust við
símleiðis í fyrrakvöld í fyrsta sinn frá
embættistöku Bidens.
Biden vakti þar máls á ýmsum
ásteytingarsteinum sem hafa truflað
samskipti ríkjanna á síðustu árum,
þar á meðal Úkraínumálið, mann-
réttindamál og málefni stjórnarand-
stæðingsins Alexeis Navalní.
Ekkert „nýtt upphaf“
Afstaða Bidens þótti gefa til
kynna að samskipti ríkjanna yrðu
áfram stirð, en hann sagði í síðustu
viku að ekki yrði stefnt að „núllstill-
ingu“ eða „nýju upphafi“ í samskipt-
unum við Rússland.
Dímítrí Peskov, talsmaður Pútíns,
sagði ljóst eftir símtalið að enn væru
mörg ágreiningsefni á milli Banda-
ríkjanna og Rússlands. Það væri
hins vegar jákvætt að forsetarnir
tveir hefðu komið sér saman um þörf
ríkjanna tveggja fyrir að vera áfram
í samskiptum, meðvituð um að djúp-
ur ágreiningur ríkti á milli þeirra.
Þá sagði Peskov að framlenging
nýja START-samkomulagsins til
fimm ára veitti ákjósanlegan tíma-
ramma fyrir ríkin tvö til þess að
kanna hvort pólitískur vilji væri fyrir
að framlengja hann að nýju eða end-
urnýja að fimm árum liðnum, en
samkomulagið er hið eina sem enn
lifir af afvopnunarsáttmálum risa-
veldanna í kalda stríðinu.
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, fagnaði í gær tíðindun-
um og sagði þau mikilvægan áfanga
á ári sem muni skipta sköpum fyrir
afvopnun í heiminum. Sagði Maas
framlenginguna jafnframt „auka ör-
yggi“ Evrópu.
Hvatti hann til þess að þegar í stað
yrði hafist handa við að snúa við
ákvörðunum Donalds Trump, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta, sem m.a.
batt enda á þátttöku Bandaríkjanna
í banni við meðaldrægum eldflaug-
um, sem og samningi um opna loft-
helgi til eftirlitsflugs.
Framlengingunni fagnað
Nýja START-samkomulagið framlengt til næstu fimm ára „Skref í rétta átt“
í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands Enn mikill ágreiningur þeirra á milli
AFP
START Pútín ávarpaði Davos í gær.
Endurminningar Napóleons Frakklandskeisara frá orr-
ustunni við Austerlitz 2. desember 1805 og kort úr fórum
hans af orrustunni sjást hér, en hvort tveggja er nú til
sölu í París. Er uppsett verð einungis ein milljón evra,
eða sem nemur um 157 milljónum kr. Er þess um leið
minnst að í ár eru hundrað ár frá andláti Napóleons.
AFP
Endurminningar keisarans til sölu
Rússneska lög-
reglan gerði
húsleit í gær í
íbúðum og skrif-
stofum á vegum
stjórnar-
andstæðingsins
Alexeis Navalní,
sem nú er í haldi
stjórnvalda, og
bandamanna
hans. Sagði í til-
kynningu rússneska innanrík-
isráðuneytisins að aðgerðunum
hefði verið ætlað að kanna meint
brot á hreinlætis- og sóttvarna-
reglum vegna kórónuveirunnar á
meðan mótmælum stóð í Moskvu
um síðustu helgi, en þar var þess
krafist að Navalní yrði látinn laus
úr haldi.
Írína Volk, talskona ráðuneyt-
isins, sagði að skipuleggjendur
mótmælanna hefðu með aðgerðum
sínum ýtt undir hættu á frekari út-
breiðslu veirunnar.
Boðað hefur verið til frekari
mótmæla um næstu helgi, en
stefnt er að því að Navalní verði
dreginn fyrir dóm á þriðjudaginn
næsta.
Húsleit í íbúðum og
skrifstofu Navalnís
Alexei
Navalní
RÚSSLAND
Thomas Bach,
forseti Alþjóðaól-
ympíunefnd-
arinnar, hvatti í
gær fólk til þess
að sýna þolin-
mæði og skilning
varðandi framtíð
fyrirhugaðra Ól-
ympíuleika í
Tókýó í sumar.
Leikarnir áttu að
fara fram síðasta sumar, en var
frestað um ár vegna heimsfarald-
ursins, og eru nú uppi áhyggjur um
að hætta þurfi alfarið við þá.
Sagði Bach að of snemmt væri að
ákveða nokkuð um framtíð leik-
anna, en þeir eiga að hefjast 23. júlí
í ár. „Hlutverk okkar er að skipu-
leggja Ólympíuleika, ekki fresta
þeim,“ sagði Bach og bætti við að
ólympíunefndin væri að vinna hörð-
um höndum að því að finna lausnir
á vandanum. Sagði Bach jafnframt
að nefndin væri ekki hlynnt því að
ólympíufarar fengju bólusetningu á
undan öðrum forgangshópum.
Hvetur til þolinmæði
um framtíð leikanna
Thomas
Bach
ÓLYMPÍULEIKARNIR
Ljóst er að réttarhöld öldungadeild-
ar Bandaríkjaþings yfir Donald
Trump, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta, munu hefjast í þarnæstu
viku, eftir að deildin felldi með 55 at-
kvæðum gegn 45 frávísunartillögu
Rands Paul, öldungadeildarþing-
manns frá Kentucky, en hann sagði
málið ekki tækt, þar sem stjórn-
arskráin heimilaði ekki mál til emb-
ættismissis gegn fyrrverandi emb-
ættismönnum.
Einungis fimm repúblikanar
greiddu atkvæði gegn frávísunar-
tillögunni, þar á meðal Mitt Rom-
ney, fyrrverandi forsetaframbjóð-
andi flokksins, og sá eini úr röðum
repúblikana sem vildi svipta Trump
embætti þegar öldungadeildin rétt-
aði yfir honum fyrir ári. Örlög tillög-
unnar benda til að ólíklegt sé að
deildin muni sakfella Trump, þar
sem slíkt krefst 67 atkvæða af
hundrað.
Felldu
tillögu til
frávísunar
Fimm repúblik-
anar á móti Trump
SsangYongKorandoDLX ‘16, sjálfskiptur,
ekinn 131þús. km. Verð: 1.790.000 kr.
591235
Verð ................................ 1.790.000 kr.
Greitt m/notuðum ........ 600.000 kr.
Eftirstöðvar ................... 1.190.000 kr.
Afborgun á mánuði ..... 22.850 kr.**
4X4
Opel Corsa Enjoy ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 60þús. km. Verð: 2.090.000 kr.
OpelMokka Enjoy ‘15, sjálfskiptur,
ekinn 142þús. km. Verð: 1.490.000 kr.
740534
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 5 ára lán hjá Lykli. Útborgun 600.000 kr. með notuðum bíl.
4X4
SsangYongTivoli XLVDLX ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 70þús. km. Verð: 2.190.000 kr.
446647 4X4
Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 600.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn
gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Not
að
ur
up
pí
ný
le
ga
n 00.000Við tökum gamlabílinn uppí á
550100