Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði að framlenging nýja START- samkomulagsins milli Rússlands og Bandaríkjanna til næstu fimm ára væri jákvæð þróun í alþjóðamálum, en neðri deild rússneska þingsins samþykkti framlenginguna einróma í gær. Samkomulagið var undirritað árið 2010 og takmarkar þann fjölda kjarnorkuodda sem stórveldin tvö mega eiga við 1.550 á hvort ríki. Pútín ávarpaði Davos-ráðstefnuna í fyrsta sinn frá árinu 2009 í gær og sagði þetta skref í rétta átt í sam- skiptum ríkjanna tveggja. Varaði hann hins vegar við því að ástandið gæti enn þróast á „ófyrirséðan og stjórnlausan hátt ef við sitjum á höndum okkar“. Pútín lagði fram frumvarp til þingsins í gærmorgun um framleng- ingu sáttmálans, en hann og Joe Bi- den Bandaríkjaforseti ræddust við símleiðis í fyrrakvöld í fyrsta sinn frá embættistöku Bidens. Biden vakti þar máls á ýmsum ásteytingarsteinum sem hafa truflað samskipti ríkjanna á síðustu árum, þar á meðal Úkraínumálið, mann- réttindamál og málefni stjórnarand- stæðingsins Alexeis Navalní. Ekkert „nýtt upphaf“ Afstaða Bidens þótti gefa til kynna að samskipti ríkjanna yrðu áfram stirð, en hann sagði í síðustu viku að ekki yrði stefnt að „núllstill- ingu“ eða „nýju upphafi“ í samskipt- unum við Rússland. Dímítrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði ljóst eftir símtalið að enn væru mörg ágreiningsefni á milli Banda- ríkjanna og Rússlands. Það væri hins vegar jákvætt að forsetarnir tveir hefðu komið sér saman um þörf ríkjanna tveggja fyrir að vera áfram í samskiptum, meðvituð um að djúp- ur ágreiningur ríkti á milli þeirra. Þá sagði Peskov að framlenging nýja START-samkomulagsins til fimm ára veitti ákjósanlegan tíma- ramma fyrir ríkin tvö til þess að kanna hvort pólitískur vilji væri fyrir að framlengja hann að nýju eða end- urnýja að fimm árum liðnum, en samkomulagið er hið eina sem enn lifir af afvopnunarsáttmálum risa- veldanna í kalda stríðinu. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fagnaði í gær tíðindun- um og sagði þau mikilvægan áfanga á ári sem muni skipta sköpum fyrir afvopnun í heiminum. Sagði Maas framlenginguna jafnframt „auka ör- yggi“ Evrópu. Hvatti hann til þess að þegar í stað yrði hafist handa við að snúa við ákvörðunum Donalds Trump, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, sem m.a. batt enda á þátttöku Bandaríkjanna í banni við meðaldrægum eldflaug- um, sem og samningi um opna loft- helgi til eftirlitsflugs. Framlengingunni fagnað  Nýja START-samkomulagið framlengt til næstu fimm ára  „Skref í rétta átt“ í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands  Enn mikill ágreiningur þeirra á milli AFP START Pútín ávarpaði Davos í gær. Endurminningar Napóleons Frakklandskeisara frá orr- ustunni við Austerlitz 2. desember 1805 og kort úr fórum hans af orrustunni sjást hér, en hvort tveggja er nú til sölu í París. Er uppsett verð einungis ein milljón evra, eða sem nemur um 157 milljónum kr. Er þess um leið minnst að í ár eru hundrað ár frá andláti Napóleons. AFP Endurminningar keisarans til sölu Rússneska lög- reglan gerði húsleit í gær í íbúðum og skrif- stofum á vegum stjórnar- andstæðingsins Alexeis Navalní, sem nú er í haldi stjórnvalda, og bandamanna hans. Sagði í til- kynningu rússneska innanrík- isráðuneytisins að aðgerðunum hefði verið ætlað að kanna meint brot á hreinlætis- og sóttvarna- reglum vegna kórónuveirunnar á meðan mótmælum stóð í Moskvu um síðustu helgi, en þar var þess krafist að Navalní yrði látinn laus úr haldi. Írína Volk, talskona ráðuneyt- isins, sagði að skipuleggjendur mótmælanna hefðu með aðgerðum sínum ýtt undir hættu á frekari út- breiðslu veirunnar. Boðað hefur verið til frekari mótmæla um næstu helgi, en stefnt er að því að Navalní verði dreginn fyrir dóm á þriðjudaginn næsta. Húsleit í íbúðum og skrifstofu Navalnís Alexei Navalní RÚSSLAND Thomas Bach, forseti Alþjóðaól- ympíunefnd- arinnar, hvatti í gær fólk til þess að sýna þolin- mæði og skilning varðandi framtíð fyrirhugaðra Ól- ympíuleika í Tókýó í sumar. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar, en var frestað um ár vegna heimsfarald- ursins, og eru nú uppi áhyggjur um að hætta þurfi alfarið við þá. Sagði Bach að of snemmt væri að ákveða nokkuð um framtíð leik- anna, en þeir eiga að hefjast 23. júlí í ár. „Hlutverk okkar er að skipu- leggja Ólympíuleika, ekki fresta þeim,“ sagði Bach og bætti við að ólympíunefndin væri að vinna hörð- um höndum að því að finna lausnir á vandanum. Sagði Bach jafnframt að nefndin væri ekki hlynnt því að ólympíufarar fengju bólusetningu á undan öðrum forgangshópum. Hvetur til þolinmæði um framtíð leikanna Thomas Bach ÓLYMPÍULEIKARNIR Ljóst er að réttarhöld öldungadeild- ar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, munu hefjast í þarnæstu viku, eftir að deildin felldi með 55 at- kvæðum gegn 45 frávísunartillögu Rands Paul, öldungadeildarþing- manns frá Kentucky, en hann sagði málið ekki tækt, þar sem stjórn- arskráin heimilaði ekki mál til emb- ættismissis gegn fyrrverandi emb- ættismönnum. Einungis fimm repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísunar- tillögunni, þar á meðal Mitt Rom- ney, fyrrverandi forsetaframbjóð- andi flokksins, og sá eini úr röðum repúblikana sem vildi svipta Trump embætti þegar öldungadeildin rétt- aði yfir honum fyrir ári. Örlög tillög- unnar benda til að ólíklegt sé að deildin muni sakfella Trump, þar sem slíkt krefst 67 atkvæða af hundrað. Felldu tillögu til frávísunar  Fimm repúblik- anar á móti Trump SsangYongKorandoDLX ‘16, sjálfskiptur, ekinn 131þús. km. Verð: 1.790.000 kr. 591235 Verð ................................ 1.790.000 kr. Greitt m/notuðum ........ 600.000 kr. Eftirstöðvar ................... 1.190.000 kr. Afborgun á mánuði ..... 22.850 kr.** 4X4 Opel Corsa Enjoy ‘18, sjálfskiptur, ekinn 60þús. km. Verð: 2.090.000 kr. OpelMokka Enjoy ‘15, sjálfskiptur, ekinn 142þús. km. Verð: 1.490.000 kr. 740534 Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 5 ára lán hjá Lykli. Útborgun 600.000 kr. með notuðum bíl. 4X4 SsangYongTivoli XLVDLX ‘17, sjálfskiptur, ekinn 70þús. km. Verð: 2.190.000 kr. 446647 4X4 Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 600.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Not að ur up pí ný le ga n 00.000Við tökum gamlabílinn uppí á 550100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.