Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 ✝ HróbjarturHróbjartsson arkitekt fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1938. Hann lést á Droplaugarstöðum 17. janúar 2021. Foreldrar hans voru Evelyn Þóra Hobbs, fv. deild- arstj. hjá Pósti og síma, f. 5.3. 1918 í Reykjavík, d. 19.4. 2012, og Hróbjartur Bjarnason stórkaupmaður, f. 1.1. 1913 á Stokkseyri, d. 5.6. 1975. Kjör- bróðir hans er Skúli, vélamaður, f. 13.4. 1946. Eftirlifandi maki Hróbjarts er Karin Hróbjartsson Stuart fé- lagsráðgjafi f. 24.12. 1937 í Berl- ín. Foreldrar hennar voru El- isabeth Stuart hjúkrunarfræðingur, f. 28.12. 1902, d. 3.2. 1999, og prof. dr. Herbert Arthur Stuart eðlis- fræðiprófessor, f. 27.3. 1899, d. 8.4. 1974. Hróbjartur og Karin kynntust er þau voru í námi í Stuttgart í Þýskalandi og giftust þar árið 1963. Sonur Hróbjarts og Kar- ínar er Úlfur Helgi, f. 8.7. 1965, kvæntur Sjöfn Evertsdóttur sál- fræðingi, f. 22.9. 1969, og eiga þau tvö börn, Ólaf Evert stöðu arkitekts hjá skipulags- skrifstofu Hannoverborgar í Þýskalandi og 1992 dvaldi hann í Cité des Artes í París og vann þar að undirbúningi Errósafns á Korpúlfsstöðum. Helstu verkefni Hróbjarts eru m.a. Seljahlíð, dvalarheimili fyr- ir aldraða, Hjallakirkja í Kópa- vogi, Ísafjarðarkirkja, Vitatorg, hús aldraðra, SEM-húsið og Hjúkrunarheimilið Sóltún ásamt fjölda bygginga í Reykjavík og víða um land og skipulagsverk- efna. Hann fékk Menningarverð- laun DV ásamt samstarfsfólki sínu fyrir Seljahlíð 1987, Ísa- fjarðarkirkju 1996 og Bláa lónið 1999 og 2005 og byggingarlist- arverðlaun Íslands árið 2007. Hróbjartur hlaut einnig fjölda verðlauna í samkeppnum um byggingar og skipulagstillögur. Hróbjartur og Karín hafa ver- ið samstiga í áhugamálum sín- um, ferðast mikið til fjarlægra landa og notið menningar ann- arra þjóða. Þau hafa stundað skútusiglingar á Miðjarðarhaf- inu og víðar með syni sínum og vinum og á síðari árum golf, bæði hér á landi og erlendis. Þau nutu íslenskrar náttúru í sum- arbústað sínum við Þingvalla- vatn. Streymt verður frá útförinni hinn 28. janúar 2021 klukkan 15 á: https://www.sonik.is/hrobjartur Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat lögfræðing, f. 3.11. 1989, og Karín Sig- ríði, f. 21.3. 2002, menntaskólanema. Maki Ólafs er Auð- ur Ýr Jóhannsdóttir viðskiptafræð- ingur, f. 3.4. 1989, og eiga þau synina Evert Marinó, f. 12.4. 2015, og Emil Óla, f. 14.7. 2019 Hróbjartur lauk stúdentsprófi frá VÍ 1958 og lokaprófi í arkitektúr frá Techn- ische Hochschule Stuttgart Þýskalandi 1965. Að loknu námi starfaði hann sem arkitekt í Þýskalandi, síðan tóku við störf hjá Húsameistara Reykjavíkur árið 1966 og svo Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar Reykjavíkur til 1968. Það ár stofnaði hann teiknistofu með Geirharði Þorsteinssyni. Árið 1983 stofnuðu þeir svo Vinnu- stofu arkitekta ásamt þeim Rich- ard Ó. Briem, Sigurði Björgúlfs- syni og Sigríði Sigþórsdóttur. Geirharður yfirgaf fyrirtækið fljótlega. Árið 2000 stofnaði Hróbjartur VA arkitekta ásamt félögum sínum sem síðar sam- einaðist arkitektastofu Manfreðs Vilhjálmssonar árið 2004. Árið 1971 fekk hann gesta- Við kveðjum með miklum sökn- uði frænda og góðan vin, heiðurs- manninn Hróbjart Hróbjartsson. Hrói frændi var sérstaklega vel gerður, góðlyndur og greindur höfðingi. Við í ættinni nutum alla tíð dugnaðar og handleiðslu hans í mörgum sameiginlegum málum. Það má segja að Hrói og eigin- kona hans Karin hafi verið örlaga- valdar í lífi mínu. Á þeim tíma var Hrói við nám í arkitektúr í Stutt- gart. Þau hjónin komu heim í frí og við hittumst. Ég viðraði við þau þá hugmynd að ég hefði löngun til að kynnast vélfræði og komast ut- an til þess. Þau tóku strax vel í að kanna málið í Stuttgart og stuttu seinna var ég kominn með hálfs- árs samning við Daimler Benz- verksmiðjurnar í Stuttgart sem Karin tókst að útvega mér. Hálfa árið varð eitt ár og á ég margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma með þessum frábæru hjón- um. Seinna lágu leiðir okkar aftur saman í Þýskalandi. Ég var þá bú- settur í Hannover. Hrói hafði ráð- ið sig í vinnu til borgarskipulags Hannover. Þar sem þau voru ekki með húsnæði í byrjun, gat ég í stuttan tíma skotið yfir þau skjóls- húsi. Þetta var skemmtilegur tími og margt brallað. Minnisstæðust er mér sólarlandaferð sem við fór- um saman til Ibiza. Við Hrói sát- um þá gjarna tveir einir í skjóli pálma, spiluðum á spil og dreypt- um á smá rauðvíni. Þá gafst góður tími til að skrafa og leysa heims- málin. Dvöl þeirra í Hannover var aðeins um eitt ár og skildi þá leiðir aftur. Þegar ég síðan eftir tíu ára dvöl í Þýskalandi flutti heim var þráðurinn tekinn upp aftur og við ætíð í miklum samskiptum. Eig- inlega fyrir tilviljun varð samband okkar aftur náið, þegar við vorum báðir kjörnir í stjórn sumarhúsa- félags í Svínahlíð á Þingvöllum. Hrói var formaður og að mínu mati endurreisti hann félagið sem hafði verið í dvala í nokkra tíð. Þarna sátum við saman í stjórn allmörg ár þangað til Hróa fannst nóg komið og dró sig í hlé. Ég kom að því áður að Hrói hafði unnið mikið og gott starf fyrir hina mjög samheldnu fjölskyldu okkar síð- ustu árin. Fjölskyldan á sumarhús á bökkum Litlu-Laxár við Flúðir. Þar höfum við öll átt yndislegar stundir í gegnum árin og sum dvalið þar sumarlangt hér áður fyrr. Þarna hittist öll fjölskyldan árlega. Hólmanum, sem sumar- húsið stendur á í landi Grafar- bakka, fylgdu hitaréttindi þeirrar jarðar. Hrói var í broddi fylkingar okkar við að stofna félag um hita- réttindin með aðliggjandi bæjum. Félagið sem stofnað var réðst síð- an í borun holu til nýtingar á hita- orkunni. Félaginu Hitaveitu Graf- arhverfis stýrði Hrói frá stofnun. Ég vil fullyrða að honum hafi tek- ist það einkar vel. Hann átti mjög gott með að stjóra og sætta menn með sinni yfirveguðu og róandi framkomu. Rökfastur var hann þó alltaf og stóð á sínu. Þegar kraftinn fór að þverra hjá Hróa bað hann mig að koma inn í stjórn félagsins. Við sátum þar saman í nokkur ár þangað til að ég tók við af honum. Góður vinur og frændi er fall- inn frá. Guð blessi minningu hans. Karen, Úlfi Helga og öðrum að- standendum sendum við Ásta okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ásta og Bjarni Thoroddsen. Elskulegur frændi minn og vinur Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt er látinn. Með andláti hans er lokið ákveðnu tímabili í lífi mínu. Tímabili sem varði 75 ár, því ég var tveggja ára gamall þegar ég varð fyrst meðvitaður um þennan góða frænda minn. Hann var 6 árum eldri en ég og á þessum fyrstu árum var þetta ekki svo lítill aldursmunur. Síðar varð þessi aldursmunur ekki merkjanlegur. Samgangur milli heimila okkar var mikill því mæð- ur okkar voru systur. Hróbjartur ólst upp á æskuheimili sínu á Há- vallagötu 47, ásamt yngri bróður sínum Skúla. Að koma þangað í heimsókn var ætíð mikið tilhlökk- unarefni. Heimilið var sérlega fallegt og hlýlegt enda voru for- eldrar þeirra bræðra, Evelyn Hobbs og Hróbjartur Bjarnason stórkaupmaður, annáluð fyrir gestrisni, frændsemi og mann- gæsku. Þessir eiginleikar voru alla tíð mjög einkennandi fyrir Hróbjart eða Hróa frænda eins og hann var einatt kallaður í fjöl- skyldunni. Að loknu stúdentsprófi hélt hann utan til náms í arkitektúr í borginni fögru Stuttgart í Þýska- landi. Á námsárum sínum þar kynntist hann núlifandi eigin- konu sinni, Karin Stuart fé- lagsráðgjafa. Eftir námið unnu þau um tíma í Þýskalandi og þar eignuðust þau soninn Úlf Helga. Árið 1966 fluttu þau heim til Ís- lands og settust hér að. Fljótlega stofnaði Hróbjartur sína eigin teiknistofu ásamt Geirharði Þor- steinssyni arkitekt. Nokkrum ár- um síðar tók hann þátt í stofnun annars fyrirtækis sem í dag er þekkt undir nafninu VA Arki- tektar. Hróbjartur naut alla tíð mikillar velgengni í starfi enda var hann þekktur fyrir fag- mennsku, nákvæmni og sam- viskusemi. Hann teiknaði fjölda bygginga og margar þeirra höfða ætíð sterkt til mín. Vil ég í þessu samhengi einungis nefna örfáar þeirra, Hjallakirkju í Kópavogi, Ísafjarðarkirkju, Hjúkrunar- heimilið Sóltún og einbýlishús hjónanna Bryndísar Sigurðar- dóttur og Eiríks Smiths listmál- ara. Allar þessar byggingar og margar fleiri bera honum fagurt vitni sem listamanni. Þau hjónin Karin og Hróbjart- ur voru alla tíð mjög samrýmd og falleg hjón. Þau ferðuðust víða um heim þau 60 ár sem þau áttu saman. Ávallt fylgdust þau mjög vel með öllu menningarlífi, bæði hér heima og erlendis og nutu þess saman. Að leiðarlokum vil ég þakka af hjarta þeim hjónum fyr- ir ómetanlegan stuðning og hjálpsemi við mig og fjölskyldu mína í blíðu og stríðu. Þeirra vin- átta hefur ætíð verið djúp, hrein og einlæg. Við hjónin vottum fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hróbjarts Hróbjartssonar. Gunnar Kvaran. Ég kynntist Hróbjarti og konu hans Karin í Stuttgart í Þýska- landi. Hróbjartur var einn af mörgum Íslendingum sem stund- uðu nám í arkitektúr við Tækniháskólann í Stuttgart, sem þá var einn af virtustu háskólum í arkitektúr í Þýskalandi. Að námi loknu var ég oft á ferð og flugi víða um lönd. Ég dáðist að seglbátafólki sem snæddi á eftirsóttum stöðum við hafnar- bryggju á seglbátum sínum. Fyr- ir nokkrum árum var mér boðið í slíka siglingu á snekkju þeirra Hróa og Karin frá Malljorku til Menorku á Miðjarðarhafi. Sú ferð er mér mjög minnisstæð. Hróbjartur var einn af þekkt- ari arkitektum á Íslandi. Þótt við ynnum aldrei saman á arkitekta- stofu töluðum við oft um sameig- inlegt áhugamál okkar, arkitekt- úr. Hróbjartur var hæverskur, lít- illátur maður með þægilega nær- veru. Nú er hann horfinn á braut og hans er sárt saknað af okkur öllum. Eftirlifandi konu, Karin, og syni þeirra Úlfi vottum við okkar innilegustu samúð. Úlrik, Snædís og Rósa Björg. Í dag verður til grafar borinn vinur okkar til margra ára, Hró- bjartur Hróbjartsson arkitekt. Okkar fyrstu kynni voru þau að hann tók að sér að teikna bygg- ingu blokkarinnar í Eskihlíð 26. Það vakti strax athygli okkar hversu samstarfsfús hann var og hve gott var að leita til hans við margs konar útfærslu á ýmsu því sem ágreiningi gat valdið. Hann var einn af þeim sem undantekn- ingarlaust eru tilbúnir til að leið- beina og hlusta. Hann var þó ekki þannig að hann væri gagnrýnis- laus fylgjandi alls þess sem manni datt í hug. Hann var skapandi bæði í hugsun og verkum enda naut hann óskiptrar virðingar á sínu sviði. Nokkru síðar tók hann að sér að teikna einbýlishús okkar í Trönuhólum og fórst honum það afburðavel úr hendi eins og flest sem hann lagði hönd að. Nokkuð oft nutum við gestrisni þeirra hjóna og einnig fórum við með þeim í margar sumarbústaðar- ferðir. Allmargar veiði- og hálendis- ferðir tókumst við á hendur ásamt siglingaferðum á skútu um Mið- jarðarhaf og síðar Indlandshaf. Ferðir þessar eru með öllu ógleymanlegar bæði vegna vin- áttu þeirra Hróa og Karinar og einnig vegna fræðslu þeirra og óborganlegrar vinsemdar gegn- um tíðina, svo ekki sé minnst á ótal matarboð sem þau buðu til sem Karin annaðist af stakri snilld. Síðustu árin hafa verið Hró- bjarti erfið. Það hefur verið okkur vinum hans afar erfitt að horfa á þennan mann, sem við töldum nánast óbugandi, sligast smám saman undan veikindum. En eins og Jóhann S. Hannes- son segir: Viðstaddan furðar að vinir deyi þótt venjulega sé tíminn nógur. Að sjá þeim smástolið dag frá degi dauðinn í fjarska er næturþjófur. Eftirlifendum sendum við okk- ar einlægustu samúðarkveðjur. Það er gott góðs að minnast. Hrói var einn slíkur. Haraldur (Halli) og Auður. Góður vinur og félagi, Hró- bjartur Hróbjartsson, er fallinn frá. Við Hrói, eins og hann var kallaður af vinum og vandamönn- um, kynntumst ungir að árum í störfum okkar fyrir Bandalag há- skólamanna. Okkur varð strax vel til vina og þar sem við áttum það sameigin- legt að vera nýkomnir frá námi í Þýskalandi og kvæntir þýskum konum myndaðist fljótlega góður vinskapur meðal fjölskyldna okk- ar. Ótal minningar tengjast sam- verustundum okkar hvort sem það var á heimilum okkar, á ferða- lögum innanlands og utan, eða í sumarbústöðum þeirra hjóna. Hrói hafði einstaklega góða nærveru, var íhugull og hæversk- ur, víðlesinn og hafði gaman af að ræða það sem efst var á baugi heima og erlendis. Hann var sér- lega bóngóður þegar leita þurfti aðstoðar hans við margvíslegar framkvæmdir. Alltaf gaf hann sér tíma þrátt fyrir það að vera störfum hlaðinn enda einn af færustu arkitektum landsins sem m.a. hefur sett mark sitt á margar opinberar bygging- ar. Áhugamál Hróa voru fjölmörg. Meðal annars stundaði hann sigl- ingar á sínum yngri árum og golf þegar árin færðust yfir og þau hjón höfðu yndi af að ferðast víða um heim. Nokkrar ferðir fórum við saman og eru þær allar ógleymanlegar. Á síðustu árum hrakaði heilsu Hróa og hann gat ekki notið sín lengur sem skyldi. Þó hvarflaði ekki að okkur þegar við hittum hann í kringum afmælið hans að það mundi vera síðasta samveru- stund okkar. Að leiðarlokum þökkum við vináttuna og alla greiðasemina í gegnum tíðina og sendum Karinu, Úlfi og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þórir og Renate. Í dag kveðjum við vin okkar, fé- laga og læriföður Hróbjart Hró- bjartsson arkitekt sem hafði næmi fyrir listinni að skapa og lifa. Eftir nám og störf í Stuttgart í Þýskalandi sneri Hróbjartur heim árið 1966. Alla tíð rak hann sína eigin teiknistofu í samstarfi með fleirum. Lengst af var Vinnu- stofa arkitekta hans metnaðarfulli vettvangur sem með enn fleiri hluthöfum varð síðar VA arkitekt- ar. Hróbjartur leiddi hópinn ára- tugum saman af þolinmæði og ástríðu fyrir starfinu og laðaði fram það besta í félögum sínum. Hann tók á móti hverju okkar með hlýju og alúð, var faglegur læri- faðir en jafnframt fyrirmynd í víð- tækari skilningi. Að starfa með Hróbjarti voru forréttindi. Hann kenndi okkur að lifa og starfa af vandvirkni og sóma; að góð sam- skipti við samstarfsmenn og við- skiptavini eru ekki síður mikilvæg en efnislegur árangur. Alltaf var takmarkið að leysa verkefnin sem best úr hendi til hagsbóta fyrir verkkaupann með gæði byggingar- listarinnar í fyrirrúmi. Sú vinnu- og viðskiptamenning sem Hróbjartur leiddi með fordæmi sínu er enn í dag afgerandi leiðarljós okkar á VA. Sanngirni, þolinmæði og um- hyggja einkenndu vin okkar. Hróbjartur átti gæfuríkan feril sem arkitekt. Hann kunni vel við að vinna í hópi og stýrði þá gjarnan hópnum en alltaf á jafnréttis- grundvelli. Áskorunum mætti hann af yfirvegun og með jafnaðar- geði. Þegar lausnir voru ræddar greip hann til blýantsins og átti auðvelt með að myndgera hug- myndir sínar. Hróbjartur vann jöfnum höndum að borgarskipu- lagi og hönnun bygginga. Hann kom að hönnun margra áberandi mannvirkja víða um land og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hróbjartur kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Karin, á námsár- unum í Þýskalandi og hafa þau samstillt gengið lífsins veg. Þau eignuðust soninn Úlf Helga, mik- inn gleðigjafa. Stuttu eftir heim- komu hannaði Hróbjartur fjöl- skylduhúsið. Húsið við Bergstaðastræti þótti falla vel að umhverfi sínu og hlaut viðurkenn- ingu Umhverfismálaráðs Reykja- víkur. Þegar Hróbjartur og Karin vildu minnka við sig tók sonurinn Úlfur og hans fjölskylda við hús- inu og fluttu hjónin í fallega íbúð í fjölbýli sem Hróbjartur hafði sömuleiðis sett sín hönnunarspor á. Við Þingvallavatn nutu þau frið- sældar og náttúru í sumarbú- staðnum sem Hróbjartur hafði hannað af natni með næmi sínu fyrir umhverfi og efnum. Í lengri fríum veittu iðulega fjarlægir staðir innblástur og nýja orku. Hróbjartur var félagslyndur og tók virkan þátt í félagsmálum. Hann sat bæði í stjórn og nefnd- um fyrir Arkitektafélagið ásamt því að sinna siglingaklúbbi sínum og samtökunum Lífi og landi. Hann lagði ríka áherslu á mikil- vægi félagsandans á vinnustaðn- um og minningar ylja okkur nú frá lærdómsríkum ferðalögum innan- lands og utan sem og öðrum líf- legum gleðskap innan stofunnar. Hróbjartur var hófstilltur mað- ur. Ögun og yfirvegun einkenndu vinnubrögð hans og framgöngu. Hann bjó yfir mikilli reisn og nær- vera hans var í senn hlý og til- komumikil. Í návist hans leið öll- um vel. Við samstarfsfélagar Hró- bjarts á VA vottum Karin, Úlfi og fjölskyldu okkar dýpstu samúð og minnumst okkar kæra vinar með söknuði og þakklæti. Fyrir hönd VA arkitekta, Richard Ólafur Briem. Hróbjartur Hróbjartsson Okkar ástkæra SÓLEY GESTSDÓTTIR frá Ísafirði lést á Droplaugarstöðum 7. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. F. h. ástvina, Eyjólfur Vestmann Ingólfsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HRÖNN GEIRLAUGSDÓTTIR, flugfreyja og fiðluleikari, varð bráðkvödd miðvikudaginn 20. janúar. Útför tilkynnt síðar. Freyr Ómarsson Sigrún Ásta Einarsdóttir Katrín María Freysdóttir Okkar elskulegi SVAVAR GESTSSON sem lést á Landspítalanum 18. janúar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 2. febrúar klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir athöfnina. Útförinni verður streymt á slóðinni http://beint.is/streymi/svavar. Guðrún Ágústsdóttir Svandís Svavarsdóttir Torfi Hjartarson Benedikt Svavarsson María Ingibjörg Jónsdóttir Gestur Svavarsson Halldóra Bergþórsdóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir Svavar Hrafn Svavarsson Árni Kristjánsson Anna María Hauksdóttir Gunnhildur Kristjánsdóttir Sigurður Ólafsson og fjölskyldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.