Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Niðurstaða frumathugunar Fram-
kvæmdasýslu ríkisins á valkostum
fyrir sameiginlega björgunarmið-
stöð á höfuðborgarsvæðinu er sú að
allir viðbragðsaðilar verði saman í
einu húsnæði með lögreglustöð.
Þessi kostur er talinn uppfylla best
þau markmið sem hafa verið sett
fyrir verkefnið. Hin nýja miðstöð
fyrir allt Ísland hefur fengið skamm-
stöfunina HVH, húsnæði viðbragðs-
aðila á höfuðborgarsvæðinu.
Seint á síðasta ári skilaði Fram-
kvæmdasýsla ríkisins til fjármála-
ráðuneytisins skýrslu um frum-
athugunina. Hún er mikil að vöxtum,
75 blaðsíður. Morgunblaðið óskaði
eftir því að fá skýrsluna afhenta og
fékk hana senda í vikunni.
„Svört“ skýrsla afhent
„Þar sem vinna að málinu er yfir-
standandi og enn ekki búið að
ákveða framtíðarstaðsetningu eða
ganga frá samkomulagi við aðila um
lóð eða byggingu undir starfsemina
hafa upplýsingar sem á þessu stigi
eru viðkvæmar verið fjarlægðar
vegna almannahagsmuna,“ sagði í
tölvupósti ráðuneytisins.
Þegar Morgunblaðið fékk skýrsl-
una í hendur hafði verið strikað yfir
með svörtu á 30 síðum af 75, mis-
mikið á hverri síðu.
Framkvæmdasýsla ríkisins aug-
lýsti í lok júní í fyrra eftir upplýs-
ingum um 30 þúsund fermetra lóð
eða húsnæði fyrir sameiginlega að-
stöðu löggæslu- og viðbragðsaðila
landsins. Þetta eru: Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu, Ríkislögreglu-
stjóri, Landhelgisgæslan, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, Toll-
gæslan (Skatturinn), Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins og Neyðar-
línan 112. Flestar þessar stofnanir
eru nú að hluta til með aðsetur í
björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð,
en ekki á einu gólfi. Björgunar-
miðstöðin byggðist upp í áföngum á
árunum 1996-2006.
Fram hefur komið að húsnæðið
þar þyki óhentugt, þrengsli og
skipulag hússins hafi valdið óhag-
ræði og staðið í vegi fyrir umbótum.
Þetta hafi berlega komið í ljós und-
anfarin misseri á tímum kórónuveir-
unnar. Ljóst hafi verið frá upphafi
að Skógarhlíðin yrði ekki framtíð-
arhúsnæði miðstöðvarinnar.
Mikil greiningarvinna liggur að
baki skýrslu Framkvæmdasýsl-
unnar. Stýrihópur stjórnaði verkinu
og að auki komu að vinnunni hátt í
eitt hundrað fulltrúar viðbragðs-
aðila, ráðgjafar og verkefnahópar.
Afstaða til HVH hafi verið jákvæð
hjá öllum aðilum, þar á meðal öllum
forstöðumönnum einstakra við-
bragðsaðila.
Fram kemur í skýrslunni að átta
aðilar hafi skilað inn tillögum.
Reykjavíkurborg hafi skilað inn
bréfi yfir mögulegar lóðir í hennar
umsjá. „Þeir aðilar sem skiluðu inn
fyrir utan Faxaflóahafnir og Reykja-
víkurborg lýstu mestum áhuga á
samstarfi um þróun, hönnun, bygg-
ingu, fjármögnun, eignarhald og
rekstur húseignar á grunni lang-
tímasamninga,“ segir í skýrslunni.
Mynd er birt í skýrslunni af
mögulegum svæðum og lóðum en
búið er að strika yfir hana í því ein-
taki sem Morgunblaðið fékk sent.
Niðurstaða greiningarinnar er sú
að svæði 2 var metið álitlegast hvað
varðar þær kröfur sem gerðar voru
til lóða, en einnig er strikað yfir það.
Þó má ljóst vera að svæði 2 er ekki
langt frá miðborg Reykjavíkur, því
sú krafa er gerð að lögregla komist á
innan við átta mínútum frá HVH að
alþingisreit, miðbæ og Stjórnarráði.
Upplýst var á stjórnarfundi Faxa-
flóahafna í nóvember í fyrra að við-
ræður stæðu yfir við Framkvæmda-
sýslu ríkisins um lóð á milli Klepps-
spítala og Holtagarða undir mögu-
lega björgunarmistöð. Þegar hin
nýja skýrsla verður kynnt án yfir-
strikana kemur í ljós hvort þetta
reynist vera svæði 2.
Sömuleiðis er strikað yfir allar
mögulegar kostnaðartölur, en áætl-
uð þörf sameiginlegs húsnæðis var
metin um 21.100 fermetrar. Kaup á
nýjum búnaði og kostnaður við
flutninga gæti orðið 1.500 milljónir.
Til móts við stofnkostnað á fast-
eign og kaup á búnaði má ætla að
selja megi fasteignir á Hverfisgötu
og/eða Tryggvagötu, en fasteigna-
mat þeirra er nú rúmar 5.000 millj-
ónir. Áætlanir miðast við undirbún-
ings- og framkvæmdatíma árin 2021
til 2025, eða fimm ár.
Að fengnu samþykki samstarfs-
nefndar um opinberar framkvæmdir
(SOF) leggur Framkvæmdasýsla
ríkisins til að farið verði með fyrsta
valkost í næsta skref opinberrar
framkvæmdar, sem er áætlunar-
gerð, segir í lok skýrslunnar.
Björgun stýrt frá einum stað
Niðurstaða frumathugunar er sú að allir viðbragðsaðilar landsins verði saman í einu húsnæði með
lögreglustöð Þörf sameiginlegs húsnæðis er metin um 21.100 fermetrar Ákveðin lóð álitlegust
Neyðarlínan/Arkþing
Ný björgunarmiðstöð Á þessari tilgátumynd má sjá mögulega útfærslu miðstöðvarinnar. Fulltrúar viðbragðsaðila sitja þétt saman og boðleiðir verða stuttar.
Landspítalinn hefur tekið í notkun
húsið Eiríksgötu 5, Eiríksstaði, eftir
gagngerar breytingar og endur-
bætur. Þarna verður sinnt fjöl-
breyttri klínískri starfsemi á vegum
spítalans. Húsið þykir afar heppi-
legt til að hýsa göngudeildir Land-
spítala, enda í göngufæri við spít-
alabygginguna sjálfa við
Hringbraut.
Í húsinu verður veitt göngudeild-
arþjónusta fyrir gigtarsjúkdóma,
innkirtlasjúkdóma, erfðaráðgjafar
og augnsjúkdóma. Þar verður jafn-
framt heildstæð göngudeildarþjón-
usta við konur með krabbamein í
brjósti, allt frá skimun til eftirlits
að lokinni meðferð. Í húsnæðinu
eru sérhæfð rými fyrir þessa starf-
semi, s.s. skurðstofur, röntgen-
stofur, skimunaraðstaða, skoð-
unarrými og viðtalsherbergi. Húsið
er 3.400 fermetrar að stærð og þar
munu starfa um 100 manns.
Skrifstofur Landspítala voru á
Eiríksstöðum um 20 ára skeið, en
þær hafa nú verið fluttar í Skafta-
hlíð 24. Undirbúningur að opnun
göngudeilda á Eiríksstöðum hófst í
október árið 2018 og framkvæmdir
rétt um ári síðar. Fasteignafélagið
Reitir er eigandi Eiríksstaða en
J.E. Skjanni sá um framkvæmd-
irnar, að því er fram kemur í frétt á
vef heilbrigðisráðuneytisins.
Húsið var byggt af Stórstúku Ís-
lands og tekið í notkun 1. febrúar
1968. Það var aðsetur bindindis-
hreyfingarinnar og kallað Templ-
arahöllin í daglegu tali.
Stórstúkan seldi eignina árið
1997 Snorra Hjaltasyni bygg-
ingameistara, sem byggði við húsið.
Við opnun hússins afhenti Ásta
Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri
heilbrigðisráðuneytis Páli Matthías-
syni forstjóra spítalans blóm.
sisi@mbl.is
Ljósmynd/Landspítali
Eiríksstaðir Páll forstjóri tekur við
blómvendinum úr hendi Ástu.
Göngudeildirnar
flytja í Eiríksstaði
Fjölbreytt þjónusta verður í boði
Viðbragðsaðilar eru í dag með
húsnæði víða á höfuðborgar-
svæðinu, samtals 36.300 fer-
metra, og 1.273 starfsmenn. Við
mat á umfangi HVH hefur verið
litið til þess að stærsti hluti
húsnæðisins, um 24.300 fer-
metrar, fari úr notkun og starf-
semin flytjist inn í HVH með 737
starfsmenn. Það húsnæði sem
verður áfram í rekstri er sam-
tals 12.000 fermetrar og með
536 starfsmenn, þ.e. lögreglu-
stöðvar, slökkvistöðvar, flug-
skýli og fleira.
Starfsmenn
eru 1.273
VIÐBRAGÐSAÐILAR Í DAG
Sýning í Gallerí Fold 30. janúar - 13. febrúar
FJÖRUÁHRIF
Opið virka daga
10–18,
Laugardaga 12–16
Lokað á sunnudögum
HAUKUR DÓR
Sýningaropnun kl. 14
laugardaginn 30. janúar